550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf hakkarin » Fim 04. Júl 2013 16:33

Eins og ég tók fram á pókerþráðinum þá þjáist ég af örorku og þarf því að taka við penningum af ríkinu :(

Núna ætla ég ekki að halda því fram að ég þjáist af verstu örorku í heimi (ég geri það ekki), eða að það kosti ekkert að reka velferðarkerfi. Ég skil það alveg að hlutinir kosti.

EN samt finnst mér að það eigi að forgangsraða!

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... milljonir/

Á sama tíma og það vantar penninga (tekjunar sem ég fæ frá ríkinu eru svona 160 þús á mán sirka) til að hjálpa öryrkjum meira er penning eytt í eitthvað svona í staðinn.

Ef að við gerum ráð fyrir því að lágmarkslaun séu 200 þús á mán (held reyndar að þau séu svona 204 þús, en whatever) þá væri hægt að nota þenna sama penning til þess að hafa 2750 einstaklinga á fullum lágmarkslaunum á kostnað ríkisins!

Af hverju eru þessir penningar ekki notaðir til þess að hjálpa fólki eins og öryrkjum í staðinn?
Síðast breytt af hakkarin á Fim 04. Júl 2013 16:40, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljarðar: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf dori » Fim 04. Júl 2013 16:38

Þú margfaldaðir með 1000 í titlinum. Öryrkjar/velferðarkerfi kostar muuuuuuuuuun meira en 550 milljónir (á ári/mánuði/örugglega viku).

M.v. þetta þá eru fjárlög velferðarráðuneytis 240 milljarðar á ári (4,6 milljarðar á viku). Það er augljóslega ekki allt í öryrkja, hugsanlega hælisleitendur líka. En þú þarft að hafa í huga stóru myndina. Þetta er kannski ekki svo gríðarlegur peningur ef þú skoðar þetta með öðru hugarfari en því hvað það kostar þig að kaupa í matinn á mánuði.
Síðast breytt af dori á Fim 04. Júl 2013 16:43, breytt samtals 1 sinni.




Padrone
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Þri 16. Mar 2010 08:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljarðar: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf Padrone » Fim 04. Júl 2013 16:38

politics man !


(veit að það sukkar)


AMD 250 Regor - GA-MA770-UD3 - ATI HD5850 - 8GB 800 MHz - 500GB Seagate - Win7-HP
*Hef ekkert á móti neinni verslun, versla bara ekki við fífl

Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljarðar: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf hakkarin » Fim 04. Júl 2013 16:43

dori skrifaði:Þú margfaldaðir með 1000 í titlinum. Öryrkjar/velferðarkerfi kostar muuuuuuuuuun meira en 550 milljónir (á ári/mánuði/örugglega viku).


Úps meinti milljónir ekki milljaðra. Er búinn að edita titilinn.

Það má vel vera að heildarkostnaðurinn við ALLT heilbryggðiskerfið og velferðarkerfið sé meira, en það er ekki eins og að þetta sé eitthver ómerkilegur penningur. Þú verður að gera þér grein fyrir því að öryrkjar eru bara einn hluti af þeim hópi sem að nota velferðarkerfið, og því myndu 550 milljónir líklega ekki breyta littlu fyrir þennan hóp.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf Gúrú » Fim 04. Júl 2013 16:48

hakkarin skrifaði:EN samt finnst mér að það eigi að forgangsraða!


Að þú fáir meiri pening til að t.d. spila póker frekar en að einhver sem að er í lífsháska í heimalandi sínu af pólitískum ástæðum geti fengið hraða og góða meðferð sinna mála hér á landi?


Modus ponens

Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf Yawnk » Fim 04. Júl 2013 16:51

Gúrú skrifaði:
hakkarin skrifaði:EN samt finnst mér að það eigi að forgangsraða!


Að þú fáir meiri pening til að t.d. spila póker frekar en að einhver sem að er í lífsháska í heimalandi sínu af pólitískum ástæðum geti fengið hraða og góða meðferð sinna mála hér á landi?

