Síða 1 af 1

Hvernig síma á ég að fá mér?

Sent: Mán 08. Júl 2013 23:21
af dawg
Hvernig síma á ég að fá mér?
Vill geta komist á netið einfaldlega, skoðað tölvupóst, fb, notað vpn/ vnc eða álíka fídusa.
Má vera annaðhvort iphone eða android. Veit ekki um önnur stýrikerfi.

Vill geta notað 4g þegar það kemur hérna á íslandi. Myndavél er + en ekkert nauðsynlegt
Má kosta hvað sem er , vill samt geta komið símanum ofaní vasann minn án þess að það sé vesen.
Annar + ef ég get notað hann sem tónlistartæki.

Þannig hverju mæliði með? Eða ætti ég að bíða eftir næsta releasi frekar? Liggur ekkert á þessu.

Hefur eitthver reynslu af HTC One?

Re: Hvernig síma á ég að fá mér?

Sent: Mán 08. Júl 2013 23:27
af darkppl
Samsung galaxy S4 eða næsti iphone gíska ég...

Re: Hvernig síma á ég að fá mér?

Sent: Mán 08. Júl 2013 23:30
af Zorky
Mæli eingan vegin með iphone, nýji er 2x hægari en samsung s4

Re: Hvernig síma á ég að fá mér?

Sent: Mán 08. Júl 2013 23:33
af dawg
Zorky skrifaði:Mæli eingan vegin með iphone, nýji er 2x hægari en samsung s4

Hvernig þá "hægari"? Þegar þú notar símann í miklu multi-taski þá eða? Of löng animation?
Ræður ekki við sömu leikina/öppin?

Re: Hvernig síma á ég að fá mér?

Sent: Mán 08. Júl 2013 23:49
af Tiger
dawg skrifaði:
Zorky skrifaði:Mæli eingan vegin með iphone, nýji er 2x hægari en samsung s4

Hvernig þá "hægari"? Þegar þú notar símann í miklu multi-taski þá eða? Of löng animation?
Ræður ekki við sömu leikina/öppin?


Þarf að tala hægar í símann svo sá sem er á hinni línuni skilji þig.........

Munur sem þú finnur engan vegin í notkun, hef verið með iphone5 og S4 í sitthvorri hendinni, no diffrence.

Annars er Nokia að koma með nýjan á næstu dögum, 41mp myndavél og Windows8. Væri líklega eini síminn sem ég myndi kannski skipta iphone-inum mínum út fyrir.

Re: Hvernig síma á ég að fá mér?

Sent: Mán 08. Júl 2013 23:54
af rickyhien
41 mp myndavél? O_O omg

Re: Hvernig síma á ég að fá mér?

Sent: Þri 09. Júl 2013 00:06
af dawg
En hvað segiði um HTC símana?

Re: Hvernig síma á ég að fá mér?

Sent: Þri 09. Júl 2013 03:12
af vesley
dawg skrifaði:En hvað segiði um HTC símana?


mér finnst HTC one alveg magnaður . Eini síminn sem mér finnst fallegri en iphone.

Enda hef ég ákveðið að splæsa i einn svoleiðis i vikunni.

Re: Hvernig síma á ég að fá mér?

Sent: Þri 09. Júl 2013 04:51
af Minuz1
rickyhien skrifaði:41 mp myndavél? O_O omg


Það er ekki nýtt, kom með eldri gerð af nokia, 808 minnir mig, en sá sími er með symbian

Re: Hvernig síma á ég að fá mér?

Sent: Þri 09. Júl 2013 05:12
af Tesy
Zorky skrifaði:Mæli eingan vegin með iphone, nýji er 2x hægari en samsung s4

:face 2x hægari í papers en alls ekki irl.

Ef ég væri að kaupa mér nýjan síma núna þá væri það samt klárlega HTC One. Hef enga reynslu tbh en ég hef bara heyrt góða hluti um hann. Ég er líka aluminium whore þannig að ég myndi ekki meika S4.
Það væri samt best ef þú gætir farið sjálfur út í búð og prófað HTC One, iPhone 5 og Galaxy S4 ef þú hefur tíma.

Re: Hvernig síma á ég að fá mér?

Sent: Þri 09. Júl 2013 13:03
af darkppl
sammála tesy fara bara í búðina og prófa símana hvað hentar þér best.

