Síða 1 af 3

Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Fös 05. Júl 2013 16:48
af hakkarin
Eftir því sem að veiðigjalds ádeilan heldur áfram pæli ég meira og meira í þessu.

Er það eitthvað sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld? Hvað kæmi í veg fyrir að fólk myndi bara alltaf dumpa öllum sköttum á aðra heldur en sig sjálft?

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Fös 05. Júl 2013 18:23
af Bjosep
Svar: Kannski

En hvernig væri nú að leyfa að minnsta kosti viku að líða milli þessara þráða þinna? :-"

Ef þér bráðliggur svona á að rífast um stjórnmál daglega þá er til sérstakur vefur tileinkaður stjórnmálum.

http://www.malefnin.com

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Fös 05. Júl 2013 18:30
af Leviathan
Já, það er lágmark að hlusta á hvað fólkið í landinu vill, ekki bara þessir moldríku...

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Fös 05. Júl 2013 19:07
af halldorjonz
Ekki nóg með að öll þessi fyrirtæki eru búinn að fá miljarða afskrifaða, þá á að fara minnka gjöldin á þá líka, og þess má geta að það eru aðilar a alþingi sem hagnast mikið á þessu...... t.d. maður sem á t.d. 5% í visi
og já hver á fiskinn í sjónuum? ég myndi nú halda að það væri við ekki satt, þjóðin... auðvitað á þjóðin að fá að segja sitt í þessu, og auðvitað eiga þeir að borga þessi gjöld, eiga bara athafnamenn að græða sem mest, og gefa ríkinu(við) sem minnst í vasan?

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Fös 05. Júl 2013 19:43
af hakkarin
Leviathan skrifaði:Já, það er lágmark að hlusta á hvað fólkið í landinu vill


Og það sem að fólkið í landinu vill (bara svona eins og allir aðrir) er að borga enga skatta.

Ég held að þú fattir ekki af hverju það er heimskulegt að fólk geti kosið um hluti eins og skatta og gjöld. Ef að fólk fengi að gera það þá myndi það bara alltaf kjósa nei við skattahækkunum á sig sjálft og alltaf já við hækkunum á aðra.

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Fös 05. Júl 2013 19:44
af Viktor
OECD varaði við hruninu og íbúðarlánasjóði.
Nú vara þeir okkur við að hækka veiðigjaldið.

Það hlýtur að vera eitthvað til í þessu sem þessir sérfræðingar sem hafa legið yfir þessu í mörg ár hafa að segja.

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Fös 05. Júl 2013 19:50
af lukkuláki
hakkarin skrifaði:
Leviathan skrifaði:Já, það er lágmark að hlusta á hvað fólkið í landinu vill


Og það sem að fólkið í landinu vill (bara svona eins og allir aðrir) er að borga enga skatta.

Ég held að þú fattir ekki af hverju það er heimskulegt að fólk geti kosið um hluti eins og skatta og gjöld. Ef að fólk fengi að gera það þá myndi það bara alltaf kjósa nei við skattahækkunum á sig sjálft og alltaf já við hækkunum á aðra.



Þetta er alls ekki rétt hjá þér það hafa auðvitað verið gerðar kannanir á þessu eins og öllu öðru og fólk vill alveg borga skatta innan sanngirnismarka.

En í staðinn vill fólk fá almennilega þjónustu í heilbrigðisgeiranum, löggæslu, góða vegi og skólagöngu svo eitthvað smáræði sé nefnt.
Það sem fólk vill aftur á móti ekki er að peningunum þeirra sé ráðstafað heimskulega eins og gert hefur verið svo margoft.

Fól hlýtur að gera sér gein fyrir því að ef enginn borgar skatta þá er ekki mögulegt að halda þjóðfélagi gangandi.

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Fös 05. Júl 2013 21:17
af DaRKSTaR
veistu ég vorkenni þeim ekki fyrir fimmaura þó þeir þurfi að greiða þessi gjöld.

hvernig í andskotanum gat þessi útgerð staðið undir sér hérna fyrir hrun þegar dollarinn var í 56 krónum?
núna þegar þeir eru farnir að fá meira en 2x meira fyrir hvert kíló þá skæla þeir yfir að allt sé vonlaust og glatað.

búið að afskrifa svo marga tugi milljarða af þessari útgerð að ég held að hún ætti bara að fara að halda kjafti.

