Síða 1 af 1

Olía og Gas við Ísland

Sent: Sun 12. Maí 2013 13:18
af Stuffz
Þetta kort á að sýna líkurnar á að finna Olíu og Gas á Norðurhjara veraldar s.kv "Jarðfræðistofnun" Kana-verja, USGS
MyndMynd
Risastór svæði sjást yfir Rússlandi og Kanada með 100% líkur á Olíu/Gas fundi og líka stór svæði hjá Noregi, og Grænland er með stór svæði af 50-100% og 10-30%


Mynd
Eins og sést hér á þessarri stækkuðu mynd þá er stórt svæði Norð Austur af Íslandi "Drekasvæðið" með minna en 10% líkur á Olíu/Gas fundi, og svo pínulítill snepill nyrst á því svæði með annaðhvort 10-30% eða 30-50% (of lítið til að liturinn sjáist greinilega) líkur á Olíu/Gas fundi, veit ekki einu sinni ef þessi snepill er innan landhelginnar okkar.

Svo ef þessi tölfræði er nákvæm þarna hjá USGS þá spyr maður sig náttúrulega hversvegna myndi eitthver vilja bora á drekasvæðinu fyrir minna en 10% líkur þegar þeir geta borað á fjölmörgum öðrum stöðum fyrir 50-100%

Re: Olía og Gas við Ísland

Sent: Sun 12. Maí 2013 13:47
af axyne
þetta er ekki líkur á hvort það fynnist olía eða ekki, heldur líkur að það sé olía yfir 50 milljón tunnur.
Kortið sem þú vísar í er ekki með dagsetningu og því gæti það verið ónákvæmt því það hafa verið miklar rannsóknir á þessu svæði nýlega.
Efast um að það væri verið að sýna þessu svæði áhuga nema það væri sterkar vísbendingar um olíu í vinnanlegu magni.

Re: Olía og Gas við Ísland

Sent: Sun 12. Maí 2013 15:22
af Stuffz
axyne skrifaði:þetta er ekki líkur á hvort það fynnist olía eða ekki, heldur líkur að það sé olía yfir 50 milljón tunnur.
Kortið sem þú vísar í er ekki með dagsetningu og því gæti það verið ónákvæmt því það hafa verið miklar rannsóknir á þessu svæði nýlega.
Efast um að það væri verið að sýna þessu svæði áhuga nema það væri sterkar vísbendingar um olíu í vinnanlegu magni.


50 milljón tunnur hljómar kannski mikið en það er líka rándýrt að setja upp svona starfsemi.

Það sem ég er að segja er að s.kv þessum upplýsingum þá væri ekki hagkvæmt að byrja hérna, olíufyrirtækin myndu vilja fá svo stóran hlut af afrakstrinum uppí kosnað að okkar hlutur yrði varla þess virði að fara útí þetta næsta áratuginn+, betra að eiga þetta fyrir seinna þegar olíuverð er orðið enn dýrara og það er búið að pumpa upp allstaðar annarsstaðar.

En já þessar upplýsingar eru ekki þær nýjustu svo væri gaman að sjá ef eitthver gæti deilt með okkur uppfærðari kortum af svæðinu.


Annars hvað varðar áhuga sem hefur verið sýndur þessu svæði þá er það að mínu viti mest byggt á Pólitíkinni mest megnis að blása upp möguleikana sem eru í raun ekki fyrir hendi, sem mér finnst dálítið kalt að draga fólk á asnaeyrunum með sögum um svart glópa-gull en skil alveg samt hvaða áhrif þeir vonast til að þetta hafi útávið, hver veit kannski finnum við demantanámu hérna líka eins og í James Bond myndinni þarna með henni hvað hún heitir sem hét Jinx :roll:

Re: Olía og Gas við Ísland

Sent: Sun 12. Maí 2013 15:45
af Gislinn
Stuffz skrifaði:50 milljón tunnur hljómar kannski mikið en það er líka rándýrt að setja upp svona starfsemi.

Það sem ég er að segja er að s.kv þessum upplýsingum þá væri ekki hagkvæmt að byrja hérna, olíufyrirtækin myndu vilja fá svo stóran hlut af afrakstrinum uppí kosnað að okkar hlutur yrði varla þess virði að fara útí þetta næsta áratuginn+, betra að eiga þetta fyrir seinna þegar olíuverð er orðið enn dýrara og það er búið að pumpa upp allstaðar annarsstaðar.