Viltu semsagt frekar að það sé betur hugsað um hælisleitendur hér á landi heldur en íbúanna sjálfa? :-k

Gúru, ert þú öryrki? veist þú hvernig er að lifa á 160 þúsund á mánuði?




Skari
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf Skari » Fim 04. Júl 2013 16:58

Ég er sammála þér að það eigi að forgangsraða eigum við semsagt að loka okkur alveg að og hjálpa engum svo öryrirkjar gætu fengið meiri pening?
Finnst dáldið ósanngjart að þú takir þetta fram en ekki t.d. óþarfa bruðl, var nú minnig mig í DV í byrjun þessarar viku að við erum að borga milljónir ofan á milljónir í laun fyrir
sendiráðsherra í Þýskalandi og svo býr hann í húsi sem er metið á 1.5 milljarð og með allskonar fríðindi..

Af hverju taka óþarfa bruðl í gegn í stað að hjálpa fólki sem er miklu verra stadd en við?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf dori » Fim 04. Júl 2013 16:59

Þið þurfið að átta ykkur á skalanum. Það eru (skv. bestu tölum sem ég fann) um 15 þúsund manns öryrkjar á Íslandi. Það er auðvelt reiknidæmi að sjá hvað 550 milljónir myndu hækka örorkubætur á mann ef því væri dreift yfir heildina.

Hérna er skýrsla sem fjallar m.a. um útgjöld vegna öryrkja (reyndar frá Tryggva Þór, veit ekki hversu vel maður treystir þeim manni...) http://www.velferdarraduneyti.is/media/ ... dingar.pdf

Þar kemur fram að útgjöld vegna örorkulífeyris árið 2004 voru yfir 10ma kr. og sú tala hefur sýst af öllu lækkað.

Óháð því öllu þá er ég á því að það þurfi virkilega að gera átak í að stytta úrvinnslutíma umsókna um hæli, það er hrikalegt að láta fólk bíða eftir svari jafn lengi og gert er í dag.



Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf FriðrikH » Fim 04. Júl 2013 17:27

Eins ömurlegt og leiðinlegt og það er þá er mjög hættulegt að hækka örorkubætur mikið einfaldlega vegna þess að þá er eftirspurn eftir því að vera á örorku frekar en að vinna láglaunastarf.
Ég þekki þetta af eigin raun, konan mín vann á leikskóla og var meira að segja í hærri kantinum launalega séð þar. Engu að síður voru nokkur hjón þarna sem voru bæði öryrkjar og þau voru bæði (hvort fyrir sig) með mun hærri bætur heldur en konan mín var með í laun, þrátt fyrir að vera starfsmaður með háskólagráðu á uppeldissviði. Ófaglærða starfsfólkið var svo með enn verri laun.
Mér finnst ekki réttlætanlegt að hækka bætur á meðan fólk í fullu starfi er oft með lægri tekjur.
BTW, þá veit ég að flestir öryrkjar velja það alls ekki að vera öryrkjar og mundu að sjálfsögðu frekar kjósa fulla heilsu og að geta unnið fulla vinnu. Hinsvegar er kerfið því miður það gallað að það er ekki stórmál fyrir fullfríska manneskju að fá örorkumat, við atvinnuleysi fjölgar öryrkjum í þessum flokki. Best væri náttúrulega að taka þetta bótakerfi í gegn þannig að fólk sem á möguleika á því að vinna færi í mikið meiri einstaklingsmiðaða starfsendurhæfingu frekar en að fá bara ávísun í póstinum mánaðarlega.

Gerum okkur þó grein fyrir því að það er alls ekki verið að gera betur við hælisleitendur heldur en öryrkja. Þeir búa á einhverju skítagistiheimili í reykjanesbæ þar sem að tilraunir til sjálfsvíga eru algengastar á öllu landinu. Mikið af þessu fólki hefur gengið í gegn um hluti sem við varla getum gert okkur í hugarlund. Mér finnst sjálfsagt að setja peninga í þennan málaflokk, best væri að bæta svolítið í, þannig væri hægt að spara til langs tíma. Ef það er hægt að afgreiða umsóknirnar fljótar, þá þarf ekki að hafa fólk á framfæri ríkisins í jafn langan tíma.




Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf Tesli » Fim 04. Júl 2013 18:33

Það má hækka örorkubætur en þá á móti á að sigta út svona helminginn af þeim sem teljast öryrkjar í dag. Það eru svo margir sem eru á fullum örorkubætum en eru stálhraustir einstaklingar. Eins og kerfið er í dag er minnsta málið að komast inn á öryrkjabæturnar ef manni langar til.



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf Xovius » Fim 04. Júl 2013 18:53

Finnst þetta frekar léleg rök svosem því að það er ýmislegt annað dýrara sem ég væri mikið frekar til í að láta skera niður. Þetta er óveruleg upphæð sem á alveg rétt á sér. Ýmsir aðrir staðir þar sem hægt væri að taka pening til að dæla inní heilbrigðiskerfið. Til dæmis mætti auka eftirlitið með því hverjir fara á örorkubætur og vinna frekar að endurhæfingu, þannig myndu þeir peningar geta nýst í hærri bætur fyrir þá sem í raun og veru þurfa á þeim að halda.



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 833
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 141
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf Hrotti » Fim 04. Júl 2013 19:14

laemingi skrifaði:Það má hækka örorkubætur en þá á móti á að sigta út svona helminginn af þeim sem teljast öryrkjar í dag. Það eru svo margir sem eru á fullum örorkubætum en eru stálhraustir einstaklingar. Eins og kerfið er í dag er minnsta málið að komast inn á öryrkjabæturnar ef manni langar til.



Það sem að hann sagði!!!


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf Stuffz » Fim 04. Júl 2013 19:50

Ég segi nú bara sem betur fer erum við ekki svo illa stödd að gera þarf upp á milli hvaða mannréttindi á að virða og hver ekki.

en talandi um hælisleitendur, getur ekki eitthver boðið þessum Snowden vinnu í fiski hérlendis, það þýddi allavegana eitt meira pláss laust á vistheimili fyrir hælisleitendur og þar af leiðandi vonandi minni fjárútlát í greinaflokkinum :D


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


paze
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Mán 31. Okt 2011 18:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf paze » Fim 04. Júl 2013 20:07

Hælisleitendurnir sjálfir eru örugglega mjög fínt fólk, en börnin þeirra (2. kynslóð) læra enga íslensku, halda sig saman í hópum, brú byrjar að myndast milli þeirra og íslendinga, enda sem glæpamenn og þetta verður risastórt samfélagslegt mein eins og alls staðar annars staðar þar sem lönd hafa tekið við flóttamönnum í tonnatali.

Skil ekki af hverju fólk er svona heiladautt á þessu landi, að geta ekki bara horft til nágrannalanda. Ef vinur minn stekkur niður 20 metra af húsþaki og steindrepst, þá amk. hef ég vit til þess að stökkva ekki á eftir honum.



Skjámynd

Sveinn
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Sun 07. Sep 2003 20:04
Reputation: 4
Staðsetning: Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf Sveinn » Fim 04. Júl 2013 20:33

Sammála því sem var sagt hérna að það mætti hækka örorkubætur en það ÞARF að sigta út fólkið sem er á bótum bara því það nennir ekki að vinna (og með þeim orðum, líka hjá þeim sem eru á atvinnuleysisbótum). Alltof margir sem eru að nýta sér þetta meðan aðrir vinna hörðum höndum.




Skari
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf Skari » Fim 04. Júl 2013 20:40

paze skrifaði:Hælisleitendurnir sjálfir eru örugglega mjög fínt fólk, en börnin þeirra (2. kynslóð) læra enga íslensku, halda sig saman í hópum, brú byrjar að myndast milli þeirra og íslendinga, enda sem glæpamenn og þetta verður risastórt samfélagslegt mein eins og alls staðar annars staðar þar sem lönd hafa tekið við flóttamönnum í tonnatali.

