Síða 1 af 1

Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Fös 21. Jún 2013 21:03
af hakkarin
http://visir.is/fronsk-yfirvold-vilja-b ... 3130629828

Það er gott að sjá hversu gott það er að eiga heima í landi stjórnað af sósíalistum. Af hverju að fagna ódýrara verði á bókum þegar það er bara hægt að banna alla samkepni!

:thumbsd :thumbsd :thumbsd

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 10:20
af coldcut
hakkarin skrifaði:http://visir.is/fronsk-yfirvold-vilja-banna-osanngjarna-samkeppni-amazon/article/2013130629828

Það er gott að sjá hversu gott það er að eiga heima í landi stjórnað af sósíalistum. Af hverju að fagna ódýrara verði á bókum þegar það er bara hægt að banna alla samkepni!

:thumbsd :thumbsd :thumbsd


Þú ert að grínast er það ekki?

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 10:45
af Klemmi
Það er ekki heilbrigð samkeppni þegar stór fyrirtæki eru farin að greiða með vörunum sínum til að gera útaf við minni fyrirtæki...

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 12:06
af worghal
Frakkar eru i thvi a banna og skerda kjor landa sinna.
Hvernig their koma fram vid yngri kynslodina, nemendur og vinnandi folk er a morkum mannrettindabrota.

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 13:54
af FriðrikH
Það er engum hagur í því að stórir aðilar geti sett samkeppnisaðilana á hausinn sökum stærðar sinnar. Þegar samkeppnin verður farin þá er nokkuð ljóst að kjörn eiga eftir að versna nokkuð mikið.
Það er einmitt jákvætt að eitthvað sé staðið á móti þessum stórfyrirtækjum í Evrópu... vive la France!!

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 16:43
af hakkarin
FriðrikH skrifaði:Það er engum hagur í því að stórir aðilar geti sett samkeppnisaðilana á hausinn sökum stærðar sinnar. Þegar samkeppnin verður farin þá er nokkuð ljóst að kjörn eiga eftir að versna nokkuð mikið.
Það er einmitt jákvætt að eitthvað sé staðið á móti þessum stórfyrirtækjum í Evrópu... vive la France!!


Eigum við þá ekki að banna IKEA? Það er asnarlegt að svona stórt fyrirtæki geti sett alla litlu húsgagnaframleiðendurna á hausinn eins og að þeir gerðu hérna fyrir löngu.

Og hvað með Coca-Cola? Er það hæfi að allir kók en ekki RC-Cola bara svona að því að Coca-Cola er stæra fyrirtæki og getur því markaðset meira? Bönnun kók!

Þessi rök eru bara rugl. Hlutinir eru bara þannig að eftir að fyrirtæki verður stærra og ríkara þá verður það oft auðveldara að bjóða upp á lægra verð. Eða þannig er það að minsta kosti í útlöndum, hérna geta kaupmenninir sem að flytja vöruna inn náttúrulega okrað á vörunni vegna smærðar og fákeppni markaðarins...

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 17:01
af littli-Jake
hakkarin skrifaði:
FriðrikH skrifaði:Það er engum hagur í því að stórir aðilar geti sett samkeppnisaðilana á hausinn sökum stærðar sinnar. Þegar samkeppnin verður farin þá er nokkuð ljóst að kjörn eiga eftir að versna nokkuð mikið.
Það er einmitt jákvætt að eitthvað sé staðið á móti þessum stórfyrirtækjum í Evrópu... vive la France!!


Eigum við þá ekki að banna IKEA? Það er asnarlegt að svona stórt fyrirtæki geti sett alla litlu húsgagnaframleiðendurna á hausinn eins og að þeir gerðu hérna fyrir löngu.

Og hvað með Coca-Cola? Er það hæfi að allir kók en ekki RC-Cola bara svona að því að Coca-Cola er stæra fyrirtæki og getur því markaðset meira? Bönnun kók!