Re: Hvernig síma á ég að fá mér?

Sent: Þri 09. Júl 2013 13:03
af dawg
darkppl skrifaði:sammála tesy fara bara í búðina og prófa símana hvað hentar þér best.

Held ég geri það þá, hvaða búð er með þá alla 3 ?
Nova?

Re: Hvernig síma á ég að fá mér?

Sent: Þri 09. Júl 2013 13:12
af krissdadi
má nefna Nokia 925 í samanburði við þessa síma

Re: Hvernig síma á ég að fá mér?

Sent: Fös 12. Júl 2013 17:13
af Halli25
Slærð 2 flugur í einu höggi og færð þér Asus Padfone Infinity
http://tl.is/product/padfone2-infinity- ... jaldtolvan

þarftu þá bara 1 4G kort fyrir síman og spjaldtölvuna

Re: Hvernig síma á ég að fá mér?

Sent: Fös 12. Júl 2013 20:01
af xerxez
dawg skrifaði:En hvað segiði um HTC símana?


Ég keypti mér http://en.wikipedia.org/wiki/HTC_Desire_HD fyrir 3 árum, hef notað hann á hverjum degi síðan þá og aldrei og þá meina ég aldrei hefur hann klikkað. Alveg ótrúlega góður sími svo mín reynsla af htc er mjög góð, virkilega vönduð hönnun og vel smíðaðir símar. Efast um að ég kaupi mér nokkuð annað en htc í framtíðinni.

Re: Hvernig síma á ég að fá mér?

Sent: Mán 15. Júl 2013 16:54
af décembre
Ég bumba þetta bara í stað þess að gera nýjan þráð.
Ég er að hugsa um að versla mér fyrsta snjall símann og Samsung virka mest spennandi einsog er. Ég var að hugsa um Xcover 2 en finnst 1gm ram og 4gb HD ekki nóg, eða svo skillst mér afþví sem ég hef lesið.
Já ég s.s. vinn sem smiður og vantar helst síma sem þolir einhver högg en myndi góð taska duga mér?

Takk fyrir.

Re: Hvernig síma á ég að fá mér?

Sent: Þri 16. Júl 2013 18:25
af Arnarmar96
Fáðu þér þá Xcover 2.. getur alltaf keypt annað SD kort í hann sem kostar ekki mikið, pabbi minn er bifvélavirki og er alltaf að veiða og þannig,
getur ýmindað þér höggin sem þetta tekur við það.. og jaa, að veiða þá dettur siminn i vatn :guy
en, þessi simi er að duga honum og er hann mjög ánægður :) ég myndi kaupa mer hann ef ég væri í eitthverri svona vinnu :p

Re: Hvernig síma á ég að fá mér?

Sent: Mið 17. Júl 2013 19:50
af décembre
Arnarmar96 skrifaði:Fáðu þér þá Xcover 2.. getur alltaf keypt annað SD kort í hann sem kostar ekki mikið, pabbi minn er bifvélavirki og er alltaf að veiða og þannig,
getur ýmindað þér höggin sem þetta tekur við það.. og jaa, að veiða þá dettur siminn i vatn :guy
en, þessi simi er að duga honum og er hann mjög ánægður :) ég myndi kaupa mer hann ef ég væri í eitthverri svona vinnu :p


Ég hef séð youtube myndbönd afþví þegar fólk er að refsa Xcovernum, ég efast ekki um hörku hans. En..
Nú er ég skammarlega illa að mér í snjall símum en þær kvartanir sem ég las um símann á netinu sögðu að það væri ekki hægt að vista Apps á SD kort, þessi 4GB væri það eina sem þú hefðir að spila með og eftir uppsetningu á öllu kerfinu að þá væri ekki nema rúmlega 1GB eftir. Einnig að vinnsluminnið væri of lítið og þetta 1700 batterý líka full lítið þó síminn sé ekki það orkufrekur í notkun.
Ég þarf ekki mulningsvél, ég er ekki að leita eftir því að 'spila skyrim í bestu gæðum', fattarðu? Mig vantar síma með nóg af plássi fyrir tónlist og að ég browsað netið áfallalaust.

Spurninginn er hvort Xcover2 uppfylli þau skylirði. Væri hann sambærilegur S2 í vinnslu eða eftirá?