Skil ekki af hverju fólk er svona heiladautt á þessu landi, að geta ekki bara horft til nágrannalanda. Ef vinur minn stekkur niður 20 metra af húsþaki og steindrepst, þá amk. hef ég vit til þess að stökkva ekki á eftir honum.


Þú ert greinilega með allt þetta á hreinu.. verð að viðurkenna þó að ég hef ekki verið að fylgjast með umfjöllum um hælisleitendur en finnst þér þetta ekki vera dáldið fordómafullt hjá þér?




Vaski
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Reputation: 12
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf Vaski » Fim 04. Júl 2013 20:45

paze skrifaði:Hælisleitendurnir sjálfir eru örugglega mjög fínt fólk, en börnin þeirra (2. kynslóð) læra enga íslensku, bla bla bla bla ...


Þú veist það vonandi að það eru örfáir hælisleitendur á Íslandi, eða hvað? Ert þú ekki að rugla saman innflytjenda og hælisleitanda? Ég get ekki ímyndað mér að börn hælisleitanda geti myndað klíku á Íslandi, þau eru einfaldlega allt allt of fá til þess.



Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf hakkarin » Fim 04. Júl 2013 20:52

Skari skrifaði:
paze skrifaði:Hælisleitendurnir sjálfir eru örugglega mjög fínt fólk, en börnin þeirra (2. kynslóð) læra enga íslensku, halda sig saman í hópum, brú byrjar að myndast milli þeirra og íslendinga, enda sem glæpamenn og þetta verður risastórt samfélagslegt mein eins og alls staðar annars staðar þar sem lönd hafa tekið við flóttamönnum í tonnatali.

Skil ekki af hverju fólk er svona heiladautt á þessu landi, að geta ekki bara horft til nágrannalanda. Ef vinur minn stekkur niður 20 metra af húsþaki og steindrepst, þá amk. hef ég vit til þess að stökkva ekki á eftir honum.


Þú ert greinilega með allt þetta á hreinu.. verð að viðurkenna þó að ég hef ekki verið að fylgjast með umfjöllum um hælisleitendur en finnst þér þetta ekki vera dáldið fordómafullt hjá þér?


Held að flestir séu hættir að taka þetta tal um fordóma alvarlega. Það virðist í rauninni vera óskráð regla að allir sem að gagnrýna eitthvað sem varðar innflytjendastefnur yfir höfuð eru stimplaðir rasistar eða eitthvað annað álíka.

Ég er alveg sammála Paze. Mér finnst að fjölmenningin sé misheppnuð tilraun. Þá er ekki eins og sú skoðun sé ekki útbreidd, þar sem að þjóðarleiðtogar eins og til dæmis Angela Merkel frá Þýskalandi og fyrverandi forseti Frakklands hafa báðir lýst því yfir að fjölmenningin hafi mistekist í heimalöndum þeirra.

Held þú að það sé tilviljun að svona flokkar eru að fá meira og meira af fylgi um Evrópu?: http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/0 ... staerstur/

Fjölmenningarstefnan er vindur sem að hefur blásið yfir vesturheiminn um hríð, en ég held að hann sé á útleið.




paze
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Mán 31. Okt 2011 18:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf paze » Fim 04. Júl 2013 21:04

Skari skrifaði:
paze skrifaði:Hælisleitendurnir sjálfir eru örugglega mjög fínt fólk, en börnin þeirra (2. kynslóð) læra enga íslensku, halda sig saman í hópum, brú byrjar að myndast milli þeirra og íslendinga, enda sem glæpamenn og þetta verður risastórt samfélagslegt mein eins og alls staðar annars staðar þar sem lönd hafa tekið við flóttamönnum í tonnatali.

Skil ekki af hverju fólk er svona heiladautt á þessu landi, að geta ekki bara horft til nágrannalanda. Ef vinur minn stekkur niður 20 metra af húsþaki og steindrepst, þá amk. hef ég vit til þess að stökkva ekki á eftir honum.


Þú ert greinilega með allt þetta á hreinu.. verð að viðurkenna þó að ég hef ekki verið að fylgjast með umfjöllum um hælisleitendur en finnst þér þetta ekki vera dáldið fordómafullt hjá þér?


