Síða 1 af 2

Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Mið 19. Jún 2013 23:55
af hakkarin
"Sjávarútvegsráðherra segir fjölda undirskrifta koma sér á óvart því engar breytingar á veiðigjöldunum þýði engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári."

http://visir.is/segir-fjolda-undirskrif ... 3130619012

Ef að svo er af hverju er þá verið að safna undirskriftum?

Ef að það verða enginn veiðigjöld á næsta ári græða þá ekki þessir kallar sem að þetta fólk segir að sé svo spilt og rotið?

Ég held að það vanti nokkrar skrúfur í þetta fólk. :uhh1

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Mið 19. Jún 2013 23:57
af Baldurmar

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 00:08
af biturk
Samfó og vg að gráta úr sér augun yfir að rugl frumvarpið þeirra sé drepið

sent úr s2

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 00:24
af GuðjónR
Auðvita eiga þeir sem nýta auðlindirnar að borga gjald fyrir það.
http://www.dv.is/frettir/2013/6/18/hann ... rs-81LAOB/

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 00:35
af Bjosep
Ef það væri hægt að fá það á hreint hvern fjandann á að skattleggja þá væri eflaust gaman að hafa skoðun á þessu.

Í Harmageddon í morgun talaði Sigurður Ingi um það að skv. upphaflega frumvarpinu yrðu borguð gjöld í samræmi við meðalhagnað allra útgerðanna sem merkti það að þau fyrirtæki sem væru undir meðaltalinu myndu skila tapi.

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 00:47
af dori
Bjosep skrifaði:Ef það væri hægt að fá það á hreint hvern fjandann á að skattleggja þá væri eflaust gaman að hafa skoðun á þessu.

Í Harmageddon í morgun talaði Sigurður Ingi um það að skv. upphaflega frumvarpinu yrðu borguð gjöld í samræmi við meðalhagnað allra útgerðanna sem merkti það að þau fyrirtæki sem væru undir meðaltalinu myndu skila tapi.

Ég get ekki skilið gildandi lög þannig. Það er "umframhagnaður" (s.s. hagnaður yfir einhverju sem þykir eðlileg ávöxtun) sem er skattlagður. Núna er ég ekki búinn að kynna mér þetta í þaula en eina leiðin sem ég sé til að einhver geti tapað á þessu er ef þú "átt" útgerð en skuldar rosalega mikið þannig að "eðlileg ávöxtun" er ekki nóg til að þú græðir eitthvað.

En er einhver ástæða til að bjarga fyrirtækjum sem eru svo ofurskuldsett? Það er ekki eins og fyrirtækið héldi ekki áfram með nýja eigendur.

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 00:51
af hakkarin
Baldurmar skrifaði:http://skodun.is/2013/06/19/valtvennuvilla-og-hotun-sjavarutvegsradherra/?fb_action_ids=10151570734088509&fb_action_types=og.likes&fb_ref=below-post&fb_source=other_multiline&action_object_map=%7B%2210151570734088509%22%3A263356120472605%7D&action_type_map=%7B%2210151570734088509%22%3A%22og.likes%22%7D&action_ref_map=%7B%2210151570734088509%22%3A%22below-post%22%7D


hahahahahahaha

"Viðbrögð ráðherrans einkennast af klassískum hræðsluáróðri. Það má ekki hækka skatt, þá hættir fólk að vinna."

Það er eins og þessi gaur viti það ekki að hér hafi verið vinstri stjórn síðustu 4 árinn.

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 00:52
af GuðjónR
dori skrifaði:
Bjosep skrifaði:Ef það væri hægt að fá það á hreint hvern fjandann á að skattleggja þá væri eflaust gaman að hafa skoðun á þessu.

Í Harmageddon í morgun talaði Sigurður Ingi um það að skv. upphaflega frumvarpinu yrðu borguð gjöld í samræmi við meðalhagnað allra útgerðanna sem merkti það að þau fyrirtæki sem væru undir meðaltalinu myndu skila tapi.