Hvað með þegar það verður byrjað að leita að olíu á norð-austur horni Grænlands? Þá gætu íslendingar þjónustað þá framleiðslu sem verður þar og allt verður bara ready hér til að græða á þeirri leit. Horfa til lengri tíma. :-"

Annars þá held ég að þú getir alveg búist við að sjá sem minnst af þessum pening sama hvenær verður farið í olíu framleiðslu á Íslandi. Íslendingar taka líklegast mest inn á þjónustu við þessi svæði og þá vona ég að íslendingar læri af norðmönnum og fjárfesti skynsamlega þá peninga sem koma úr þessu ævintýri.

Re: Olía og Gas við Ísland

Sent: Sun 12. Maí 2013 16:40
af odinnn
Gislinn skrifaði:
Stuffz skrifaði:50 milljón tunnur hljómar kannski mikið en það er líka rándýrt að setja upp svona starfsemi.

Það sem ég er að segja er að s.kv þessum upplýsingum þá væri ekki hagkvæmt að byrja hérna, olíufyrirtækin myndu vilja fá svo stóran hlut af afrakstrinum uppí kosnað að okkar hlutur yrði varla þess virði að fara útí þetta næsta áratuginn+, betra að eiga þetta fyrir seinna þegar olíuverð er orðið enn dýrara og það er búið að pumpa upp allstaðar annarsstaðar.


Hvað með þegar það verður byrjað að leita að olíu á norð-austur horni Grænlands? Þá gætu íslendingar þjónustað þá framleiðslu sem verður þar og allt verður bara ready hér til að græða á þeirri leit. Horfa til lengri tíma. :-"

Annars þá held ég að þú getir alveg búist við að sjá sem minnst af þessum pening sama hvenær verður farið í olíu framleiðslu á Íslandi. Íslendingar taka líklegast mest inn á þjónustu við þessi svæði og þá vona ég að íslendingar læri af norðmönnum og fjárfesti skynsamlega þá peninga sem koma úr þessu ævintýri.

Olíuleit við Grænland er reyndar kominn mun lengra en hér við Ísland. Einnig stefnir allt í að þjónusta við það svæði muni koma frá Íslandi þar sem möguleiki fyrir stórar hafnir á Grænlandi eru litlar plús það að það er nánst engin byggð þarna þannig að það er líka erfitt að manna höfn þar.

Re: Olía og Gas við Ísland

Sent: Sun 12. Maí 2013 16:47
af Stuffz
Gislinn skrifaði:
Stuffz skrifaði:50 milljón tunnur hljómar kannski mikið en það er líka rándýrt að setja upp svona starfsemi.

Það sem ég er að segja er að s.kv þessum upplýsingum þá væri ekki hagkvæmt að byrja hérna, olíufyrirtækin myndu vilja fá svo stóran hlut af afrakstrinum uppí kosnað að okkar hlutur yrði varla þess virði að fara útí þetta næsta áratuginn+, betra að eiga þetta fyrir seinna þegar olíuverð er orðið enn dýrara og það er búið að pumpa upp allstaðar annarsstaðar.


Hvað með þegar það verður byrjað að leita að olíu á norð-austur horni Grænlands? Þá gætu íslendingar þjónustað þá framleiðslu sem verður þar og allt verður bara ready hér til að græða á þeirri leit. Horfa til lengri tíma. :-"

Annars þá held ég að þú getir alveg búist við að sjá sem minnst af þessum pening sama hvenær verður farið í olíu framleiðslu á Íslandi. Íslendingar taka líklegast mest inn á þjónustu við þessi svæði og þá vona ég að íslendingar læri af norðmönnum og fjárfesti skynsamlega þá peninga sem koma úr þessu ævintýri.


Já þjónusta við Grænland er miklu meira practical dæmi, þeim vantar sumt það sem við höfum allavegana hérna austanmegin, en vestanmegin myndu þeir hugsanlega fá þjónustu frá Kanada.

Ég vinn með Náunga frá Ghana og þar hafa þeir fundið helling af Olíu nýverið og eru að verja henni gáfulega, t.d. með samning við S-Kóreskan verktaka um að byggja 300.000 íbúðarhús o.s.f. Ghana er eitt þróaðasta ríki Afríku jafnvel meira en Suður Afríka, Grænlengingar eiga eflaust eftir að vanta verktaka til að byggja ekki bara undir Olíuþjónustuna heldur líka fyrir ágóðann af sölunni, sé t.d. fyrir mér ÍAV o.s.f. eiga eftir að keppast um að fá feita samninga við þá eftir ekki svo mörg ár, mætti sjálfsagt efla utanríkissamstarfið við þá enn frekar.