Lastið... verslanir þurfa að gera betur
Sent: Mið 08. Maí 2013 21:53
Ég hef verið á allnokkru búðarflakki í tölvuverslanir undanfarið, skoða skjái, hátalara o.s.frv. Ég hef farið í Advania, Elko, Tölvuvirkni, Tölvulistann, Kísildal, Tölvutek, BT o.s.frv.
Eitt sem ég hef orðið verulega var við, og það skiptir ekki máli um hvaða verslun er að ræða, það er að erfitt er að sjá eða heyra og prófa það sem er verið að selja.
Hátalarar eru oftast ótengdir, og ekki hægt að prófa án þess að þurfa finna sölumann og pína hann til þess að tengja við eitthvað til þess að heyra hljómgæðin í. Ég kaupi ekki hátalara nema ég heyri í þeim fyrst, og ég kaupi þá ekki útaf "lúkkinu". Maður á að geta gengið að hátölurum sem vísum og prófað þá án afskipta, ég vil skoða án þess að einhver sölumaður sé á bakinu á mér. Allt annað "puts me off". Ef það virðist vera vesen að prófa eitthvað, þá nenni ég ekki að standa í því. Ég er ekki að fara eyða peningum í eitthvað sem ég get ekki heyrt í.
Skjáir eru ótengdir, settir á óaðgengilegan stað einhversstaðar efst upp á hillu. Elko er t.d. með skjáina tengda, en við VGA!!! og aðeins er hægt að horfa á eitthvað vídjó spila á auto-repeat. Ég bað um að sjá skjá í Elko en sölumaðurinn nokkurnveginn hunsaði mig, stillti bara á vídjó playback með VGA tengi (líklega það eina sem var í boði). Ég vildi sjá skjáinn í action í Windows með DVI. En það virtist vera einsog að biðja um eitthvað ómögulegt. Það var þó aðeins skárra í Advania, þó skjárinn sem ég vildi sjá í action var tengdur við tölvu sem var "læst" og ekki hægt að aflæsa. Tölvutek var með nær alla skjáina einhversstaðar á hillu 3 metra uppi, en voru liðlegir ef maður bað um að sjá þá. En að horfa á tölvuskjá sem situr á hillu langt fyrir ofan sig er ekki alveg það sama og að sitja fyrir framan hann og því ómarktækt.
Tölvumýs eru oftast aðgengilegar til að þreifa á, en hinsvegar ætíð ótengdar við tölvu. Sama á við um lyklaborð.
Ég er ekki að biðja um mikið, bara að þessi helstu "human interface" tæki séu tengd við tölvu, því hljóð, mynd og interaction tæki (mýs og lyklaborð) skipta afar miklu máli. Það er ekki endilega verðið sem er málið, heldur að menn finni það sem henti þeim. Ég er ekki að biðja um að hægt sé að prófa prentara eða örgjörva. Oftast er hægt að tengja mörg svona jaðartæki við eina tölvu, þannig að ég skil ekki vandamálið.
Eina sem ég kaupi útaf speccum eru íhlutir á borð við örgjörva, móðurborð, minni, o.s.frv. Hitt vil ég heyra, sjá, prófa, þukla.
Hví er svona erfitt að gera viðskiptavinum þetta kleift?
Þegar viðskiptavinir leggja það á sig að koma í verslunina, þá á að vera auðvelt að prófa þessa hluti.
Eitt sem ég hef orðið verulega var við, og það skiptir ekki máli um hvaða verslun er að ræða, það er að erfitt er að sjá eða heyra og prófa það sem er verið að selja.
Hátalarar eru oftast ótengdir, og ekki hægt að prófa án þess að þurfa finna sölumann og pína hann til þess að tengja við eitthvað til þess að heyra hljómgæðin í. Ég kaupi ekki hátalara nema ég heyri í þeim fyrst, og ég kaupi þá ekki útaf "lúkkinu". Maður á að geta gengið að hátölurum sem vísum og prófað þá án afskipta, ég vil skoða án þess að einhver sölumaður sé á bakinu á mér. Allt annað "puts me off". Ef það virðist vera vesen að prófa eitthvað, þá nenni ég ekki að standa í því. Ég er ekki að fara eyða peningum í eitthvað sem ég get ekki heyrt í.
Skjáir eru ótengdir, settir á óaðgengilegan stað einhversstaðar efst upp á hillu. Elko er t.d. með skjáina tengda, en við VGA!!! og aðeins er hægt að horfa á eitthvað vídjó spila á auto-repeat. Ég bað um að sjá skjá í Elko en sölumaðurinn nokkurnveginn hunsaði mig, stillti bara á vídjó playback með VGA tengi (líklega það eina sem var í boði). Ég vildi sjá skjáinn í action í Windows með DVI. En það virtist vera einsog að biðja um eitthvað ómögulegt. Það var þó aðeins skárra í Advania, þó skjárinn sem ég vildi sjá í action var tengdur við tölvu sem var "læst" og ekki hægt að aflæsa. Tölvutek var með nær alla skjáina einhversstaðar á hillu 3 metra uppi, en voru liðlegir ef maður bað um að sjá þá. En að horfa á tölvuskjá sem situr á hillu langt fyrir ofan sig er ekki alveg það sama og að sitja fyrir framan hann og því ómarktækt.
Tölvumýs eru oftast aðgengilegar til að þreifa á, en hinsvegar ætíð ótengdar við tölvu. Sama á við um lyklaborð.
Ég er ekki að biðja um mikið, bara að þessi helstu "human interface" tæki séu tengd við tölvu, því hljóð, mynd og interaction tæki (mýs og lyklaborð) skipta afar miklu máli. Það er ekki endilega verðið sem er málið, heldur að menn finni það sem henti þeim. Ég er ekki að biðja um að hægt sé að prófa prentara eða örgjörva. Oftast er hægt að tengja mörg svona jaðartæki við eina tölvu, þannig að ég skil ekki vandamálið.
Eina sem ég kaupi útaf speccum eru íhlutir á borð við örgjörva, móðurborð, minni, o.s.frv. Hitt vil ég heyra, sjá, prófa, þukla.
Hví er svona erfitt að gera viðskiptavinum þetta kleift?
Þegar viðskiptavinir leggja það á sig að koma í verslunina, þá á að vera auðvelt að prófa þessa hluti.