Síða 1 af 1

Vesen með lyklaborð G800V

Sent: Fös 21. Jún 2013 02:35
af Yawnk
Sælir félagar, ég á þetta lyklaborð hér : http://kisildalur.is/?p=2&id=1720 A4Tech X7 G-800V Super Combo 15 USB

Vandamálið lýsir sér þannig að ef ég ýti kannski á W eða Shift eða slíkt í tölvuleikjaspilun og almennri notkun, og sleppi aftur tökkunum, en þá er eins og ég hafi ekki sleppt takkanum, s.s ég held áfram að sprinta eða ganga í leikjunum, þótt ég hafi sleppt takkanum, og þá þarf ég yfirleitt að smella aftur á sama takka til að losna við þetta, þetta gerist mjög oft.

Ég hef líklegast átt lyklaborðið síðan 2009-2010 þannig að það er veeeel notað, er þetta bara slit í borðinu sjálfu, eða myndi þetta vera stilling í tölvunni?

*Sticky Keys er disabled.
*Búinn að þrífa lyklaborðið.

Ætla bjalla niður í Kísildal á morgun og spyrja um þetta og athuga hvort þeir hafi heyrt um slík vandamál, er eitthvað meira sem ég sjálfur gæti skoðað?

Þakkir :happy

Re: Vesen með lyklaborð G800V

Sent: Fös 21. Jún 2013 02:38
af Haflidi85
hm búinn að prófa að tengja eitthvað annað lyklaborð við vélina, bara svona til að fullvissa þig um að þetta sé ekki eitthvað fáránlegt software issue.

Re: Vesen með lyklaborð G800V

Sent: Fös 21. Jún 2013 02:42
af Yawnk
Haflidi85 skrifaði:hm búinn að prófa að tengja eitthvað annað lyklaborð við vélina, bara svona til að fullvissa þig um að þetta sé ekki eitthvað fáránlegt software issue.

Mætti svosem prófa það :svekktur Skoða það á morgun.

Re: Vesen með lyklaborð G800V

Sent: Fös 21. Jún 2013 02:43
af Haflidi85
eða já það sem ætti að vera líka augljóst að tengja þetta lyklaborð við aðra tölvu :D

Re: Vesen með lyklaborð G800V

Sent: Fös 21. Jún 2013 23:57
af Yawnk
Sælir, er með smá update!

Náði að púsla lyklaborðinu aftur saman og þrífa það eitthvað, djöfulsins skrúfur eru í þessu drasli, þetta er eins og smjör!

Einn skrúfuhausinn eyðilagðist og ég þurfti að bora skrúfuna úr, en annars virkar það alveg fínt :happy

Bíð með þennan þráð til seinni tíma :D