Hnífasaga..

Allt utan efnis

Höfundur
SneezeGuard
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Mið 14. Mar 2012 20:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hnífasaga..

Pósturaf SneezeGuard » Þri 02. Júl 2013 08:03

Afsakið fyrirfram fyrir Wall of Text, en vonandi ágætis saga. Smá langt en vonandi nennir einhver að lesa.

*Eftir að hafa pælt í stafsetningavillum, taldi ég að hnífur ætti að stafast sem knífur, að einhverju leiti, og þess vegna er það þannig í gegn um þessa grein.. jamm, ég er dáltið heimskur..

Ég fór til Kanada rétt eftir aldamót, 18 ára gamall. Rakst þar á alveg eitursvalann kníf til sölu á svona 4 þús kall, svona svipaður þessum hérna http://www.absolutelyneeded.com/wp-content/uploads/2012/06/Fantasy-Master-Draco-Twin-600x600.jpg, nema með viðar wall-mount platta. Algerlega bitlaus, en það var oddur á honum. Ég vissi svo sem ekkert um vopnalögin eða þannig, en tók sénsinn á að koma honum inn í landið, þar sem ég var/er voða saklaus drengur.

Ég lendi í keflavík og þegar kemur að tollinum, vel ég línuna sem segir að ég hafi eitthvað til að tilkynna (reyni ekki að smygla honum inn fyrst.) Þar tekur á móti mér kona og spyr hvað ég vilji tilkynna. Ég segji henni að ég hafi keypt kníf, sýnisgrip og vildi athuga hvernig væri með að koma með svoleiðis inní landið.

Hún spyr voða hissa: "Kníf?, ertu með kníf í töskunni?" Já, segji ég, og endurtek það sem ég sagði á undan. Hún bað um að fá að sjá gripinn og ég opna töskuna og þar situr hann efst, í öskju með mynd af knífnum, á plattanum. Hún er eitthvað voða hissa, tekur kassann til einhvers yfirmanns þarna, og sendir mig svo inná skrifstofu til hans.

Þar spyr hann mig um nokkurnvegin það sama, til að fá allt á hreint, og segjir svo að hann hafi aldrei lent í því að einhver tilkynni svona án þess að reyna að smygla þessu í gegn fyrst. Segjir einmitt líka að ég geri ekkert ólöglegt því ég kem með þetta beint til þeirra.

Eeeeeen blaðið var vist yfir (man ekki, 10 eða 14cm, eitthvað svoleiðis) svo ég má ekki fara með hann í gegn. Ég spyr hvort það sé ekki eitthvað hægt að gera, skrá hann á vopnaleyfið hjá fósturföður mínum eða eitthvað, og hann ákveður að senda hann til sýslumanns eða lögreglustjóra (man ekki/veit ekki) míns bæjarfélags og láta þá útkljá þetta. Flott er, hugsa ég. Lítið bæjarfélag, og þeir ættu nú að vita að ég er enginn vandræðagemsi, svo vonandi fæ ég að hafa þetta upp á vegg inní herbergi.

Fast forward svona viku, þá fer ég á eina bensínstöðina heima og einn starfsmaðurinn þar spyr mig hvort ég hafi verið að kaupa kníf. "Ha?" segji ég. Jújú, þá höfðu þeir að sunnan sent knífinn út á land, í öskjunni með mynd af honum, merktan sýslu/löggu, MEÐ MÍNU NAFNI Á LÍKA, MEÐ RÚTU!!!

Hvað er í gangi?


Don't ask me.. Allavega hann kemur til þeirra, þeir skoða þetta og fósturpabbi minn fer til þeirra og athugar hvað þeir ætla að gera. Þeir segja við hann að þó þetta sé klárlega sýningargripur (mjög ýktur knífur) þá er samt hægt að ógna með honum, þannig að ég fékk ekki að halda honum..

Ég íhugaði fara með þetta í fjölmiðla á sínum tíma, aðallega út af því hvernig þeim datt eiginlega í hug að senda þetta með rútu, í kassa með mynd að því sem var inní kassanum, merkt mínu nafni en samt mátti ég ekki labba með þetta inní landið, en ég nennti ekki að standa í því.

TL:DR: Taktu þér 3 mín til að lesa söguna..

*Breytti titlinum frá "Talandi um Sverð.." þar sem það er villandi titill. Fyrri innlegg einfaldlega minnti mig á þessa sögu.
Síðast breytt af SneezeGuard á Þri 02. Júl 2013 09:53, breytt samtals 3 sinnum.



Skjámynd

cure
Geek
Póstar: 886
Skráði sig: Fim 11. Mar 2010 23:42
Reputation: 3
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Talandi um sverð..