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Fös 05. Júl 2013 22:02
af isr
veistu ég vorkenni þeim ekki fyrir fimmaura þó þeir þurfi að greiða þessi gjöld.

hvernig í andskotanum gat þessi útgerð staðið undir sér hérna fyrir hrun þegar dollarinn var í 56 krónum?
núna þegar þeir eru farnir að fá meira en 2x meira fyrir hvert kíló þá skæla þeir yfir að allt sé vonlaust og glatað.

búið að afskrifa svo marga tugi milljarða af þessari útgerð að ég held að hún ætti bara að fara að halda kjafti.


Það er aðeins lítið brot að fiskafurðum sem eru seld í dollurum,mest allar afurðir greiddar með Evrum. Þegar gengisvísitalan var lág þá voru lánin lág og laun sjómanna líka,svo voru mjög margar úrgerðir sem lögðust af það vita bara fæstir af því.
Vissulega er nokkrar útgerðir sem geta borgað svo hátt veiðigjald,en það eru ennþá fleiri sem geta það engann veginn,ég er sjómaður og fyrrverandi smábátaeigandi þannig að ég veit hver kostnaður er í kringum þetta er. ÉG Þekki mjög marga sem ekki hafa ráð á að borga fleiri milljónir í aflagjöld á ári(fer eftir því hvað aflaheimildir eru miklar,tæpar 50 kr á kíló)margir sem eru í útgerð skrimmta,geta borgað laun, borgað af lánum og kostnað svo lítið sem ekkert situr eftir,eiga svo að borga fleiri milljónir í aflagjöld, gengur ekki upp,útgerðin sem ég er hjá á einn 200 tonna bát og stendur þokkalega,þeir þurfa að borga um 40 millur í aflagjöld og eiga bara í erfileikum með það. Fiskverð tók dýfu í haust lækkaði um 30%, þoskverð fór t.d niður í 150 kr á kíló á vetrarvertíðinni,þá er verið að borga þriðjung til ríkis.
Þegar gjöldin eru hækkuð svona mikið verður að taka mið af hverri útgerð,hvort hún sé að skila hagnaði eða ekki. Ég myndi ekki kæra mig um að borga 10 millur í fjármagnstekjuskatt því gæinn í næsta húsi á svo mikinn pening.

Svo vita það nú fæstir að það hefur verið borgað veiðigjald hér í fjölda ára,tæplega 10 krónur á þorskígildi,um 3 milljarðar á ári.

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Fös 05. Júl 2013 23:10
af Vaski
Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?
Nei, var reynt í Cali og gekk hrikalega. Var ekki fjallað um það í gögnum frá stjórnlagaráði um að það væri almennt ekki talið skynsamlegt að láta kjósa um skatta og gjöld?

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Lau 06. Júl 2013 04:57
af stefhauk
Málið er bara einfalt þeir sem eru með undir 400-500 þús fyrir skatt á mánuði eiga að borga minni skatta en þeir sem eru með yfir 500 þúsund á mánuði þetta skatta þrep 2 er óþolandi!

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Lau 06. Júl 2013 05:10
af ManiO
stefhauk skrifaði:Málið er bara einfalt þeir sem eru með undir 400-500 þús fyrir skatt á mánuði eiga að borga minni skatta en þeir sem eru með yfir 500 þúsund á mánuði þetta skatta þrep 2 er óþolandi!


Þeir sem hafa hærri laun borga hærri skatta, ætti að vera öllum ljóst sem að hafa skilning á prósentum. Hvað varðar að hlutfallið eigi að aukast með auknum launum þá verð ég að vera því ósammála.

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Lau 06. Júl 2013 06:12
af Storm
Sallarólegur skrifaði:OECD varaði við hruninu og íbúðarlánasjóði.
Nú vara þeir okkur við að hækka veiðigjaldið.

Það hlýtur að vera eitthvað til í þessu sem þessir sérfræðingar sem hafa legið yfir þessu í mörg ár hafa að segja.


Er ég sá eini sem vill vita meira? komdu með links!

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Lau 06. Júl 2013 09:32
af machinehead
ManiO skrifaði:
stefhauk skrifaði:Málið er bara einfalt þeir sem eru með undir 400-500 þús fyrir skatt á mánuði eiga að borga minni skatta en þeir sem eru með yfir 500 þúsund á mánuði þetta skatta þrep 2 er óþolandi!