Ég get ekki skilið gildandi lög þannig. Það er "umframhagnaður" (s.s. hagnaður yfir einhverju sem þykir eðlileg ávöxtun) sem er skattlagður. Núna er ég ekki búinn að kynna mér þetta í þaula en eina leiðin sem ég sé til að einhver geti tapað á þessu er ef þú "átt" útgerð en skuldar rosalega mikið þannig að "eðlileg ávöxtun" er ekki nóg til að þú græðir eitthvað.

En er einhver ástæða til að bjarga fyrirtækjum sem eru svo ofurskuldsett? Það er ekki eins og fyrirtækið héldi ekki áfram með nýja eigendur.


Það er nú búið að reka "útgerðina" með tapi frá upphafi til þess einmitt að komast hjá skattgreiðslum.
Eitt og eitt risafyrirtæki sem sýnir hagnað af því að það getur ekki annað.
Já og auðvitað eiga fyrirtæki sem eru ekki sjálfbær í rekstri að fara á hausinn.

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 01:08
af hakkarin
GuðjónR skrifaði:
dori skrifaði:
Bjosep skrifaði:Ef það væri hægt að fá það á hreint hvern fjandann á að skattleggja þá væri eflaust gaman að hafa skoðun á þessu.

Í Harmageddon í morgun talaði Sigurður Ingi um það að skv. upphaflega frumvarpinu yrðu borguð gjöld í samræmi við meðalhagnað allra útgerðanna sem merkti það að þau fyrirtæki sem væru undir meðaltalinu myndu skila tapi.

Ég get ekki skilið gildandi lög þannig. Það er "umframhagnaður" (s.s. hagnaður yfir einhverju sem þykir eðlileg ávöxtun) sem er skattlagður. Núna er ég ekki búinn að kynna mér þetta í þaula en eina leiðin sem ég sé til að einhver geti tapað á þessu er ef þú "átt" útgerð en skuldar rosalega mikið þannig að "eðlileg ávöxtun" er ekki nóg til að þú græðir eitthvað.

En er einhver ástæða til að bjarga fyrirtækjum sem eru svo ofurskuldsett? Það er ekki eins og fyrirtækið héldi ekki áfram með nýja eigendur.


Það er nú búið að reka "útgerðina" með tapi frá upphafi til þess einmitt að komast hjá skattgreiðslum.
Eitt og eitt risafyrirtæki sem sýnir hagnað af því að það getur ekki annað.
Já og auðvitað eiga fyrirtæki sem eru ekki sjálfbær í rekstri að fara á hausinn.


Og hvað ef að fyrirtækin sem að eru "ekki sjálfbær" fara á hausinn eimitt AÐ ÞVÍ að það er verið að kaffæra þeim með gjöldum og sköttum?

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 03:11
af rapport
Er framsókn ekki búinað ljúga nóg?

Það á að ljúga því líka að það verði ekki innheimtir skattar og gjöld...

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 03:12
af rapport
hakkarin skrifaði:
Baldurmar skrifaði:http://skodun.is/2013/06/19/valtvennuvilla-og-hotun-sjavarutvegsradherra/?fb_action_ids=10151570734088509&fb_action_types=og.likes&fb_ref=below-post&fb_source=other_multiline&action_object_map=%7B%2210151570734088509%22%3A263356120472605%7D&action_type_map=%7B%2210151570734088509%22%3A%22og.likes%22%7D&action_ref_map=%7B%2210151570734088509%22%3A%22below-post%22%7D


hahahahahahaha

"Viðbrögð ráðherrans einkennast af klassískum hræðsluáróðri. Það má ekki hækka skatt, þá hættir fólk að vinna."

Það er eins og þessi gaur viti það ekki að hér hafi verið vinstri stjórn síðustu 4 árinn.


Sem stóð síg með prýði, a.m.k. í efnahagsmálum.