Nei. Ég er dauðleiður á því að vera kallaður fordómafullur rasisti. Ég byggi mitt mál á tölum og staðreyndum. Í raun er ég að taka vísindalega nálgun að spurningunni. Aðrir sjá bara "rasismi" og taka ekki mark á neinu sem ég segi, sama hversu gilt málið kann að vera.

Þú veist það vonandi að það eru örfáir hælisleitendur á Íslandi, eða hvað? Ert þú ekki að rugla saman innflytjenda og hælisleitanda? Ég get ekki ímyndað mér að börn hælisleitanda geti myndað klíku á Íslandi, þau eru einfaldlega allt allt of fá til þess.


Ég á ekki bara við hælisleitendur heldur allt multi-culti batteríið í heild sinni. T.d. að leyfa tonn af litháum og pólverjum að koma og vinna á Íslandi og vera hér til frambúðar. Þetta fólk er yndislegt og mjög duglegt, duglegara en flestir íslendingar jafnvel. Heiðarlegir líka. En vandamálið sprettur upp þegar börn þeirra eru alin upp á Íslandi sem pólverjar og þessi brú byrjar að myndast. Það hefur alltaf gerst aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og....

Þess vegna bara get ég ekki skilið sumt fólk. Það vilja allir hafa skoðanir á hlutum en það eru ekki allir tilbúnir til þess að rýna í þá hluti sem þessar skoðanir byggja á. Ef maður rýnir í þetta mál með opnum hug, þá kemst maður einfaldlega að því að við verðum að finna aðra lausn heldur en fjölmenningarstefnu. Ég er ekki með lausnina en ég er tilbúinn til þess að vinna að henni þar sem ég vill stuðla að mannréttindum en þó ekki á minn kostnað né barnana minna.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf Gúrú » Fim 04. Júl 2013 21:33

Yawnk skrifaði:Gúru, ert þú öryrki? veist þú hvernig er að lifa á 160 þúsund á mánuði?


Nei og já svosem.

Yawnk skrifaði:Viltu semsagt frekar að það sé betur hugsað um hælisleitendur hér á landi heldur en íbúanna sjálfa? :-k


Ég vil ekki að við hættum bara að sinna hælisleitendum þangað til að allir öryrkjar eru fullkomnlega sáttir.

Þetta er allt bara huglægt mat hvers og eins hversu miklu á að vera eitt í hvað, eins og með allt tengt almannafjármunum.

paze skrifaði:Nei. Ég er dauðleiður á því að vera kallaður fordómafullur rasisti. Ég byggi mitt mál á tölum og staðreyndum. Í raun er ég að taka vísindalega nálgun að spurningunni. Aðrir sjá bara "rasismi" og taka ekki mark á neinu sem ég segi, sama hversu gilt málið kann að vera.


Verst að þar sem að þú ert mjög fordómafullur og alhæfandi og fólki frjálst að benda á það þá verðurðu dauðleiður lengi vel.

börnin þeirra [hælisleitenda] (2. kynslóð) læra enga íslensku, halda sig saman í hópum, brú byrjar að myndast milli þeirra og íslendinga, enda sem glæpamenn og þetta verður risastórt samfélagslegt mein


Þetta er t.d. fáránlega sagt. Ég þekki/veit af 5 strákum sem komu hingað eftir að annars vegar faðir nokkra þeirra var myrtur (hershöfðingi sem vildi ekki taka þátt í spillingu) og
hins vegar foreldrar hinna myrtir.
Þessir strákar eru mjög fínir, tala betri íslensku en þú, eiga fullt af (íslenskum, fyrst það skiptir öllu máli fyrir þér) vinum og fremja enga glæpi.
Þú ert asni að segja svona hluti.