Þeir sem hafa hærri laun borga hærri skatta, ætti að vera öllum ljóst sem að hafa skilning á prósentum. Hvað varðar að hlutfallið eigi að aukast með auknum launum þá verð ég að vera því ósammála.


+1

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Lau 06. Júl 2013 09:39
af Garri
Er sniðugt að hægt sé að kjósa um flokka?

Er einhver ægilegur munur á því að kjósa um flokk sem segist ætla að lækka skatta og að kjósa á móti frumvarpi sem hækkar skatta?

Lýðræði er ekki ókeypis. Það kostar. Og hluti þess kostnaðar er að fólk seti sig inn í allskonar mál. Mennti sig.

Þeir sem setja sig ekki inn í mál en nýta samt atkvæði sitt eru að óvirða þetta og sama lýðræði.

Og já. OECD varaði ekki við öllu þessu bulli sem hér varð og leiddi til hruns. Bólur eins og þær sem hér varð til, urðu líka til út um allt í Evrópu. Írland, Grikkland, Spánn, Ítalía, Portúgal og fleiri og fleiri lönd. Þær bólur urðu til vegna þess að fjármálastofnanir lánuðu mikið magn af peningum í hvað sem var.

Vissulega var og er 90% lán á þeirri línu.

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Lau 06. Júl 2013 10:35
af hallihg
Rökin um að það hafi verið "alþjóðlegt hrun" eru veik vegna þess að hvergi fóru allir bankar landsins á hausinn, ríkið sett á hryðjuverkalista og gjaldmiðill landsins er ekki lengur trade-aður á erlendri grundu. Ég er líka býsna viss um að það sé ekkert annað vestrænt ríki sem þurfti gjaldeyrishöft í kjölfar hrunsins. Þannig þó fyrsti domino kubburinn hafi hugsanlega fallið erlendis að þá er afbrigði kreppunnar hér svo sannarlega séríslensk, en það ætti manni svosem ekki að koma á óvart, því eins og þessar skýrslur allar sýna að þá virðast menn hafa verið svo gott sem eftirlitslausir, þökk sé spilltu embættismannakerfi og vanhæfum stjórnendum, oft pólitískt ráðnir inní eftirlit og stofnanir.

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Lau 06. Júl 2013 11:55
af Garri
hallihg skrifaði:Rökin um að það hafi verið "alþjóðlegt hrun" eru veik vegna þess að hvergi fóru allir bankar landsins á hausinn, ríkið sett á hryðjuverkalista og gjaldmiðill landsins er ekki lengur trade-aður á erlendri grundu. Ég er líka býsna viss um að það sé ekkert annað vestrænt ríki sem þurfti gjaldeyrishöft í kjölfar hrunsins. Þannig þó fyrsti domino kubburinn hafi hugsanlega fallið erlendis að þá er afbrigði kreppunnar hér svo sannarlega séríslensk, en það ætti manni svosem ekki að koma á óvart, því eins og þessar skýrslur allar sýna að þá virðast menn hafa verið svo gott sem eftirlitslausir, þökk sé spilltu embættismannakerfi og vanhæfum stjórnendum, oft pólitískt ráðnir inní eftirlit og stofnanir.

Af tvennu slæmu þá hugsa ég að gróða-hyggjan undir hatti Gordons Gekko og frjálshyggjunnar hafi nú verið megið aflið í því að fór sem fór.

Gulldrengirnir okkar og so videre..

Engin tilviljun að ESB og sérstaklega EMU með Evruna er að keyra á nákvæmlega sömu hugmyndafræði. Hugmyndafræði sem hefur sett fjöldann allan af löndum lóðrétt á hausinn.

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Lau 06. Júl 2013 12:37
af biturk
stefhauk skrifaði:Málið er bara einfalt þeir sem eru með undir 400-500 þús fyrir skatt á mánuði eiga að borga minni skatta en þeir sem eru með yfir 500 þúsund á mánuði þetta skatta þrep 2 er óþolandi!



semsagt ég á skilið að borga meira af því að ég þræla mér meira út til að eignast meiri pening?

skattaþrep er það hálfsvitalegasta sem til er, það á bara að vera einn skattur og allir jafnir, annað er bara bull og vitleysa, menn hafa mismunandi vinnur og stöður og laun og þannig verður það, en að refsa þeim sem að ná langt eða vinna mikið meira er ekki í lagi og ég vona innilega að núverandi ríkisstjórn lagi þetta í eitt skipti fyrir öll

