Síða 1 af 1

Internetið hökktir

Sent: Mán 17. Jún 2013 00:53
af Garri
Sælir

Internetið er búið að vera all svakalegt hjá mér um helgina. Alveg sama hvað ég er að horfa á eins og Youtube og eða strauma frá US Open, allt hökktir.

Veit einhver hvað veldur?

Edit: Prófaði þetta í Internet Explorer og það hökktir ekki þar. Svo þetta tengist Firefox 21

Fann út úr þessu. Firefox er sjálfgefið stillt á 10 eða 15 sekúndna "session save" og þegar maður er kominn með nokkra tugi tabba opna, þá laggar allt draslið á þessu intervali. Frámunalega heimskulegt að geyma eitthvað jafnvel þegar ekkert breytist. Þannig er minnsta mál í heimi að "tékka" á hvort þörf sé að geyma (til dæmis með tíma-breytum) og eða bara triggera breytingar og geyma umleið og þær eiga sér stað, eins og normalt er að gera.