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 03:39
af hakkarin
rapport skrifaði:
hakkarin skrifaði:
Baldurmar skrifaði:http://skodun.is/2013/06/19/valtvennuvilla-og-hotun-sjavarutvegsradherra/?fb_action_ids=10151570734088509&fb_action_types=og.likes&fb_ref=below-post&fb_source=other_multiline&action_object_map=%7B%2210151570734088509%22%3A263356120472605%7D&action_type_map=%7B%2210151570734088509%22%3A%22og.likes%22%7D&action_ref_map=%7B%2210151570734088509%22%3A%22below-post%22%7D


hahahahahahaha

"Viðbrögð ráðherrans einkennast af klassískum hræðsluáróðri. Það má ekki hækka skatt, þá hættir fólk að vinna."

Það er eins og þessi gaur viti það ekki að hér hafi verið vinstri stjórn síðustu 4 árinn.


Sem stóð síg með prýði, a.m.k. í efnahagsmálum.


Ef að hún var svona frábær af hverju var henni þá slátrað í kosningunum?

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 03:42
af Gúrú
hakkarin skrifaði:Ef að hún var svona frábær af hverju var henni þá slátrað í kosningunum?


Burtséð frá því að mér er alveg sama um umræðuna þá er þetta stórundarleg spurning hjá þér. Hæfasta manneskjan er ekki alltaf kosin.

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 04:20
af tdog
Hefur einhver ykkar lesið téð frumvarp og breytingatillöguna á því?

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 09:06
af DaRKSTaR
tíbíst.. það er búið að setja á auðlindargjald.

bara með þessa spilltu ríkisstjórn sem er samansett að kvótakóngum eða aðila sem hafa beinna hagsmuna að gæta með að lækka þessi gjöld kemur núna framm og fer að segja ef við lækkum ekki gjaldið
þá verður ekkert gjald rukkað á næsta ári?.. bíddu ef við lækkum það ekki um 3 miljarða þá rukkum við ekkert?.

ég vorkenni þessari útgerð ekki fyrir fimmaura.. hún er að fá metverð fyrir aflann útaf handónýtri krónu og mér finnst það algjörlega eðilegt að þeir greiði í ríkiskassann.. hvernig gat þessi útgerð gengið hérna
fyrir hrun?.. eftir hrun þá hefur aflaverðmæti þeirra meira en tvöfaldast, nánast allar skuldir af þessum fyrirtækjum afskrifaðar og samt virðast þeir ekki tíma því að greiða auðlindargjald af hreinum hagnaði?

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 11:16
af Stutturdreki
hakkarin skrifaði:Ef að hún var svona frábær af hverju var henni þá slátrað í kosningunum?


Af því að fólk er fíbl og trúir öllum kosningaáróðrinum eins og td. að xB og xD ætli að gera eitthvað fyrir heimilin í landinu. Síðan var það líklega Icesave sem í raun felldi ríkisstjórnina, Sigmundur veðjaði rétt á Indefense.

Ég er mjög hægrisinnaður sjálfur, jafnvel öfgafullur á sumum sviðum, en ég get ekki sagt annað en að fráfarandi ríkisstjórn hafi staðið sig nokkuð vel, miðað við aðstæður og því ástandi sem hún tók við eftir hrunið.

Það er til ein mjög einföld lausn á þessu máli; ef núverandi útgerðir treysta sér ekki til að stunda veiðar og greiða veiðigjald á að taka af þeim kvótan og úthluta honum til annara sem eru hæfari til að stunda þessar veiðar. Og ef það finnst eingin til þess (ég væri td. alveg til í það) þá mætti leigja kvótan til Norðmanna, Færeyjinga eða ESB. Ríkið á að hugsa um það eitt að hámarka þær tekjur sem það getur haft af fiskveiðum, almenningi til hagsbóta.

Hef litla samúð með útgerðum sem hafa miljarða í hagnað, geta greitt út arð fyrir mörg hundruð miljónir en væla undan því að borga nokkur hundruð miljónir í veiðigjald.