Pósturaf cure » Þri 02. Júl 2013 08:07

:happy hehe flott KNÍFA saga :)




Höfundur
SneezeGuard
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Mið 14. Mar 2012 20:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Talandi um sverð..

Pósturaf SneezeGuard » Þri 02. Júl 2013 08:12

Sverð er bara langur knífur, ekki rétt? hehe, varð að tengja þetta við sverðin, annars hefði enginn nennt að lesa þessa lönguvitleysu :)



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Talandi um sverð..

Pósturaf lukkuláki » Þri 02. Júl 2013 08:34

Þetta er eitt af því sem mér finnst frekar heimskulegt við yfirvaldið .... næst þegar þig langar í svona hníf hvað muntu gera ?
Þú ferð væntanlega EKKI og tilkynnir um hann heldur labbar með hann í gegn. (smyglar honum inn)
Auðvitað á bara að skrá þetta.

Ég meina þetta er augljóslega sýningargripur, festur á platta og allt.

Það er ekki rangt hjá yfirvaldinu að það er alveg hægt að ógna með svona hníf en það er líka hægt að ógna með sporjárni, kúbeini, sprautunál, öxi ... og jafnvel spreybrúsa eins og gerðist í fyrra.
http://www.ruv.is/frett/ognadi-starfsfolki-med-udabrusa


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


Höfundur
SneezeGuard
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Mið 14. Mar 2012 20:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Talandi um sverð..

Pósturaf SneezeGuard » Þri 02. Júl 2013 08:50

Ég man einmitt eftir því að furða mig á þessum ógnunar dómi. ég get þess vegna ógnað manni með golfkylfu.. ekki mikið verra að fá hafnarboltakylfu í hnakkann en að fá 9 járn (lengra skaft, væntanlegra verra?) ætti þá að banna þær?



Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1251
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 68
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Knífasaga..

Pósturaf demaNtur » Þri 02. Júl 2013 09:42

Hnífur




Höfundur
SneezeGuard
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Mið 14. Mar 2012 20:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Knífasaga..

Pósturaf SneezeGuard » Þri 02. Júl 2013 09:50

ómægod.. fór yfir þetta svo oft í hausnum á mér.. ég er sjálfur virkilega hellbent á stafsetningu, eeeeenn skrifa ekki oft á íslensku.. jæja, that's what you get.. DAMN IT!! sorry fólk.. ætla ekki að leiðrétta, þar sem það myndi ógilda commentið frá "DemaNtur". Ætla samt að taka fram í upprunalegu innleggi að það sé nú þegar búið að benda á þetta.




gnz
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Þri 05. Júl 2011 13:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hnífasaga..

Pósturaf gnz » Þri 02. Júl 2013 11:44

Knífur er alveg löglegt orð.
Svolítið gamalt en algjörlega löglegt.

Sjá dæmi:
http://www2.lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/ ... %EDfur&r=u



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hnífasaga..

Pósturaf tlord » Þri 02. Júl 2013 11:54

það er alltaf soldið tvíbent að biðja um leyfi fyrir einhverju sem er á gráa svæðinu.

settu þig í spor þess sem er beðinn um leyfið - hann verður á einhvern máta ábyrgur ef hann segir já

ef þessi hnífur væri notaður til að gera eitthvað, yrði sá aðili í vesini..

ef hluturinn er ekki kolólöglegur á bara að gera.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hnífasaga..

Pósturaf dori » Þri 02. Júl 2013 12:01

tlord skrifaði:það er alltaf soldið tvíbent að biðja um leyfi fyrir einhverju sem er á gráa svæðinu.

settu þig í spor þess sem er beðinn um leyfið - hann verður á einhvern máta ábyrgur ef hann segir já

ef þessi hnífur væri notaður til að gera eitthvað, yrði sá aðili í vesini..

ef hluturinn er ekki kolólöglegur á bara að gera.

Svona reglur meika samt ekki sense. Ég get farið og búið til skraut sem lýtur út eins og eitthvað hættulegt hérna heima (ekkert mál að skera út einhvern málm og ganga fallega frá). Er ég þá að brjóta lög?

Eins og þegar Sruli Recht var bannað að flytja inn nokkurs konar "álhnúajárn" sem var handfang á regnhlíf sem hann var að selja (það veit það hver maður sem er með eitthvað milli eyrnanna að ál er ekki hentugur málmur í hnúajárn). Þessi "ógnunarfaktor" er heimskulegur og ætti að hætta með, eins og dæmin sína og er búið að vitna í í þessum þræði þá myndi það gera það að verkum að bókstaflega ekkert mætti.

Frétt um það mál: http://www.visir.is/sruli-syknadur-af-t ... 0319116065