Síða 1 af 3

Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Þri 04. Jún 2013 16:27
af Stuffz
Ég spyr því ég veit ekki..

Hvaðan er þessi nýsprottni áhugi Fréttablaðsins á deildu.net tilkominn?

Kannski sumarafleysingja starfsmenn í ónefndu félagi séu að spila sama leikinn of fyrir 6 árum síðan :lol: s.s. gamalt efni..

Mynd
http://is.wikipedia.org/wiki/Istorrent


Nei auðvitað á að reyna að banna svona efni eftir mætti.

Það er staðreynd að þegar frelsi er veitt svo mörgum að þá misnotar alltaf lítil prósenta það og kemur óorði á alla, auðvitað er hægt að betrumbæta þjónustu á borð við deildu.net, málið er að mínu mati bara það að forsvarsmenn þessarrar þjónustu geta ekki boðið uppá þau gæði sem þeir annars vildu á þjónustunni vegna fjársveltis og manneklu, enda ef sú tölfræði sem gefin er upp í Fréttablaðinu að það séu 50 þúsund reikningar þarna (veit ekki hvort þeir eyða 2* mánaða óvirkum reikningum sjálfkrafa eins og istorrent gerði) þá er það kannski ekki skrýtið.

Mynd

Já ég veit hvernig þetta hljómar, ég hef litla samúð með hagsmunaaðilum,en það er bara til komið vegna þess að þeir sem áttu að verja þessa hagsmuni sváfu á verðinum og fyrir vikið erum við með kynslóð af ungu fólki sem finnst ekkert að því að niðurhala því sem verður á vegi þeirra á netinu, ég gæti ekki breytt því frekar en næsti maður ef ég vildi það, nema ef væri að taka allt netið úr sambandi.


*minnir að það hafi verið 2 frekar en 1.

f.t.r hef engin bein tengsl við neina af ofangreindum aðilum, bara kynnst sumum tengdum málum af eigin raun.

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Þri 04. Jún 2013 16:35
af Stutturdreki
Það er greinilega verið að reyna 'verndið börnin fyrir kláminu!' spilið núna. Svona svipað og þegar Ömmi ætlaði að fara að ritskoða internetið á íslandi til að vernda greyið börnin fyrir öllu kláminu.

Hugmyndinn virðist sem sagt vera að til að hrífa almenning á sitt band sé hentugt að blanda saman 'börn' og 'klám'.

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Þri 04. Jún 2013 16:42
af Deildu
Hver neitar auglýsingu í stærsta fréttablaði landsins?

Og það að borga ekki fyrir hana :lol:

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Þri 04. Jún 2013 16:44
af rango
Málið er, Ég kaupi leiki sem mér finst þess virði, Ég kaupi ekki leiki án þess að pirata þá fyrst, Og ég kaupi ekki leiki sem eru með DRM sem ég get ekki tekið út(crackað)

Ég kaupi altaf "indie" leiki t.d. humble bundle og steam greenlight. Þarað segja ef ég vill þá.

Fréttin sem kom var vegna þess að börn eru víst að nota klám sem gjaldmiðil. Þá afturámóti getur foreldri sett upp klámvörnina og passað að það sé nægur "gjaldmiðill" á síðunni.
""Þetta torrent tilheyrir undir 18+ flokkinn og þú ert með klámvörnina á. Vinsamlegast afvirktu hana í prófíl viljir þú skoða þetta torrent.""

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Þri 04. Jún 2013 16:46
af Deildu
rango skrifaði:Málið er, Ég kaupi leiki sem mér finst þess virði, Ég kaupi ekki leiki án þess að pirata þá fyrst, Og ég kaupi ekki leiki sem eru með DRM sem ég get ekki tekið út(crackað)

Ég kaupi altaf "indie" leiki t.d. humble bundle og steam greenlight. Þarað segja ef ég vill þá.

Fréttin sem kom var vegna þess að börn eru víst að nota klám sem gjaldmiðil. Þá afturámóti getur foreldri sett upp klámvörnina og passað að það sé nægur "gjaldmiðill" á síðunni.
""Þetta torrent tilheyrir undir 18+ flokkinn og þú ert með klámvörnina á. Vinsamlegast afvirktu hana í prófíl viljir þú skoða þetta torrent.""


Nákvæmlega, það er hægt að koma í veg fyrir að börn séu að sækja efni sem er ætlað 18 ára og eldri á síðunni.

