Síða 1 af 2

Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 12:38
af littli-Jake
Rauður dagur og allt það. Er einhver búinn að fara út? Nenni ekki að fara fíluferð.

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 12:48
af Daz
Hvað meinarðu "allt"? Meinarðu verslanir, eins og t.d. Bónus? Eða verslunarmiðstöðvar eins og t.d. Smáralind?

Hvað með gamla góða http://www.google.com ?

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 12:49
af littli-Jake
Daz skrifaði:Hvað meinarðu "allt"? Meinarðu verslanir, eins og t.d. Bónus? Eða verslunarmiðstöðvar eins og t.d. Smáralind?

Hvað með gamla góða http://www.google.com ?


Æi ekki vera erviður í dag. Er að meina skindibitastaðir sem bjóða upp á þynkufæði eða bakarí.

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 13:03
af Tbot
Ekki öll bakarí eru opin, margar verslanir eru lokaðar.

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 13:10
af Lexxinn
Allar búllurnar eiga að vera opnar

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 17:11
af intenz

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 17:23
af worghal
er 1011 ekki opið?

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 17:25
af mercury
worghal skrifaði:er 1011 ekki opið?


Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 17:27
af Baraoli
10-11 lokar 2 sinnum á ári, jóladag og á gamlársdag(ekki austurstræti samt)

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 17:29
af hfwf
Hvernig er status á pizza stöðum?

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 18:06
af tveirmetrar
Dominos er opið

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 18:07
af hfwf
tveirmetrar skrifaði:Dominos er opið

\:D/

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 18:21
af Moquai
littli-Jake skrifaði:
Daz skrifaði:Hvað meinarðu "allt"? Meinarðu verslanir, eins og t.d. Bónus? Eða verslunarmiðstöðvar eins og t.d. Smáralind?

Hvað með gamla góða http://www.google.com ?


Æi ekki vera erviður í dag. Er að meina skindibitastaðir sem bjóða upp á þynkufæði eða bakarí.


Einhver sagði mér að subway var opið, vissulega þá upp í ártúni hefði ég haldið, en ekki taka mitt orð fyrir það.

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 18:30
af demaNtur
tveirmetrar skrifaði:Dominos er opið


Helduru að þeir sendi á Eskifjörð?

Smá pönnupizzu crave...

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 18:51
af Ulli
Devitos opið.

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 18:51
af jonsig
Er ekki bara málið að mæta í 10/11 og hafa vaselínið tilbúið

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 21:42
af appel
jonsig skrifaði:Er ekki bara málið að mæta í 10/11 og hafa vaselínið tilbúið


Á meðan maður gengur út með 2 fulla poka af matvöru úr Bónus fyrir 5 þús kall, þá gengur maður út með sárann afturenda og smá nammi í litlum glærum ræflpoka fyrir sama pening í 10-11.

Fljótlegt og þægilegt, já, fyrir 10-11 að ræna fólk.

Ég skil ekki afhverju Bónus er ekki búið að breyta einni verslun sinni, t.d. Smáratorgi, í sólarhringsverslun... maður myndi nánast búa þar.

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 21:50
af Klemmi
appel skrifaði:Ég skil ekki afhverju Bónus er ekki búið að breyta einni verslun sinni, t.d. Smáratorgi, í sólarhringsverslun... maður myndi nánast búa þar.


Eru ekki sömu eigendur á Bónus og Hagkaup?

Ef þeir myndu hafa eina Bónus verzlun opna allan sólarhringinn myndi ásóknin minnka í Hagkaupum á móti, þar sem álagningin er mikið skemmtilegri.

Þeir hafa örugglega spáð út í þetta og hugsað sér að það kæmi frekar út í tapi en gróða.

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 21:54
af GuðjónR
Klemmi skrifaði:
appel skrifaði:Ég skil ekki afhverju Bónus er ekki búið að breyta einni verslun sinni, t.d. Smáratorgi, í sólarhringsverslun... maður myndi nánast búa þar.


