Síða 1 af 1

Kerfisfræði í HR undirbúningur (+ssd spurning)

Sent: Fim 11. Júl 2013 16:08
af yamms
Sælir...

Ég er að fara í kerfisfræði í HR í haust og langar að reyna að undirbúa mig undir það. Það sem mig langar helst að vera búinn að kíkja á er forritun og svo stærðfræðin (strjál stærðfræði 1)

Hafa ekki einhverjir hérna verið í þessu námi og gefið mér tips um þetta og hvað er gott að vera búinn að skoða/kíkja á, áður en námið hefst.
Það eru undirbúningsnámskeið í stærðfræði og forritun í ágúst en mig langar að vera aðeins byrjaður á þessu.

Svo ætla ég að uppfæra aðeins fartölvuna fyrir skólann. Hún er ekki gömul og tel ég ssd disk vera nóg í bili. Dugar 120 gb eða mæliði frekar með 240gb? Hvaða merki á eg að horfa á og hvað á ég að forðast. Einhverjar hugmyndir??

fyrirfram þakkir. :)

Re: Kerfisfræði í HR undirbúningur (+ssd spurning)

Sent: Fim 11. Júl 2013 16:11
af dori
120GB á að duga. Ertu með einhverja þekkingu á forritun?

https://www.khanacademy.org/cs ætti allavega að geta komið þér vel áleiðis...

Re: Kerfisfræði í HR undirbúningur (+ssd spurning)

Sent: Fim 11. Júl 2013 16:11
af SolidFeather
C++

Re: Kerfisfræði í HR undirbúningur (+ssd spurning)

Sent: Fim 11. Júl 2013 16:13
af yamms
dori skrifaði:120GB á að duga. Ertu með einhverja þekkingu á forritun?

https://www.khanacademy.org/cs ætti allavega að geta komið þér vel áleiðis...


Nei er algjör byrjandi á því sviði en þó með virkilega góða þekkingu á tölvum, windows og öllu öðru almennt. :) Takk fyrir þetta, fer í það að skoða þetta !

Re: Kerfisfræði í HR undirbúningur (+ssd spurning)

Sent: Fim 11. Júl 2013 16:28
af Kristján
samsung hafa verið að koma vel út.

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=8155 ekki dýr heldur.

svo auðvita áttu að vera með backup....

Re: Kerfisfræði í HR undirbúningur (+ssd spurning)

Sent: Fim 11. Júl 2013 18:05
af Klemmi
Hjá mér dugir 120GB vel í skólavélina, enda nota ég hana gott sem eingöngu fyrir skólann, þ.e. geymi almennt ekki bíómyndir eða er með mikið af uppsettum tölvuleikjum á henni. Það fer þó mikið eftir því hvaða forrit þú ert að fara að nota í kerfisfræðinni, hef ekki þekkingu á því, en ég er með nokkur stór og mikil forrit uppsett og hef ekki lent í plássvandræðum.

Ég myndi svo leggja ríka áherslu á skipulag, notaðu Dropbox eða sambærileg sync forrit (Skydrive o.s.frv.) til að halda utan um ÖLL skólaverkefni og vinndu beint í dropboxinu, þ.e. ekki venja þig á að save-a skjöl á desktoppið og færa þau svo eingöngu yfir í Dropboxið þegar þú þarft að nota þau í annari tölvu heldur að vinna bara beint í dropboxið. Ég er viss um að háskólanámið hjá mér hefði verði margfalt erfiðara/tímafrekara ef ég hefði ekki notað dropbox, þá einnig þar sem það er algjör gullmoli í hópavinnu, allir að vinna í sömu möppunni og sjá hvað hinir eru búnir að gera.

Ég mæli með Samsung og Intel diskum, en Intel eru þó því miður svo andskoti dýrir þessa dagana að Samsung eru beztu kaupin. Att eru ódýrastir með þá á 17.750kr.- en við í Tölvutækni svo með þá á 17.900kr.-, hins vegar bjóðum við 3 ára ábyrgð á þessum diskum.

Einhverjir fróðari en ég verða svo að ráðleggja þér varðandi forritunina en það sem ég hef frá þeim vinum mínum sem vinna við forritun að þá kemstu langt á því að hafa skilning á for og while lykkjum auk if/else skilyrða, að innleiða þessi atriði inn í mismunandi forritunarmál kemur síðar.

Re: Kerfisfræði í HR undirbúningur (+ssd spurning)

Sent: Fim 11. Júl 2013 21:16
af intenz
Ég er á þriðja ári í tölvunarfræði í HR og get mælt verulega með undirbúningsnámskeiðinu í Strjálli stærðfræði. En hvað varðar stærðfræðina, hversu leiðinleg þér finnst hún vera, þá er lykilatriði að leggja mikla áherslu á hana. Auk þess þá er þetta strjál stærðfræði, þannig hún er skemmtileg og á mjög náskylt með forritun.

Hvað varðar forritunina, þá er þetta frekar basic á fyrstu önninni. Breytur, input/output, data týpur, segðir, föll, if/else setningar, for/while lykkjur, fylki, vektorar, pointerar, o.s.frv.

Það er ekki fyrr en í Gagnaskipan (Forritun II) þar sem þið þurfið aðeins að svitna.

En ég myndi hafa mestar áhyggjur af Tölvuhögun á fyrstu önninni. Það er brútal og fáið eflaust að svitna svolítið þar.

Re: Kerfisfræði í HR undirbúningur (+ssd spurning)

Sent: Mið 17. Júl 2013 16:34
af yamms
takk fyrir þetta strákar :)