Málið er að það er ekki okkar hlutverk að setja vörnina á, heldur foreldra :)

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Þri 04. Jún 2013 16:51
af Stuffz
Stutturdreki skrifaði:Það er greinilega verið að reyna 'verndið börnin fyrir kláminu!' spilið núna. Svona svipað og þegar Ömmi ætlaði að fara að ritskoða internetið á íslandi til að vernda greyið börnin fyrir öllu kláminu.

Hugmyndinn virðist sem sagt vera að til að hrífa almenning á sitt band sé hentugt að blanda saman 'börn' og 'klám'.


Ritskoðunar hugmyndir eru nú eldra dæmi en úr stjórnartíð Ömma, fyrir utan að flutningsmaður tillögu er ekki endilega sá sem samdi hana.

hérna er ágætis grein varðandi ritskoðun frá þeim tíma þegar Bjössi sat á stólnum.

http://www.hugi.is/deiglan/greinar/5586 ... st-fljott/

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Þri 04. Jún 2013 16:57
af rango


Draumórar hjá valdafíklum. Við verðum bara að passa að þetta verði ekki gert í littlum hollum, Hægt og rólega.

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Þri 04. Jún 2013 17:15
af vargurinn
rango skrifaði:


Draumórar hjá valdafíklum. Við verðum bara að passa að þetta verði ekki gert í littlum hollum, Hægt og rólega.


Finnst nú ekki að banna að deila nauðgunarmyndböndum(eða álíka) einhver hrikaleg ritskoðun...

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Þri 04. Jún 2013 17:18
af rango
vargurinn skrifaði:
rango skrifaði:


Draumórar hjá valdafíklum. Við verðum bara að passa að þetta verði ekki gert í littlum hollum, Hægt og rólega.


Finnst nú ekki að banna að deila nauðgunarmyndböndum(eða álíka) einhver hrikaleg ritskoðun...


Á endanum verður skoðun önnur enn sú sem er "rétt" drepin undir þessum "slæmraefnalögum"
Um leið og internetið sjálft missir frelsi sitt þá er þetta farið, Það gerist þegar þú ætlar að filtera X alveg sama hvað það er.

Þú ræðst á serverana sem brjóta lög, Þú ræst á fólkið sem brýtur lög. Ekki alla í von um að þú náir þessum sem eru raunverulega vondir.

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Þri 04. Jún 2013 17:22
af Stuffz
Deildu skrifaði:Hver neitar auglýsingu í stærsta fréttablaði landsins?

Og það að borga ekki fyrir hana :lol:


Þú ert þá væntanlega að vitna í "There is no such thing as bad publicity"
http://www.phrases.org.uk/meanings/ther ... icity.html

Ég myndi mæla með að fara varlega, það er augljóslega verið að gera atlögu að deildu.net, þetta virðist á yfirborðinu ekki vera að gera neinn skaða en þú veist ekkert hvort SMÁÍS eða svipaðir aðilar eru t.d. að lobbía nýju ráðherrana sem eru ekki komnir inní málin ennþá og vita bara það sem þeir lesa í dagblöðunum, ég myndi giska á að þeir eru þegar búnir að fara á fund nýja Innanríkisráðherrans til að þrýstar á hluti sem þeir vilja sjá gerast, ekki gera þeim of auðvelt að dímonæsa deildu.net fyrir yfirvöldum og almenningi.

SMÁÍS þótt þeir séu lítið peð þá hafa þeir erlenda risa á bak við sig eins og MPAA, sem hafa langa reynslu af því að koma sýnum hagsmunum á framfæri, það er samt ekkert hola í höggi alltaf, stjórnmálamenn þurfa vinsældir á tankinum ef þeir vilja komast eitthvað svo þeir eru ekki að fara að taka neinar óvinsælar ákvarðanir.

tökum sem dæmi, hvernig er best að tækla þetta mál "professionally".

Ég myndi leggja málið í dóm samfélagsins á bak við deildu.net hvernig ber að bregðast við þessu, fyrst koma með tillögur og svo kjósa um tillögurnar, svo framfylgja tillögunum, þannig er tekið á málinu á lýðræðislegan hátt og það ekki ignorað, plús líka það að forráðamenn deildu.net geta sagt að þeir séu einfaldlega að framfylgja vilja notendanna, ég geri ráð fyrir að flestir notendur séu sómasamlegt fólk, svo að afraksturinn verði sómasamlegur.