Þessi rök eru bara rugl. Hlutinir eru bara þannig að eftir að fyrirtæki verður stærra og ríkara þá verður það oft auðveldara að bjóða upp á lægra verð. Eða þannig er það að minsta kosti í útlöndum, hérna geta kaupmenninir sem að flytja vöruna inn náttúrulega okrað á vörunni vegna smærðar og fákeppni markaðarins...



Þú svarar svoltið þinni egin spurningu með dæminu um ísland.

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 17:03
af Gunnar
hakkarin skrifaði:
FriðrikH skrifaði:Það er engum hagur í því að stórir aðilar geti sett samkeppnisaðilana á hausinn sökum stærðar sinnar. Þegar samkeppnin verður farin þá er nokkuð ljóst að kjörn eiga eftir að versna nokkuð mikið.
Það er einmitt jákvætt að eitthvað sé staðið á móti þessum stórfyrirtækjum í Evrópu... vive la France!!


Eigum við þá ekki að banna IKEA? Það er asnarlegt að svona stórt fyrirtæki geti sett alla litlu húsgagnaframleiðendurna á hausinn eins og að þeir gerðu hérna fyrir löngu.

Og hvað með Coca-Cola? Er það hæfi að allir kók en ekki RC-Cola bara svona að því að Coca-Cola er stæra fyrirtæki og getur því markaðset meira? Bönnun kók!

Þessi rök eru bara rugl. Hlutinir eru bara þannig að eftir að fyrirtæki verður stærra og ríkara þá verður það oft auðveldara að bjóða upp á lægra verð. Eða þannig er það að minsta kosti í útlöndum, hérna geta kaupmenninir sem að flytja vöruna inn náttúrulega okrað á vörunni vegna smærðar og fákeppni markaðarins...


ikea selur vörur eftir sig og sína hönnuði, í sinni verlsun og ráða því verði á sínum vörum. amazon selur vörur eftir aðra á lægra verði en aðrir selja sömu vörur á, á netinu.
coke selur vörur eftir sjálfan sig og dreifa því eins í verslanir eins og allir aðrir, geta ekki verið einir í verlsun heldur þurfa að deila. Nema á veitingastöðum geta þeir sagt eigendum að selja bara vörur eftir sig ef og þá fá þeir afslátt.(eftir minni bestu getu)
amazon selur vörur eftir aðra, eftir minni bestu getu framleiða þeir ekki neitt sjálfur svo þeir hafa keypt það einhverstaðar annarstaðar eins og þessir bókasalir.
ef eitthvað af þessu er rangt endilega leiðréttu...

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 17:07
af dori
Það er líka svolítið annað að vera með (hugsanlega) bestu vöruna og vera stærstur og svo að nýta sér stöðu sína til að drepa samkeppnisaðila á ótengdu svæði.

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 17:52
af FriðrikH
Þetta snýst um undirboð sem eru bönnuð í samkeppnislögum víðast hvar (allavega þar sem eru almennilega samkeppnisreglur). Það er einfaldlega bannað að bjóða vörur undir kostnaðarverði þar sem að það þýðir að þú ert að niðurgreiða þær vörur með ágóða af öðrum vörum gagngert til að drepa samkeppnina. Þú hlýtur að skilja að þetta er gert til að verja rétt neytandans. Þegar Amazon er búið að setja alla á hausinn með því að borga með hverri seldri bók, heldurðu þá að verðin haldist bara óbreytt?

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 17:56
af Bjosep
Strákar eruð þið virkilega að rökræða við hakkarann? :megasmile :megasmile

Drífið ykkur út í sumarið ...

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 17:57
af hakkarin
dori skrifaði:Það er líka svolítið annað að vera með (hugsanlega) bestu vöruna og vera stærstur og svo að nýta sér stöðu sína til að drepa samkeppnisaðila á ótengdu svæði.


Sé ekkert athugavert við að reyna að tortíma samkeppninni með því að bjóða betri þjónustu. Kapítalisminn snýst í rauninni um þetta. Fyrirtæki keppa og sumir græða en aðrir fara á hausinn. Ef að þú ert ekki samkeppnishæfur þá verður maður bara að hafa þroska til þess að sætta sig við það.

