demaNtur skrifaði:Guðjón og fleiri eigendur mega endinlega smella inn hvað þeim finnst um 598
Sæll, ég er með SH 598.
Ath: Ég er að nota heyrnartólin með ASUS Xonar Essence ST hljóðkorti og met tólin útfrá því.
Hljómgæði: 8/10 - Mjög skörp og skýr heyrnartól, skilar öllum tónsviðum vel í eyrun, einstaklega góð þegar maður er að hlusta á klassíska tónlist. Eina sem ég get sett útá er bassinn.
Finst vanta meiri þéttleika og úmfph í hann, en það er að öllum líkindum vegna þess að þau eru opin og skila alldrei sama þéttleika og lokuð. Ekki samt miskilja og halda að ég sé að segja að það
sé enginn bassi, hann er allveg til, en þegar maður er að hlusta á eithvað hart dubstep eða eithvað með prodigy þá vantar alltaf þetta CLIMAX bassa punch.
Build-gæði: 6/10 - Ágætlega byggð, hef misst þau nokkrum sinnum úr 1m hæð og þau eru enn 100% heil. Annað má segja með 555 eða 595 (mín gömlu) sem voru öll með brot hjá spönginni eða sem heldur spönginni.
598 eru nákvæmlega eins nema annar litur, veit ekki hvort þetta sé annað plast efni en ég er mjög hræddur alltaf þegar ég missi þau að þau brotni.
Ég er búinn að eiga þau í rúm 2 ár og það heyrist svona plast-nudd-ískur í þeim þegar ég toga þau í sundur og legg yfir hausinn, og heyrist stundum þegar ég er að hreyfa mig og hlusta.
Material gæði: 7/10 - Leðrið í höfuðspönginni er ódýrt, það leið rétt rúmt ár og það voru komnar sprungur og rifur í það, það hefði allveg mátt vera svona mjúkt mikrófíber eins og er á eyrnarskálunum, það er þó slitsterkara.
Á eyrnarskálunum er mjög mjúkt og þæginlegt efni fyrir svæðið í kringum eyrun, góður svampur eða filler efni, ekki of mikið eða of stíft. Eina sem ég set útá það er að það festist allt ryk í því.
Notkun: 10 / 10 - Það er hægt að nota þessi heyrnartól í fleirri fleirri klst án þess að finna fyrir þreytu, ég notaði þau um daginn samfleitt í 14klst þegar ég var að vinna stórk verkefni og var með tónlist í eyrunum og gleymdi þeim allveg.
Þau sitja þétt að manni en ekki þannig að maður verður þreyttur á þeim og finnur fyrir þrýsting eða neinu svoleiðis, þau eru medium létt þannig að engin þreyta þar undan.
Snúran er mjög sterk, er búinn að renna mér yfir hana óteljandi sinnum og alltaf er hún eins. Hún er líka mjög löng, er með hana vafða í kringum skrifborðið mitt svo hún sé sem minnst fyrir.
Overall: 8/10 - Bestu Sennheiser sem ég hef átt overall.