Modus ponens


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf capteinninn » Fim 04. Júl 2013 22:02

Stuffz skrifaði:Ég segi nú bara sem betur fer erum við ekki svo illa stödd að gera þarf upp á milli hvaða mannréttindi á að virða og hver ekki.

en talandi um hælisleitendur, getur ekki eitthver boðið þessum Snowden vinnu í fiski hérlendis, það þýddi allavegana eitt meira pláss laust á vistheimili fyrir hælisleitendur og þar af leiðandi vonandi minni fjárútlát í greinaflokkinum :D


Ráða hann við netvarnarsveit íslands eða hvað hún hét nú til að gefa BNA sem lengstan millifingur




paze
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Mán 31. Okt 2011 18:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf paze » Fim 04. Júl 2013 22:03

Gúrú skrifaði:
Yawnk skrifaði:Gúru, ert þú öryrki? veist þú hvernig er að lifa á 160 þúsund á mánuði?


Nei og já svosem.

Yawnk skrifaði:Viltu semsagt frekar að það sé betur hugsað um hælisleitendur hér á landi heldur en íbúanna sjálfa? :-k


Ég vil ekki að við hættum bara að sinna hælisleitendum þangað til að allir öryrkjar eru fullkomnlega sáttir.

Þetta er allt bara huglægt mat hvers og eins hversu miklu á að vera eitt í hvað, eins og með allt tengt almannafjármunum.

paze skrifaði:Nei. Ég er dauðleiður á því að vera kallaður fordómafullur rasisti. Ég byggi mitt mál á tölum og staðreyndum. Í raun er ég að taka vísindalega nálgun að spurningunni. Aðrir sjá bara "rasismi" og taka ekki mark á neinu sem ég segi, sama hversu gilt málið kann að vera.


Verst að þar sem að þú ert mjög fordómafullur og alhæfandi og fólki frjálst að benda á það þá verðurðu dauðleiður lengi vel.

börnin þeirra [hælisleitenda] (2. kynslóð) læra enga íslensku, halda sig saman í hópum, brú byrjar að myndast milli þeirra og íslendinga, enda sem glæpamenn og þetta verður risastórt samfélagslegt mein


Þetta er t.d. fáránlega sagt. Ég þekki/veit af 5 strákum sem komu hingað eftir að annars vegar faðir nokkra þeirra var myrtur (hershöfðingi sem vildi ekki taka þátt í spillingu) og
hins vegar foreldrar hinna myrtir.
Þessir strákar eru mjög fínir, tala betri íslensku en þú, eiga fullt af (íslenskum, fyrst það skiptir öllu máli fyrir þér) vinum og fremja enga glæpi.
Þú ert asni að segja svona hluti.


"Ég þekki 5 gæja sem..."

lol.




DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf DabbiGj » Fim 04. Júl 2013 22:24

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... milljonir/

held að orku ykkar sé betur varið en að ræða ríkisfjármál



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf Gúrú » Fim 04. Júl 2013 22:39

paze skrifaði:"Ég þekki 5 gæja sem..."
lol.


ELEOLEOELEOLOLOLOL

Hvað? Ég var í grunnskóla með 2 af þremur bræðrunum og vinur minn með hinum tveimur.
Ég ætla ekki að fara að nefna þá á nafn eða gefa slóðir á Facebookin þeirra - ef þeir vilja taka þátt í þessari umræðu og
tala við mann sem er mjög fordómafullur í þeirra garð þá mega þeir gera það á sínum forsendum.


Modus ponens


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: 550 milljónir: Öryrkjar VS "hælisleitendur"

Pósturaf Bjosep » Fim 04. Júl 2013 22:44

laemingi skrifaði:Það má hækka örorkubætur en þá á móti á að sigta út svona helminginn af þeim sem teljast öryrkjar í dag. Það eru svo margir sem eru á fullum örorkubætum en eru stálhraustir einstaklingar. Eins og kerfið er í dag er minnsta málið að komast inn á öryrkjabæturnar ef manni langar til.


Nú má kannski til gamans geta að margir af þeim sem þú telur vera stálhrausta geta verið með einhvern "ósýnilegan" sjúkdóm og eru þess vegna metnir á örorku þess vegna.

Ég veit hins vegar um dæmi af einhentum manni sem var í mati og læknirinn var mjög tregur til þess að samþykkja það að honum væri ómögulegt að lyfta kössum upp í hillur.