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 18:13
af rapport
Frjáls markaður er flott hugmyndafræði en passar ekki við allt.

Það á ekki að vera frjáls markaður fyrir réttindi sbr. réttinn til sómasamlegs lífs og fyrir vikið eiga allir að fá sömu heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, menntunar og margra annara þátta sem ríkið á útvega en ekki frjáls markaður.

Ríkið getur verið þátttakandi á frjálsum markaði þegar það á við sbr. tannlækningar... eða hvað?


Hvernig liði ykkur ef öll heilbrigðisþjónustan væri eins og tannlækningar á Íslandi?

Stundum niðurgreitt, stundum ekki, stundum fyrir alla undir 12, stundum undir 16, stundum undir 18 og stundum niðurgreidd að hluta og svo væri verðlagning þannig að þú fengir næstum aldrei að vita fullt verð fyrr en eftirá..

Og hvað segir maður þá? Æ næ, ég vildi ekki fá fyllingu þarna eða saum þarna, eða láta taka þetta auka æxli sem fannst eftir að ég var opnaður...


Frjáls markaður á ekki alltaf við...

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 18:26
af hakkarin
rapport skrifaði:Frjáls markaður er flott hugmyndafræði en passar ekki við allt.

Það á ekki að vera frjáls markaður fyrir réttindi sbr. réttinn til sómasamlegs lífs og fyrir vikið eiga allir að fá sömu heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, menntunar og margra annara þátta sem ríkið á útvega en ekki frjáls markaður.

Ríkið getur verið þátttakandi á frjálsum markaði þegar það á við sbr. tannlækningar... eða hvað?


Hvernig liði ykkur ef öll heilbrigðisþjónustan væri eins og tannlækningar á Íslandi?

Stundum niðurgreitt, stundum ekki, stundum fyrir alla undir 12, stundum undir 16, stundum undir 18 og stundum niðurgreidd að hluta og svo væri verðlagning þannig að þú fengir næstum aldrei að vita fullt verð fyrr en eftirá..

Og hvað segir maður þá? Æ næ, ég vildi ekki fá fyllingu þarna eða saum þarna, eða láta taka þetta auka æxli sem fannst eftir að ég var opnaður...


Frjáls markaður á ekki alltaf við...


Við eru ekki að tala um heilbrigðiskerfi, heldur bækur frá Amazon...

Annars finnst mér það fínt að tannlæknar séu í einkaríkstri og ég vill hafa minniháttar ríkisafskipti þar. Þá hefði ég heldur reyndar ekkert á móti því að sjá meiri sjálfsábyrgð í heilbriðgismálum.

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 18:43
af steinarorri
hakkarin skrifaði:
rapport skrifaði:
Frjáls markaður á ekki alltaf við...


Við eru ekki að tala um heilbrigðiskerfi, heldur bækur frá Amazon...

Annars finnst mér það fínt að tannlæknar séu í einkaríkstri og ég vill hafa minniháttar ríkisafskipti þar. Þá hefði ég heldur reyndar ekkert á móti því að sjá meiri sjálfsábyrgð í heilbriðgismálum.


Segir öryrkinn? Án þess að vera leiðinlegur að þá held ég að þú skiljir ekki alveg afleiðingarnar af slíku væru fyrir t.d. þig sem öryrki og fyrir móður þína sem einnig er öryrki og á erfitt með að vinna (skv. fyrri póstum frá þér).
Þér er velkomið að afþakka bæturnar og borga sjálfur fyrir heilbrigðisþjónustuna.

Ímyndaðu þér t.d. að þú fengir engar bætur (því það er bara kommúnistadrasl) og heilbrigðiskerfið væri einkarekið (sjálfsábyrgð í heilbrigðismálum) og að þú fengir td blóðkrabba og þyrftir meðferð sem kostar kannski hundruð þúsunda króna á dag? (skammtur af blóðflögum sem er búið að geisla: 100k, skammtur af fibrinogeni 110-120k... og þá eru krabbameinslyfin ótalin, veit ekki hvað þau kosta)

Þrátt fyrir að mín fjölskylda hafi sem betur fer (hingað til) haft lítil not af heilbrigðiskerfinu enda verið heppin með heilsufar þá held ég að enginn hér á þessu heimili sjái eftir sköttum sem fara í að halda heilbrigðiskerfinu uppi.