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Lau 06. Júl 2013 12:39
af Garri
biturk skrifaði:
stefhauk skrifaði:Málið er bara einfalt þeir sem eru með undir 400-500 þús fyrir skatt á mánuði eiga að borga minni skatta en þeir sem eru með yfir 500 þúsund á mánuði þetta skatta þrep 2 er óþolandi!



semsagt ég á skilið að borga meira af því að ég þræla mér meira út til að eignast meiri pening?

skattaþrep er það hálfsvitalegasta sem til er, það á bara að vera einn skattur og allir jafnir, annað er bara bull og vitleysa, menn hafa mismunandi vinnur og stöður og laun og þannig verður það, en að refsa þeim sem að ná langt eða vinna mikið meira er ekki í lagi og ég vona innilega að núverandi ríkisstjórn lagi þetta í eitt skipti fyrir öll

Látum alla borga jafn mikið í skatta, það er, í krónum talið.

Hver ætli meðal upphæðin verði?

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Lau 06. Júl 2013 13:50
af biturk
Garri skrifaði:
biturk skrifaði:
stefhauk skrifaði:Málið er bara einfalt þeir sem eru með undir 400-500 þús fyrir skatt á mánuði eiga að borga minni skatta en þeir sem eru með yfir 500 þúsund á mánuði þetta skatta þrep 2 er óþolandi!



semsagt ég á skilið að borga meira af því að ég þræla mér meira út til að eignast meiri pening?

skattaþrep er það hálfsvitalegasta sem til er, það á bara að vera einn skattur og allir jafnir, annað er bara bull og vitleysa, menn hafa mismunandi vinnur og stöður og laun og þannig verður það, en að refsa þeim sem að ná langt eða vinna mikið meira er ekki í lagi og ég vona innilega að núverandi ríkisstjórn lagi þetta í eitt skipti fyrir öll

Látum alla borga jafn mikið í skatta, það er, í krónum talið.

Hver ætli meðal upphæðin verði?



nei ekki þannig, heldur ein prósenta af laununum, eitthvað í kringum 37%

það er sanngjarn skattur því þá borga allir sama hlutfall af sínum launum en færast ekki upp um flokka bara fyrir að leggja meira á sig

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Lau 06. Júl 2013 14:54
af Bjosep
biturk skrifaði:
Garri skrifaði:
biturk skrifaði:
stefhauk skrifaði:Málið er bara einfalt þeir sem eru með undir 400-500 þús fyrir skatt á mánuði eiga að borga minni skatta en þeir sem eru með yfir 500 þúsund á mánuði þetta skatta þrep 2 er óþolandi!



semsagt ég á skilið að borga meira af því að ég þræla mér meira út til að eignast meiri pening?

skattaþrep er það hálfsvitalegasta sem til er, það á bara að vera einn skattur og allir jafnir, annað er bara bull og vitleysa, menn hafa mismunandi vinnur og stöður og laun og þannig verður það, en að refsa þeim sem að ná langt eða vinna mikið meira er ekki í lagi og ég vona innilega að núverandi ríkisstjórn lagi þetta í eitt skipti fyrir öll

Látum alla borga jafn mikið í skatta, það er, í krónum talið.

Hver ætli meðal upphæðin verði?



nei ekki þannig, heldur ein prósenta af laununum, eitthvað í kringum 37%

það er sanngjarn skattur því þá borga allir sama hlutfall af sínum launum en færast ekki upp um flokka bara fyrir að leggja meira á sig


Ekki gleyma skattleysismörkum/frítekjumarki

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Lau 06. Júl 2013 18:22
af hakkarin
Bjosep skrifaði:
biturk skrifaði:
Garri skrifaði:
biturk skrifaði:
stefhauk skrifaði:Málið er bara einfalt þeir sem eru með undir 400-500 þús fyrir skatt á mánuði eiga að borga minni skatta en þeir sem eru með yfir 500 þúsund á mánuði þetta skatta þrep 2 er óþolandi!



semsagt ég á skilið að borga meira af því að ég þræla mér meira út til að eignast meiri pening?

skattaþrep er það hálfsvitalegasta sem til er, það á bara að vera einn skattur og allir jafnir, annað er bara bull og vitleysa, menn hafa mismunandi vinnur og stöður og laun og þannig verður það, en að refsa þeim sem að ná langt eða vinna mikið meira er ekki í lagi og ég vona innilega að núverandi ríkisstjórn lagi þetta í eitt skipti fyrir öll

Látum alla borga jafn mikið í skatta, það er, í krónum talið.