Ég held líka að enginn ágætlega meðvitaður stjórnmálamaður sé að fara að mæla á móti lýðræðislegri kosningu í samfélagi sem telur hugsanlega 50 þús núverandi og framtíðar kjósendur í landi með 320þús hræður :happy


rango skrifaði:


Draumórar hjá valdafíklum. Við verðum bara að passa að þetta verði ekki gert í littlum hollum, Hægt og rólega.



Þú ert þá væntanlega að tala um "How to Boil a Frog"
http://en.wikipedia.org/wiki/Boiling_frog

Hvernig á maður að sjóða frosk.

setja hann í volgt vatn og hækka hitann svo hægt og bítandi.

Það er í raun það sem er verið að gera er ég hræddur um :P

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Þri 04. Jún 2013 17:57
af stefhauk
Eins og segjir þetta er á ábyrgð foreldra að loka á þetta á sínum heimilum svo er nú til margar staðreyndir að þetta skaði engan nema náttulega fólk sem apar eftir öllu sem það sér hver man ekki eftir þegar Grand theft auto kom út og það voru krakkar farnir að gera eitthvað svipað og var gert í leiknum á þá var auðvitað leiknum kennt um þetta frekar en siðblindum krökkum/unglingum

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Þri 04. Jún 2013 18:37
af Pandemic
Fannst það skrítið þegar einhver var að reyna að segja á vísir.is commentakerfinu "Það er ekki hægt að vita það hvort þetta myndband er leikið eða ekki"(setjum siðferðina um að horfa á leikna nauðgun til hliðar). En það er augljóst að þetta myndband er leikið og það er meira að segja merkt þannig.

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Þri 04. Jún 2013 19:13
af Stuffz
Pandemic skrifaði:Fannst það skrítið þegar einhver var að reyna að segja á vísir.is commentakerfinu "Það er ekki hægt að vita það hvort þetta myndband er leikið eða ekki"(setjum siðferðina um að horfa á leikna nauðgun til hliðar). En það er augljóst að þetta myndband er leikið og það er meira að segja merkt þannig.


hef ekki séð þetta en.. I'll take your word for it :P

er eitthver tilvísun í síðu þaðan sem þetta videó er komið frá svo hægt sé að staðfesta að um leikið efni er að ræða, for the record.

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Þri 04. Jún 2013 19:24
af tdog

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Þri 04. Jún 2013 19:27
af rango
tdog skrifaði:http://legitfakerapevideos.com/validation


"Oops! Google Chrome could not find legitfakerapevideos.com"
nslookup "*** ns1-rr.hringdu.is can't find legitfakerapevideos.com: Non-existent domain"

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Þri 04. Jún 2013 19:44
af capteinninn
Gæti þetta verið eitthvað undercover hjá Snæbirni, setja inn eitthvað svona ógeð á deildu til að búa til frétt um að hún sé að dreifa því. Svo undir því sjokki sem fólk hefur gert einhverja vitleysu án gagnrýni

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Þri 04. Jún 2013 20:25
af olafurfo
Ef þetta er ekki leikið þa er þetta besta hidden camera sem eg hef séð (miðað við staðsetningar og sjónarhorn)

Ótrúlegt hvað foreldrar sumir hverjir geta bendlað á alla aðra :/

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Þri 04. Jún 2013 20:37
af Pandemic
tdog skrifaði:http://legitfakerapevideos.com/validation

Stuffz skrifaði:er eitthver tilvísun í síðu þaðan sem þetta videó er komið frá svo hægt sé að staðfesta að um leikið efni er að ræða, for the record.


Ef þú googlar nafnið á myndinni sem heitir raunverulega (Blechovi 7 - Znásilnění) þá færðu kynningar screenshots og meðal annars hverjir leika í henni.
Leikkonan heitir Cindy Dollar(Á maður að kalla það listamannanafn?)
Er ekki beint eldflaugavísindi að sjá að þetta er allt saman leikið, efast um að enginn af leikurunum hafi ekki tekið eftir öllum myndartökumönnunum, stúdíóljósunum og hafi svo óvart bara látið taka einhverskonar promotional myndir af sér fyrir þetta.

S.s klámmynd með vafasömum söguþræði.

Hvar drögum við línuna?

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Mið 05. Jún 2013 23:47
af Stuffz
Pandemic skrifaði:
tdog skrifaði:http://legitfakerapevideos.com/validation

Stuffz skrifaði:er eitthver tilvísun í síðu þaðan sem þetta videó er komið frá svo hægt sé að staðfesta að um leikið efni er að ræða, for the record.


