Skrekkur skrifaði:Ég verð að vera málsvari myrkjahöfðingjans hérna, en ég skil ekki afhverju fólk er á móti þessu. Til að videostreymisþjónustur geti virkað almennilega og blokkað að þú getir downloadað öllu beint, þá verður þessu feature að vera inni.
Ég skil þetta þannig að valið er annahvort að hafa einn plugin-lausan standard til að framkvæma encryption eða engan standard og allskyns plugin útfærslur. Það er ómögulegt að sannfæra þá sem eiga efnið að hafa non-drm streymisþjónustu, þeir myndu frekar bara ekki bjóða uppá það.
Ég er almennt sammála um að DRM (sérstaklega í tölvuleikjum) komi aðallega niður á þeim sem eiga efnið, og drm í efni sem þú kaupir til eignar er gersamlega óþolandi, en DRM í videostreymi er ekki á leiðinni í burtu og afhverju ekki að gera það að standard?
Eða er ég að miskilja eitthvað með útfærsluna á þessu?
Tilgangurinn með EME/DRM er ekki sá að gera þér kleift að horfa á kvikmyndir í tölvunni löglega.
Þú verður að athuga það að DRM lausnir eru til í dag með Flash og Silverlight. Tæknilega eru engin vandamál til staðar fyrir Hollywood til að selja kvikmyndir og sjónvarpsþætti löglega á netinu með DRM lausn. Þau einfaldlega vilja það ekki, og það eru viðskiptalegar ástæður að baki þeirri ástæðu, ekki tæknilegar.
DRM snýst um að stjórna tækjaframleiðendum og hugbúnaðarframleiðendum:
https://plus.google.com/app/basic/strea ... rmtehsy324(Ian Hickson er einn af höfundum HTML5 staðalsins)
Með því að gera DRM að skilyrði í öllum tækjum, hugbúnaði, stöðlum, köplum og hvaðeina þá er Hollywood búið að tryggja sér alræðisvaldi yfir öllu og öllum sem koma nálægt því að búa til eitthvað sem gerir þér kleift að birta mynd á skjáinn.
Hættan er sú að þetta sé "slippery slope" í átt að einhverskonar DRM neti, ekki bara fyrir vídeó heldur líka hverskonar annað efni.
Áður en við vitum af því þá eru við tilneyddir til að notast við official Hollywood DRM plug-in í browserinn sem detectar í hvaða landi við búum og getum þar af leiðandi ekki spilað einu sinni nýjustu trailerana fyrir sjónvarpsþætti á netinu því þessir sjónvarpsþættir eru bara ætlaðir fyrir amerískan almenning. Svo veit enginn hvað þessi "black box" plug-in gera, og hvaða gögn þau senda encryptuð til netþjónsins.
Hollywood mun fara fram á að allt þeirra efni verði DRM varið á netinu, alveg sama hvaða efni það er, ef það kemur úr smiðju Hollywood þá á að vera DRM vörn, annars er dreifing á því ólögmæt. Fyrr en varið verður DRM orðið "default".