Síða 1 af 1

Standpumpur (fyrir hljól)

Sent: Lau 25. Maí 2013 19:40
af fedora1
Sælir vaktarar
Langar til að kaupa mér sæmilega pumpu fyrir heimilið. Á litla handpumpu sem er alveg glötuð og var að spá í standpumpu.
Er einhver hér sem hefur vit á svona pumpum ? Ódýrasta pumpan sem ég hef séð er 3000kr. pumpa http://www.markid.is/beto-standpumpa/
Veit einhver um ódýrari eða betri fyrir lítið meira ?

Re: Standpumpur (fyrir hljól)

Sent: Lau 25. Maí 2013 22:59
af Bjosep
Þú ert ekkert að fara að fá hana ódýrara. Flestar þessar pumpur kosta nær því 10 þúsaranum.

Ég er með eina Bontrager, ódýrustu týpuna úr Erninum, og ég borgaði minnir mig 8 þúsund fyrir hana.

Meira að segja litlu handpumpurnar kosta 2-3 þúsund þannig að maður setur spurningamerki við að standpumpa sé svona ódýr.

Re: Standpumpur (fyrir hljól)

Sent: Sun 26. Maí 2013 10:11
af fedora1
Einmitt, ég var búinn að sjá það
hér er hein á 4000 http://www.motorhjol.is/ymsar-vorur/723-oxford-loftpumpa.html annars voru þær allar á 6 og uppúr http://hjolasprettur.is/aukahlutir/pumpur/cordo-easy-golfpumpur.html
Sumar með þrýstingsmæli, veit ekki hvort það skipti máli, hef alltaf sirkað þetta hingað til.

Re: Standpumpur (fyrir hljól)

Sent: Sun 26. Maí 2013 16:31
af Icarus
Bjosep skrifaði:Þú ert ekkert að fara að fá hana ódýrara. Flestar þessar pumpur kosta nær því 10 þúsaranum.

Ég er með eina Bontrager, ódýrustu týpuna úr Erninum, og ég borgaði minnir mig 8 þúsund fyrir hana.

Meira að segja litlu handpumpurnar kosta 2-3 þúsund þannig að maður setur spurningamerki við að standpumpa sé svona ódýr.



Ég á svona Bontrager pumpu, gæðagripur, vel virði peningsins.

Munurinn tel ég á henni og svo eins og pumpan sem fæst í Hagkaup er í fyrsta lagi þrýstingsmælir sem er mikilvægt ef maður er í einhveri alvöru. Kæmi mér svo ekkert á óvart ef það mun muna helling á endingunni.