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 11:26
af GuðjónR
Stutturdreki skrifaði:Það er til ein mjög einföld lausn á þessu máli; ef núverandi útgerðir treysta sér ekki til að stunda veiðar og greiða veiðigjald á að taka af þeim kvótan og úthluta honum til annara sem eru hæfari til að stunda þessar veiðar. Og ef það finnst eingin til þess (ég væri td. alveg til í það) þá mætti leigja kvótan til Norðmanna, Færeyjinga eða ESB. Ríkið á að hugsa um það eitt að hámarka þær tekjur sem það getur haft af fiskveiðum, almenningi til hagsbóta.
Hef litla samúð með útgerðum sem hafa miljarða í hagnað, geta greitt út arð fyrir mörg hundruð miljónir en væla undan því að borga nokkur hundruð miljónir í veiðigjald.


Það er ekki hægt að orða þetta betur!

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 11:27
af urban
Stutturdreki skrifaði:
Það er til ein mjög einföld lausn á þessu máli; ef núverandi útgerðir treysta sér ekki til að stunda veiðar og greiða veiðigjald á að taka af þeim kvótan og úthluta honum til annara sem eru hæfari til að stunda þessar veiðar. Og ef það finnst eingin til þess (ég væri td. alveg til í það) þá mætti leigja kvótan til Norðmanna, Færeyjinga eða ESB. Ríkið á að hugsa um það eitt að hámarka þær tekjur sem það getur haft af fiskveiðum, almenningi til hagsbóta.

Hef litla samúð með útgerðum sem hafa miljarða í hagnað, geta greitt út arð fyrir mörg hundruð miljónir en væla undan því að borga nokkur hundruð miljónir í veiðigjald.


Áttu bát til að byrja veiðar ?
þar sem að ég get ekki séð að það sé hægt að kaupa sér bát á lánum, þar sem að þá væri útgerðin orðin ofskuldsett, sem að verður þess valdandi að hún getur ekki gengið, sem að verður þess valdandi að engin bankastofnun komi til með að lána til útgerðarfyrirtækja.
semsagt, dæmið gengur engan vegin upp.

nú ef þú átt bátinn fyrir þá er þetta ekkert mál.

Auðvitað á að borga veiðileyfagjald, en aftur á móti má alveg breyta útreikningum á þessu, hafa þetta bara fasta prósentu af aflaverðmæti kvóta sem að þú veiðir (og átt)
hafa töluvert hærri prósentu af kvóta sem að þú átt og veiðir ekki (þá borgar leiguaðilinn samt sem áður sömu tölu og hinir, það bætist bara við x álag frá þeim sem að leigir út kvótann sinn)

síðan mætti alveg bara að taka upp álíka gjald af öðrum auðlindum sem að eru í landinu.

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 11:46
af dori
urban skrifaði:síðan mætti alveg bara að taka upp álíka gjald af öðrum auðlindum sem að eru í landinu.
Algjörlega. Sama hvort það er fiskur, fallvatnsorka, jarðvarmi, olía eða eitthvað annað þá á það að skila einhverju til þjóðarinnar (og ekki koma með eitthvað trickle down economics kjaftæði hérna).

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 11:57
af GuðjónR
dori skrifaði:
urban skrifaði:síðan mætti alveg bara að taka upp álíka gjald af öðrum auðlindum sem að eru í landinu.
Algjörlega. Sama hvort það er fiskur, fallvatnsorka, jarðvarmi, olía eða eitthvað annað þá á það að skila einhverju til þjóðarinnar (og ekki koma með eitthvað trickle down economics kjaftæði hérna).

Algjörlega!

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 12:05
af snjokaggl
Stutturdreki skrifaði:Það er til ein mjög einföld lausn á þessu máli; ef núverandi útgerðir treysta sér ekki til að stunda veiðar og greiða veiðigjald á að taka af þeim kvótan og úthluta honum til annara sem eru hæfari til að stunda þessar veiðar. Og ef það finnst eingin til þess (ég væri td. alveg til í það) þá mætti leigja kvótan til Norðmanna, Færeyjinga eða ESB. Ríkið á að hugsa um það eitt að hámarka þær tekjur sem það getur haft af fiskveiðum, almenningi til hagsbóta.
Hef litla samúð með útgerðum sem hafa miljarða í hagnað, geta greitt út arð fyrir mörg hundruð miljónir en væla undan því að borga nokkur hundruð miljónir í veiðigjald.


