GuðjónR skrifaði:Árni Þórðar er mjög dýr tannlæknir, hann lagaði krossbit hjá dóttur minni þegar hún var 7 ára, það var prósess sem tók hátt í tvö ár.
Fyrst með svokölluðu fiðrildi sem sett var upp í góminn á milli jaxlanna og ég herti á svona 0.5mm á dag í 12 - 14 daga.
Eftir það þá var hún með góm í heilt ár, fyrstu sex mánuðina var hún með hann 24/7 og næstu sex bara á nóttunni.
Krossbitið lagaðist en þessi meðferð kostaði hátt í 300k, ríkið borgaði 21k af því að munnurinn telst ekki með sem partur af líkamanum og er þess vegna fyrir utan kerfis.
Í hvert skipti sem við mættum sem var ansi oft á tímabili þá voru teknar 5-10 ljósmyndir x 600 kr. þannig að ég hef líklegast borgað honum yfir 50k fyrir ljósmyndir sem eru vistaðar á einhverjum HDD og engin skoðar. Allt eftirlit kostaði um 8 þúsund þó það tæki ekki nema eina mínútu í stólnum. Og hann var yfirleitt með 4 stóla í gangi og fullt af fólki á biðstofunni.
Ég sá bæði Róbert Spano og Jón Ásgeir koma frá honum þegar ég var þarna með stelpuna, það segir kannski til um hvernig kúnnahóp hann höfðar til og það kannski skýrir verðlagninguna. Hann er dýr en hann er sagður mjög góður, ég hef ekki þekkingu til að meta hann faglega en veskið mitt er alveg sammála því að hann er dýr.
Stelpurnar þurfa báðar að fá spangir, hef heyrt að það kosti svona 1 - 1.3 milljónir á kjaft.
Ælta að athuga með fleiri tannlækna áður en að því kemur.
Takk fyrir svarið.
Ég er alveg sammála þér í þessu, ef ég þyrfti að giska 'cirka´hvað meðferðin hjá mér hefur kostað, er það líklega um 800.000 til 1 milljón kr.
Það vantaði í mig tvær fullorðinstennur, semsagt tennurnar við hliðina á efri framtönnunum, og þær þurftu að smíða sérstaklega á 100 þús kall stykkið, fékk þó eina fría.
Þurfti svo að fá 'járnarma' ( man engan veginn hvað þetta hét ) sem festust við implantið sem ég fékk upp í góminn og í efri jaxla báðum megin, og það kostaði sitt.
Implantið sjálft sem er um það bil 5mm skrúfa úr títaníum, kostaði 80 þús kr.
Fyrsta greiðsla fyrir spangirnar ( eftir fyrsta tímann ) hljómaði upp á 270 þús kr, þetta er fljótt upp
Svo þarf að mæta á 6 vikna fresti í allt processið við spangirnar til þess að herða bogana ofl, og þá bættist við reikningur ekki undir 25 þúsund krónur á 6 vikna fresti í 2 ár hjá mér.
Fannst oft gaman að lesa yfir reikningana og sjá hvað hann rukkar fyrir hvað.. t.d sandblástur, slípun og slíkt, eitthvað sem var rukkað kannski 8000kr fyrir eitthvað sem tók einmitt mínútu í stólnum.
Svo í lok meðferðar, þá fékk ég góminn sem ég þarf einmitt að vera með 24/7 fyrstu mánuði, svo bara á næturnar í nokkur ár, hann kostaði 230 þús ( og fjarlægingin á spöngum )
Ríkið borgar 150 þús kr hjá mér af þessari milljón + -
Hef einmitt líka heyrt talað um að hann sé mjög góður, þó svolítið skapstór
Annars hef ég haft bara ágæta reynslu af honum þessi ár sem ég var hjá honum.
Alltaf vingjarnlegt starfsfólk og kurteist