Eru ekki sömu eigendur á Bónus og Hagkaup?

Ef þeir myndu hafa eina Bónus verzlun opna allan sólarhringinn myndi ásóknin minnka í Hagkaupum á móti, þar sem álagningin er mikið skemmtilegri.

Þeir hafa örugglega spáð út í þetta og hugsað sér að það kæmi frekar út í tapi en gróða.


Það var víst ástæða þess að þeir lokuðu H&M á sínum tíma, H&M varð of vinstælt og tók of mikið frá Hagkaup.
Svoleiðis var sagan allaveganna.

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 22:04
af appel
Þetta er þvílíkt rip-off land. Ég er hættur að kaupa á veitingastöðum og svona. Ef maður vildi fá sér sushi bakka á Tokyo sushi þá kostar hann 1800 kr. Saffran komið í 1700 kr, pizzur eru orðnar þvílíkar lúxusvörur og sleppur líklega ekki undir 2500 kalli fyrir almennilega pizzu. BK kjúklingur kostar 1800 kall. Þetta er allt að slefa í 2 þús kallinum að kaupa sér eina almennilega máltíð sem er ekki sveittur sjoppuborgari. Svo er áfengið bara hilariously dýrt.

Maður er bara kaupa inn í Bónus, og svo fer maður í IKEA ef maður nennir ekki að elda. Ein máltíð í IKEA kostar mann undir 1 þús kr!! Þrusufínir diskar þar. Getur keypt sambærilegan sushi bakka og fæst í Tokyo sushi á aðeins 990 kr!! En pælið hvað það er absúrd, að þurfa að fara í erlenda húsgagnaverslun til að geta keypt sér mat á sæmilegu verði!!

Það er rosalegt hvað maður getur sparað í matarkostnaði, enda er verið að ræna mann hægri og vinstri.

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Sun 19. Maí 2013 22:56
af Icelandgold
Klemmi skrifaði:
appel skrifaði:Ég skil ekki afhverju Bónus er ekki búið að breyta einni verslun sinni, t.d. Smáratorgi, í sólarhringsverslun... maður myndi nánast búa þar.


Eru ekki sömu eigendur á Bónus og Hagkaup?

Ef þeir myndu hafa eina Bónus verzlun opna allan sólarhringinn myndi ásóknin minnka í Hagkaupum á móti, þar sem álagningin er mikið skemmtilegri.

Þeir hafa örugglega spáð út í þetta og hugsað sér að það kæmi frekar út í tapi en gróða.

ég fór í 10/11 í dag labbaði út með hálfan poka af mörgu litlu fék það á fimm þúsund .Maður hefði fengið það á 2000 í Víði eða Bónus

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Mán 20. Maí 2013 15:03
af Kindineinar
Segir á síðunni hjá Att að það er opið alla daga til 18:00, sé ekkert um að það sé lokað í gær eða í dag.

Er opið hjá þeim?

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Mán 20. Maí 2013 16:11
af Daz
Kindineinar skrifaði:Segir á síðunni hjá Att að það er opið alla daga til 18:00, sé ekkert um að það sé lokað í gær eða í dag.

Er opið hjá þeim?


www.att.is skrifaði:Opið alla virka daga 10-18

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Mán 20. Maí 2013 16:51
af Black
Ég versla oft á nóttuni í Nettó mjódd, þeir eru með opið 24/7, ódýrara en Hagkaup.Annars í gær pantaði ég pizzu á dominos eftir kl 00:00 og þá var kominn megavika og ég fékk 4boðsmiða á Fast 6. :evillaugh

Re: Er allt lokað í dag?

Sent: Mán 20. Maí 2013 22:34
af tveirmetrar
Black skrifaði:Ég versla oft á nóttuni í Nettó mjódd, þeir eru með opið 24/7, ódýrara en Hagkaup.Annars í gær pantaði ég pizzu á dominos eftir kl 00:00 og þá var kominn megavika og ég fékk 4boðsmiða á Fast 6. :evillaugh


Me to :guy