Hver ætli meðal upphæðin verði?



nei ekki þannig, heldur ein prósenta af laununum, eitthvað í kringum 37%

það er sanngjarn skattur því þá borga allir sama hlutfall af sínum launum en færast ekki upp um flokka bara fyrir að leggja meira á sig


Ekki gleyma skattleysismörkum/frítekjumarki


Ekki heldur gleyma öllum sköttunum fyrir utan tekjuskattinn. Þótt að tekjuskatturinn sé ekki svo hár fyrir venjulegt fólk að þá fer penningurinn bara í aðra skatta sem að vinstristjórnin kaffærði þjóðinni í.

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Sun 07. Júl 2013 04:51
af stefhauk
hakkarin skrifaði:
Bjosep skrifaði:
biturk skrifaði:
Garri skrifaði:
biturk skrifaði:
stefhauk skrifaði:Málið er bara einfalt þeir sem eru með undir 400-500 þús fyrir skatt á mánuði eiga að borga minni skatta en þeir sem eru með yfir 500 þúsund á mánuði þetta skatta þrep 2 er óþolandi!



semsagt ég á skilið að borga meira af því að ég þræla mér meira út til að eignast meiri pening?

skattaþrep er það hálfsvitalegasta sem til er, það á bara að vera einn skattur og allir jafnir, annað er bara bull og vitleysa, menn hafa mismunandi vinnur og stöður og laun og þannig verður það, en að refsa þeim sem að ná langt eða vinna mikið meira er ekki í lagi og ég vona innilega að núverandi ríkisstjórn lagi þetta í eitt skipti fyrir öll

Látum alla borga jafn mikið í skatta, það er, í krónum talið.

Hver ætli meðal upphæðin verði?



nei ekki þannig, heldur ein prósenta af laununum, eitthvað í kringum 37%

það er sanngjarn skattur því þá borga allir sama hlutfall af sínum launum en færast ekki upp um flokka bara fyrir að leggja meira á sig


Ekki gleyma skattleysismörkum/frítekjumarki


Ekki heldur gleyma öllum sköttunum fyrir utan tekjuskattinn. Þótt að tekjuskatturinn sé ekki svo hár fyrir venjulegt fólk að þá fer penningurinn bara í aðra skatta sem að vinstristjórnin kaffærði þjóðinni í.


Vinstri stjórnin kaffærði þjóðina í þessu jájá enn var það ekki hægri stjórninni að kenna að það þurfti að fara þessa leið ?
jújú auðvitað er það ekki sanngjarnt að sá maður sem leggur mikið á sig eigi að borga meiri skatta líta má að málið þannig maður sem er í stjórn í einhverju fyrirtæki fær flott laun fyrir venjulega vinnu en svo er maður sem þrælar sig út með mikilli yfirvinnu eiga þessir menn að borga sama skatt ?

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Sun 07. Júl 2013 08:53
af biturk
Já, ábyrgð er líka erfiði, af hverju helduru að verkstjórar séu með hærri laun en undirmenn?

Það var ekki nauðsynlegt að hækka alla skatta sem þeim hafðu dreimt um í mörg ár, hrunið var yfirskyn hjá þeim

Eins og til dæmis eldsneiti, áfengi, tóbak, matvæli og margt fleira sem hyskið hækkaði

Hversu margir ætli hafi farið í efnahagslegt gjaldþrot eftir þessa frábæru ríkisatjórn með allar sínar hækkanir sem bitnuðu mest á láglauna og millistétt

sent úr s2

Re: Er sniðugt að hægt sé að kjósa um skatta og gjöld?

Sent: Sun 07. Júl 2013 09:42
af tveirmetrar
biturk skrifaði:
Eins og til dæmis eldsneiti, áfengi, tóbak, matvæli og margt fleira sem hyskið hækkaði

Hversu margir ætli hafi farið í efnahagslegt gjaldþrot eftir þessa frábæru ríkisatjórn með allar sínar hækkanir sem bitnuðu mest á láglauna og millistétt


Finnst fyndið að þú sért að reyna verja láglauna og millistéttarfólkið en ert svo á móti skattaþrepi sem er gert til að vega upp á móti yfirburða stöðu sem myndast við við að eiga ákveðið mikið fjármagn og hjálpa láglauna og millistéttarfólki.