Ef þú googlar nafnið á myndinni sem heitir raunverulega (Blechovi 7 - Znásilnění) þá færðu kynningar screenshots og meðal annars hverjir leika í henni.
Leikkonan heitir Cindy Dollar(Á maður að kalla það listamannanafn?)
Er ekki beint eldflaugavísindi að sjá að þetta er allt saman leikið, efast um að enginn af leikurunum hafi ekki tekið eftir öllum myndartökumönnunum, stúdíóljósunum og hafi svo óvart bara látið taka einhverskonar promotional myndir af sér fyrir þetta.

S.s klámmynd með vafasömum söguþræði.

Hvar drögum við línuna?



Athyglisverðir punktar takk fyrir innleggið.

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Fim 06. Jún 2013 16:15
af Deildu
Við sendum frá okkur lítil skilaboð á síðunni, þau eru einnig á Facebook síðu deildu.

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Fim 06. Jún 2013 16:31
af rapport
Það er er náttúrulega barnaverndarmál að hleypa yngri en 18 eftirlitslaust á internetið án þess að hafa netvarann á...

a.m.k. á meðan internetið er eins og það er.


Þannig er það... börnum stafar ýmiskonar hætta þegar þau eru á internetinu og börn eru á ábyrgð foreldra.

Ef foreldrar eru að vanrækja skyldur sínar að hefta aðgengi eða hafa eftirlit með notkun barna sinna á internetinu = vanræksla = barnaverndarmál.


Það er a.m.k. mín skoðun.


Eða ... breyta internetinu með gríðarlegri atvinnusköpun og ráða 50.000.000 manns í að ritskoða það...

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Mið 07. Ágú 2013 16:25
af Ripparinn

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Mið 07. Ágú 2013 16:53
af Gislinn
Ripparinn skrifaði:http://www.visir.is/-svona-sida-a-ekki-ad-vera-til-/article/2013130809494


Mér finnst vanta í þessa frétt hvernig aðstandendur Venna Páer svöruðu þessari breyttu stefnu aðstandanda Deildu.net.

Kaeri Deildu notandi
Ny stefna Deildu.net vardandi thad ad leyfa islenskt efni hefur leitt af ser ad thaettirnir um Venna Paer er komnir deilingu sidunni.
Vid sem stodum ad Venna Paer gerum okkur grein fyrir ad skraadeiling er liklega komin til ad vera. Thaettirnir voru gerdir af litlum efnum og vonin var adallega ad folk hefdi gaman af. Thetta kostadi engu ad sidur baedi peninga og vinnu sem vid hefdum vilja ad leiddi til gods.
Thess vegna hefdum vid viljad gera ykkur, sem viljid saekja thaettina, eftirfarandi tilbod sem er okkur ollum i hag.
Gegn thvi ad na i thaettina her leggid thid 1000 kr inn Barnaspitalasjod Hringsins i nafni Venna Paer og horfid i kjolfarid a thaettina med tandurhreina samvisku.
Eftirfarandi eru reikningsupplysingar sjodsins:
Kt 640169-4949 og reikningsn mer er 0101-26-054506

Med godri kvedju fra retthofum Venna Paer
Vernhard Thorleifsson
Saevar Gudmundsson
Kristjan Kristjansson


Þó er ég þeirrar skoðunar að þessi Afghan_guru er ekki merkilegur tappi miðað við þau svör sem koma frá honum á deildu.net. Þetta "Fuck everything"-attitude hjá honum mun skila takmörkuðum árangri held ég.

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Mið 07. Ágú 2013 17:01
af appel
Það styttist sífellt í meiriháttar ritskoðun á internetinu, höft, hömlur, stjórnun og eftirlit.

Mér finnst einsog við séum svolítið á ystu nöf hvað það varðar, og í raun finnst mér líklegt að það sé gert nú þegar í dag. Við erum sífellt að færast í þessa átt, og það virðist nánast ómögulegt að stöðva þessa þróun, enda er það jafn mikil lögmál og þyngdarlögmálið að þeir sem stjórna vilja stjórna ennþá meira.

Maður þarf því miður að gera ráð fyrir því að allt sem maður gerir, skoðar, downloadar, skrifar og póstar sé skoðað af yfirvöldum og hagsmunaaðilum, sem einn daginn munu koma og banka á dyrnar hjá þér og spyrja "Gerðir þú þetta á internetinu þennan dag frá þessari ip tölu sem er skv. netþjónustufyrirtækinu skráð á þig?"

