Síða 1 af 1

Ripoff í battlefield 3

Sent: Sun 19. Maí 2013 22:41
af Black
Keypti bf3 venjulega leikinn, fyrir dáldið síðan.Og fannst hann góður þannig ég ætlaði að kaupa premium áðann.Ég fór og skrifaði inn kreditkorta upplýsingarnar og allt í góðu.svo þegar ég fór í Verify and complete þá breyttist verðið í Evrur og þá stóð mér ekki á sama.

Leikurinn hækkar um 3800kr
44.99€ Evrur = 7.147kr
26.99$ Dollara = 3.343kr

Mynd
Mynd



Hvaða Rugl! :dead

Re: Ripoff í battlefield 3

Sent: Sun 19. Maí 2013 22:44
af Orri
Óþolandi.
Ég sendi þeim póst varðandi hversu mikið óhagstæðari evran væri fyrir Íslendinga og hvort það væri ekki séns á að versla af amerísku búðinni, svarið var nei en ég fékk 10% eða 10 evra afslátt í "skaðabætur"..
Ég sætti mig alveg við það :)

Re: Ripoff í battlefield 3

Sent: Sun 19. Maí 2013 22:44
af worghal
við erum í evrum á origin.
getur farið á usa proxy og keypt þetta á dollara, en gætir mögulega verið bannaður.

Re: Ripoff í battlefield 3

Sent: Sun 19. Maí 2013 22:45
af FuriousJoe
EA eru bara ræningjar.

Re: Ripoff í battlefield 3

Sent: Sun 19. Maí 2013 22:47
af Black
Algjört bull,Svo eru þeir með hann á tilboði á us á að kosta 29.99$ en hann er á 26.99$

Re: Ripoff í battlefield 3

Sent: Sun 19. Maí 2013 22:51
af Icelandgold
Kallast þetta ekki bara rán?

Re: Ripoff í battlefield 3

Sent: Sun 19. Maí 2013 22:58
af hakkarin
Bara að nota STEAM.

Þar virðist ég geta borgað í dollorum þrátt fyrir að Ísland sé Evrópuþjóð :twisted:

Verst að EA er með ógeðslega einokunarstefnu fyrir sína leiki með þessu ömurlega Origin forriti sem að er í raunini bara Spyware í dulargerfi. :evil:

Re: Ripoff í battlefield 3

Sent: Sun 19. Maí 2013 23:14
af ZiRiuS
Ég notaði bara proxy til að kaupa þetta í dollurum, hef ekki verið bannaður ennþá.

Re: Ripoff í battlefield 3

Sent: Mán 20. Maí 2013 04:05
af vikingbay
ZiRiuS skrifaði:Ég notaði bara proxy til að kaupa þetta í dollurum, hef ekki verið bannaður ennþá.


Ég gerði það sama, ekkert skeð ennþá, og hef ég þrisvar þurft að tala við support svo það er ekki eins og þeir viti ekki af mér..

Re: Ripoff í battlefield 3

Sent: Mán 20. Maí 2013 05:01
af Skippó
Myndi kannski ekki segja að þetta séi rip off í Battlefield 3 frekar að Origin sé rip off, sem að ég held að allir viti.

Re: Ripoff í battlefield 3

Sent: Mán 20. Maí 2013 17:22
af Black
hafði samband við EA support, Fékk 15% afslátt af leiknum,En þeir gátu ekki reddað mér leiknum á dollurum $ :uhh1

Re: Ripoff í battlefield 3

Sent: Mán 20. Maí 2013 19:27
af darkppl
las einhverstaðar að maður mætti nota vpn... annars hef ég verið að kaupa bara á origin india, og svo http://www.cjs-cdkeys.com/ .

Re: Ripoff í battlefield 3

Sent: Mán 20. Maí 2013 22:57
af Stuffz
Það er ekkert nýtt að ekki bara verðið á hugbúnaðinum er mismunandi eftir hvar þú ert í heiminum, líka hvað hugbúnaðurinn er öruggur.

Íslenskur hugbúnaður er t.d. öruggari fyrir non-Brandaríska notendur en Brandarískur hugbúnaður, tja eða þangað til Brandarískt fyrirtækið tæki Íslenska fyrirtækið yfir :lol:

Mynd

skil ekki afhverju fólk er alltaf tilbúið að kaupa SKEMMDAR vörur. :roll: