Síða 1 af 1

Tollflokkur á LED boxi + fiber cables

Sent: Þri 18. Jún 2013 00:51
af oskar9
Sælir Vaktarar, þannig er það að ég er að flytja í hús á einni hæð með mjög góðu aðgengi fyrir ofan loftin (hátt ris yfir öllu húsinu sem nýtist sem geymsla, og langar mig rosalega að setja upp svona starfield ceiling í tölvu/svefnherberginu, fann flotta síðu sem selur allt sem til þarf fyrir utan basic verkfæri, svo eina sem þarf er gott aðgengi að loftinu og smá elbow grease.

Kittið kostar 280 dollara með Euro pluggi og er þetta LED ljósgjafi með helling af Fiber köpplum http://www.wiedamark.com/288ledstarceiling.aspx

Shipping, 7 daga með FedEx er 160 dollarar sem mér finnst helv... mikið en pakkinn er þá kominn í 430 dollara.

Var eitthvað að skoða reiknivélina hjá tollinum en fann ekkert þarna sem átti við svona hluti, hefur einhver hugmynd um hvernig þetta er tollað ??


(kem svo auðvitað með buildlog þegar ég fer í þetta, að því gefnu að tollurinn verði ekki augun úr á þessu :D )

Re: Tollflokkur á LED boxi + fiber cables

Sent: Þri 18. Jún 2013 03:56
af DJOli
Almenn raftæki myndi ég halda að væri rétti tollflokkurinn fyrir þetta.