The chickens are coming home to roost... einn daginn munu stúdióin koma með bakreikning fyrir öllu sem maður hefur downloadað "ólöglega" á netinu, því þau eru búin að vera fylgjast með torrent traffík í fjöldamörg ár og logga og mappa hvað allir eru að sækja. Stjórnvöld munu svo setja lög sem heimila þeim að fara á eftir venjulegu fólki.

Það stefnir í mjög ritstýrt internet, wild wild west er búið. Við munum líta til baka til þessara ára sem villtu áranna, og segja við barnabörnin okkar að við gátum einu sinni sótt ókeypis afþreyingarefni á netinu!

Þetta er 1984 - George Orwell heimur.

Re: Nýleg deildu.net umfjöllun

Sent: Mið 07. Ágú 2013 17:14
af depill
appel skrifaði:Það styttist sífellt í meiriháttar ritskoðun á internetinu, höft, hömlur, stjórnun og eftirlit.

Mér finnst einsog við séum svolítið á ystu nöf hvað það varðar, og í raun finnst mér líklegt að það sé gert nú þegar í dag. Við erum sífellt að færast í þessa átt, og það virðist nánast ómögulegt að stöðva þessa þróun, enda er það jafn mikil lögmál og þyngdarlögmálið að þeir sem stjórna vilja stjórna ennþá meira.

Maður þarf því miður að gera ráð fyrir því að allt sem maður gerir, skoðar, downloadar, skrifar og póstar sé skoðað af yfirvöldum og hagsmunaaðilum, sem einn daginn munu koma og banka á dyrnar hjá þér og spyrja "Gerðir þú þetta á internetinu þennan dag frá þessari ip tölu sem er skv. netþjónustufyrirtækinu skráð á þig?"

The chickens are coming home to roost... einn daginn munu stúdióin koma með bakreikning fyrir öllu sem maður hefur downloadað "ólöglega" á netinu, því þau eru búin að vera fylgjast með torrent traffík í fjöldamörg ár og logga og mappa hvað allir eru að sækja. Stjórnvöld munu svo setja lög sem heimila þeim að fara á eftir venjulegu fólki.

Það stefnir í mjög ritstýrt internet, wild wild west er búið. Við munum líta til baka til þessara ára sem villtu áranna, og segja við barnabörnin okkar að við gátum einu sinni sótt ókeypis afþreyingarefni á netinu!

Þetta er 1984 - George Orwell heimur.


Já ég er alveg sammála þessu. Ég reyndar vona/vill trúa því að hér geti þetta verið aðeins öðruvísi vegna smæðar samfélagsins og þess vegna sé það aðeins erfiðara fyrir stjórnvöld að traðka á okkur. Ekki það að ég er ekki hrifinn af CERT-ÍS vegna þess að mér finnst heimildinar svona ja "bara til að byrja" það sem er að gerast erlendis.

Sem betur fer þurfa/eiga ISParnir ekki að geyma gögn í lengra en 6 mánuði til að geta gert þessi gögn rekjanleg til baka.

Hins vegar er þetta alltaf sami leikurinn, það er markaðurinn vill eithvað sem framleiðandinn neitar að veita og ef hann gerir það nógu lengi þá myndast svartur markaður. Ég til dæmis borga núna 10 evrur fyrir Spotify og ég elska það. Ég er einn af þeim sem gjörsamlega hatar þetta torrent dæmi, ekki vegna þess að það sé ólölegt eða eyðileggur fyrir markaðinum heldur vegna þess að það er sífellt verið að breyta formotum, maður þarf að vera fylgjast með þessu, helst vera með sér vél til að sækja í þetta allt og þetta er ennþá leiðinlegra með tónlistina þegar manni langar að hlusta á eitt lag og þarf að finna alla plötuna, ég er bara of LAZY.

Ég er núna með Netflix, mér finnst það persónulega algjör snilld, þetta hentar mér algjörlega. Hins vegar er vandamálið content þarna, það er að ég er enn að horfa á einhverja þætti sem eru ekki á Netflix. Ég vill þetta, ég vill ekki myndlykla frá símafyrirtækjunum sem kosta handlegg og maður fær ekki neitt, ég vill ekki OZ sem fer hálfa leið. Ég vill instant streaming á sanngjörnu verði með góðu framboði ( wishing ). Og því fyrr sem framleiðendur átta sig á því, því fyrr drepa þeir allt þetta ólöglega niðurhal.