/offtopic

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 18:53
af capteinninn
Vitleysan á þessum þráð er alltof há.

Einokunarsamkeppni á alltaf að halda í skefjum, jafnvel þótt að vöruverðið gæti verið ódýrara til að byrja með þegar einokunaraðilinn er að drepa samkeppnina með alltof lágu verði en svo hækkar hann það um leið og samkeppnin hverfur.

hakkarin skrifaði:hérna geta kaupmenninir sem að flytja vöruna inn náttúrulega okrað á vörunni vegna smærðar og fákeppni markaðarins...


Fullkomið svar frá hakkarin gegn upprunalega innleggi hakkarin

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 19:33
af CendenZ
Ég var einu sinni á fundi með stjórum hjá einni verslunarkeðju og framkvæmdarstjórinn segir

"Við eigum bráðum markaðinn og þá getum við hækkað verðið"

Þetta er bara kapítalisminn, svo kemur annar aðili þegar Amazon eru einir eftir á markaðinum og ný samkepnni myndast.
Hreint form kapítalismans,við töpum aðeins rétt á meðan einn aðili er að stjórna. Svo kemur bara nýr og myndar samkeppni

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 19:41
af hakkarin
CendenZ skrifaði:Ég var einu sinni á fundi með stjórum hjá einni verslunarkeðju og framkvæmdarstjórinn segir

"Við eigum bráðum markaðinn og þá getum við hækkað verðið"

Þetta er bara kapítalisminn, svo kemur annar aðili þegar Amazon eru einir eftir á markaðinum og ný samkepnni myndast.
Hreint form kapítalismans,við töpum aðeins rétt á meðan einn aðili er að stjórna. Svo kemur bara nýr og myndar samkeppni


Eimitt, það getur enginn átt markaðinn til lengdar. Getur kanski átt hann í smá stund og græðir fullt í smá tíma en svo koma eitthverjir aðrir og keppa við þig.

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 19:58
af vesley
hakkarin skrifaði:
CendenZ skrifaði:Ég var einu sinni á fundi með stjórum hjá einni verslunarkeðju og framkvæmdarstjórinn segir

"Við eigum bráðum markaðinn og þá getum við hækkað verðið"

Þetta er bara kapítalisminn, svo kemur annar aðili þegar Amazon eru einir eftir á markaðinum og ný samkepnni myndast.
Hreint form kapítalismans,við töpum aðeins rétt á meðan einn aðili er að stjórna. Svo kemur bara nýr og myndar samkeppni


Eimitt, það getur enginn átt markaðinn til lengdar. Getur kanski átt hann í smá stund og græðir fullt í smá tíma en svo koma eitthverjir aðrir og keppa við þig.




Ég bíð enn eftir þeim degi að sjá markað án verð-samráðs.

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 19:58
af dori
Þú virðist gleyma lobbíisma hakkarin (auðvelt að tryggja sér góða samkeppnisstöðu með því að banna viðskiptahætti "nýja aðilans" á markaðnum - skoðið bara hvernig hóteleigendur púlluðu lobbíisma í NY til að banna airbnb). Og svo er ekkert gefið að sá gamli og nýi séu ekki bara sami aðili með aðra hárkollu.

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 20:14
af appel
Líklega er Amazon ekki að greiða neina skatta í Frakklandi.

Þessi stóru alþjóðlegu fyrirtæki virðast komast upp með að greiða hvergi skatta, sjáið bara Starbucks, Apple o.fl.

Re: Frakkar vilja banna amazon afslátta og fría heimsendingu

Sent: Mán 24. Jún 2013 21:32
af Viktor
appel skrifaði:Þessi stóru alþjóðlegu fyrirtæki virðast komast upp með að greiða hvergi skatta, sjáið bara Starbucks, Apple o.fl.


Ekki gleyma Alcoa ;)