appel skrifaði:Skipta úr Windows yfir í Linux?
Já. Apple og Microsoft eru bæði í PRISM. Þetta er ástæðan fyrir að þú getur aldrei treyst séreignarstýrikerfi. Núna vitum við hverjir eru að hlusta.
Ekki heldur nota Chrome, Opera, Safari eða Internet Explorer af sömu ástæðu. Firefox er eini opni vafrin og þeim eina sem er treystandi. Chromium er líka opinn (það sem Chrome byggir á) þannig að þú ættir að geta notað hann líka.
Nota encryptað OS?
Ég er ekki alveg viss með hvað þú átt við hérna, en ég reikna með að þú meinar disk encryption. Það hjálpar ekki gegn NSA, en ef tölvuni þinni er stolið (sérlega fartölva) eða það sé gerð húsleit heima hjá þér (eða fjöldin allur af öðrum hlutum), þá kemst engin í gögnin þín nema þú. Ef þú hefur áhyggjur af þessu skalltu lesa um Plausible Deniablility. Það eru jafnvel til tól sem fela stýrikerfi á tölvuni þinni.
Skoðaðu líka TrueCrypt.
Nota Tor?
Fyrir betra svar en ég get gefið þér hér, lestu þetta:
https://blog.torproject.org/blog/prism-vs-torStutta svarið er að Tor kemur í veg fyrir að þriðji aðili sé að hlusta og að endapunkturinn viti hver þú ert. Fyrsta tor relayið (first node) veist hver þú ert, en ekki við hvern þú ert að tala. Enginn á leiðini veit hver þú ert eða við hvern þú ert að tala, þeir vita bara hver sendi þeim pakkan og hver fær hann næst. Síðasta relayið (exit node) veit við hvern þú ert að tala, en ekki hver þú ert.
Hinsvegar þá er tor frekar hægvirkt (Það vantar fleiri exit nodes). Ef þú villt þá getur þu keypt VPN aðgang sem virðir þetta privacy (shameless self-plug,
http://www.lokun.is). Þeir þekktustu eru
http://www.ipredator.se, stofnað af þeim sömu og stofunuðu Piratebay og PRQ. En þar ertu alltaf að treysta VPN providernum til að vera heiðarlegur og virkilega virða þitt privacy eins og þeir segja. Með Tor, þá ertu að treysta tækni sem er vel published og þú þarft ekki að treysta manneskju.
Aldrei nota sömu email addressu tvisvar?
Það er of cumbersome. Það er augljóst að það er ekki hægt að treysta GMail, Yahoo Mail, Hotmail eða fleiri af þeim. Ef þú villt ekki/getur ekki hýst þinn egin póst (það er meira vesen en það hljómar), skoðaðu t.d. Hushmail. Annar góður valmöguleiki er 1984.is, en ég held þú þurfir að eiga þitt egið lén þar.
Notast við a.m.k. 100 stafa lykilorð allsstaðar?
Sjá
http://xkcd.com/936/Dulkóða allt með PGP?
PGP er séreignarhugbúnaður sem þýðir að það sé ekki hægt að treysta honum. Skoðaðu GPG (GNU Privacy Guard), það er alveg samhæft við PGP, en það er opinn og frjáls hugbúnaður.
Aldrei nota neitt annað en https.
Aldrei nota HTTP þar sem HTTPS er í boði. En hafðu varan á, það ver þig ekki ef endapunkturinn er compromised (t.d. ef það er Google eða Facebook, þeir taka þátt í PRISM). Auk þess er CA lyklaskipulagið meingallað til að byrja með. (Sjá t.d.
https://blog.torproject.org/blog/detect ... -collusion)
Hér er næs grafík sem sýnir hvað Tor ver og hvað HTTPS ver:
https://www.eff.org/pages/tor-and-httpsOg settu upp HTTPS Everywhere:
https://www.eff.org/https-everywhereAuk þess gerir amk Firefox OCSP köll by default fyrir öll https skilríki, sem þýðir að viðkomandi CA veit hvaða síður þú ert að skoða. Again, VPN eða Tor.
Úff.. verður erfitt að koma í veg fyrir að NSA fylgist með manni.
https://en.wikipedia.org/wiki/Room_641A