Já, það þyrfti að reikna með þeim tekjum sem tapast á því að íslenskur almenningur missir vinnuna við veiðar og fiskvinnslu.
Skatttekjurnar frá þeim er örugglega eitt sér alveg nóg að ríkið myndi stórtapa á því að selja kvótann til útlanda.
Tala nú ekki um ömurlegheitin að þurfa að kaupa sér innfluttann "íslenskan" fisk á Íslandi.

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 12:06
af Tbot
Þetta frumvarp var/er eins heimskt eins og hægt er. Taka einhverja tölu af hagnaði fyrirtækja.

Með þessu er verið að refsa þeim sem eru útsjónarsamir, reyna að spara og fara vel með.

Það er nú þegar gjöld á útgerðina sem meðal annars eru nýtt í rekstur á fiskistofu.

Einfaldasta leiðin í þessu er að taka ákveðið gjald af hverju kíló, en stóri vandinn í því eru misvitrir "vinstri menn" sem þurfa að hækka öll gjöld, þannig að talan væri stöðugt að breytast. Síðan er það hin hættan að sjómenn yrðu látnir taka þátt í kostnaði.
Nú mun einhver snillingurinn segja að þeir hafi alltof góð laun, ég skal hlusta ef hann hefur verið á sjó yfir vetrartímann.

Í lögum stendur að það sé ekki hægt að veðsetja kvóti, einungis skip.
Reynið þið að fara í banka og fá lán til skipakaupa án þess að hafa nokkurn kvóta.

Vandræðin eru þau að kvótinn hefur verið "eignargerður" þannig að það er hægt að selja og leigja hann milli manna.

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 12:10
af Tbot
GuðjónR skrifaði:
dori skrifaði:
urban skrifaði:síðan mætti alveg bara að taka upp álíka gjald af öðrum auðlindum sem að eru í landinu.
Algjörlega. Sama hvort það er fiskur, fallvatnsorka, jarðvarmi, olía eða eitthvað annað þá á það að skila einhverju til þjóðarinnar (og ekki koma með eitthvað trickle down economics kjaftæði hérna).

Algjörlega!


Ríkisreksturinn alveg að drepa menn.

Með þessu má enginn eiga neitt og allt frumkvæði drepið.
Ég held að menn ættu að fara að lesa aftur litlu gulu hænuna.
Að verða ansi mikið þetta ég, ég´, ég.

Ef það er engin hagnaðarvon, verður ansi lítið um framkvæmdir.

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 12:14
af dori
Tbot skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
dori skrifaði:
urban skrifaði:síðan mætti alveg bara að taka upp álíka gjald af öðrum auðlindum sem að eru í landinu.
Algjörlega. Sama hvort það er fiskur, fallvatnsorka, jarðvarmi, olía eða eitthvað annað þá á það að skila einhverju til þjóðarinnar (og ekki koma með eitthvað trickle down economics kjaftæði hérna).

Algjörlega!


Ríkisreksturinn alveg að drepa menn.

Með þessu má enginn eiga neitt og allt frumkvæði drepið.
Ég held að menn ættu að fara að lesa aftur litlu gulu hænuna.
Að verða ansi mikið þetta ég, ég´, ég.

Ef það er engin hagnaðarvon, verður ansi lítið um framkvæmdir.

Ef þú ert að nýta þér auðlindir sem landið hefur (og eru ekki endilega endurnýjanlegar) sem þú fékkst hugsanlega gefins af því að vinur þinn var í einhverri stöðu hjá ríkinu þá finnst mér ekkert að því að þú borgir fyrir nýtingu á þeim auðlindum. Ef þú býrð til verðmætin sjálfur með útsjónasemi þá er það allt annað mál.

Re: Veiðigjaldið og undirskriftalistinn

Sent: Fim 20. Jún 2013 12:43
af snjokaggl
Það er ekki verið að ræða að afnema öll veiðigjöld, bara þetta sérstaka sem var sett á fyrir ári síðan.
Nema ég sé alveg rosalega að misskilja.