Síða 1 af 1

Lastið... verslanir þurfa að gera betur

Sent: Mið 08. Maí 2013 21:53
af appel
Ég hef verið á allnokkru búðarflakki í tölvuverslanir undanfarið, skoða skjái, hátalara o.s.frv. Ég hef farið í Advania, Elko, Tölvuvirkni, Tölvulistann, Kísildal, Tölvutek, BT o.s.frv.

Eitt sem ég hef orðið verulega var við, og það skiptir ekki máli um hvaða verslun er að ræða, það er að erfitt er að sjá eða heyra og prófa það sem er verið að selja.

Hátalarar eru oftast ótengdir, og ekki hægt að prófa án þess að þurfa finna sölumann og pína hann til þess að tengja við eitthvað til þess að heyra hljómgæðin í. Ég kaupi ekki hátalara nema ég heyri í þeim fyrst, og ég kaupi þá ekki útaf "lúkkinu". Maður á að geta gengið að hátölurum sem vísum og prófað þá án afskipta, ég vil skoða án þess að einhver sölumaður sé á bakinu á mér. Allt annað "puts me off". Ef það virðist vera vesen að prófa eitthvað, þá nenni ég ekki að standa í því. Ég er ekki að fara eyða peningum í eitthvað sem ég get ekki heyrt í.

Skjáir eru ótengdir, settir á óaðgengilegan stað einhversstaðar efst upp á hillu. Elko er t.d. með skjáina tengda, en við VGA!!! og aðeins er hægt að horfa á eitthvað vídjó spila á auto-repeat. Ég bað um að sjá skjá í Elko en sölumaðurinn nokkurnveginn hunsaði mig, stillti bara á vídjó playback með VGA tengi (líklega það eina sem var í boði). Ég vildi sjá skjáinn í action í Windows með DVI. En það virtist vera einsog að biðja um eitthvað ómögulegt. Það var þó aðeins skárra í Advania, þó skjárinn sem ég vildi sjá í action var tengdur við tölvu sem var "læst" og ekki hægt að aflæsa. Tölvutek var með nær alla skjáina einhversstaðar á hillu 3 metra uppi, en voru liðlegir ef maður bað um að sjá þá. En að horfa á tölvuskjá sem situr á hillu langt fyrir ofan sig er ekki alveg það sama og að sitja fyrir framan hann og því ómarktækt.

Tölvumýs eru oftast aðgengilegar til að þreifa á, en hinsvegar ætíð ótengdar við tölvu. Sama á við um lyklaborð.


Ég er ekki að biðja um mikið, bara að þessi helstu "human interface" tæki séu tengd við tölvu, því hljóð, mynd og interaction tæki (mýs og lyklaborð) skipta afar miklu máli. Það er ekki endilega verðið sem er málið, heldur að menn finni það sem henti þeim. Ég er ekki að biðja um að hægt sé að prófa prentara eða örgjörva. Oftast er hægt að tengja mörg svona jaðartæki við eina tölvu, þannig að ég skil ekki vandamálið.

Eina sem ég kaupi útaf speccum eru íhlutir á borð við örgjörva, móðurborð, minni, o.s.frv. Hitt vil ég heyra, sjá, prófa, þukla.

Hví er svona erfitt að gera viðskiptavinum þetta kleift?

Þegar viðskiptavinir leggja það á sig að koma í verslunina, þá á að vera auðvelt að prófa þessa hluti.

:catgotmyballs

Re: Lastið... verslanir þurfa að gera betur

Sent: Mið 08. Maí 2013 22:18
af Baraoli
Svo sammáka þessu! Það er t.d með tölvuheyrnartól þá verður maður bara kaupa út frá specc's og kassa, þau eru vanalega ekki tengd eða bara uppi hillu í umbúðum.
Ég reyndar horfi alltaf á review's til að fá eitthvað um hlutinn. Breytir því þó ekki að það er glatað að geta ekki mátað, hlustað og prófað mic'inn

Re: Lastið... verslanir þurfa að gera betur

Sent: Mið 08. Maí 2013 23:11
af bAZik
Baraoli skrifaði:Svo sammáka þessu! Það er t.d með tölvuheyrnartól þá verður maður bara kaupa út frá specc's og kassa, þau eru vanalega ekki tengd eða bara uppi hillu í umbúðum.
Ég reyndar horfi alltaf á review's til að fá eitthvað um hlutinn. Breytir því þó ekki að það er glatað að geta ekki mátað, hlustað og prófað mic'inn

Besta mál að prófa heyrnatól hjá Pfaff.

Re: Lastið... verslanir þurfa að gera betur

Sent: Mið 08. Maí 2013 23:15
af Baraoli
bAZik skrifaði:
Baraoli skrifaði:Svo sammáka þessu! Það er t.d með tölvuheyrnartól þá verður maður bara kaupa út frá specc's og kassa, þau eru vanalega ekki tengd eða bara uppi hillu í umbúðum.
Ég reyndar horfi alltaf á review's til að fá eitthvað um hlutinn. Breytir því þó ekki að það er glatað að geta ekki mátað, hlustað og prófað mic'inn

Besta mál að prófa heyrnatól hjá Pfaff.



Ég er að tala um "gaming" tölvuheyrnartól með mic. Ekki sennheister tónlistar tól.
Ss bara í tölvubúðum almennt.

Re: Lastið... verslanir þurfa að gera betur

Sent: Mið 08. Maí 2013 23:41
af ZoRzEr
Verð að vera sammála þessu. Var að leita að ákveðnum hátölurum fyrir nokkru og skoðaði allar helstu verslanir, en hvergi var í boði að prófa tækin almennilega.

Tölvulistinn á Suðurlandsbrautinni er reyndar með sína skjái, lyklaborð og mýs tengdar við tölvur sem hægt er að prófa leiki og fleira. Allavega í boði að prófa helstu og dýrustu borðin og mýsnar.

Re: Lastið... verslanir þurfa að gera betur

Sent: Mið 08. Maí 2013 23:42
af vesley
ZoRzEr skrifaði:Verð að vera sammála þessu. Var að leita að ákveðnum hátölurum fyrir nokkru og skoðaði allar helstu verslanir, en hvergi var í boði að prófa tækin almennilega.

Tölvulistinn á Suðurlandsbrautinni er reyndar með sína skjái, lyklaborð og mýs tengdar við tölvur sem hægt er að prófa leiki og fleira. Allavega í boði að prófa helstu og dýrustu borðin og mýsnar.



Verð að vera sammála með Tölvulistann á Suðurlandsbraut, sú búð er alveg til fyrirmyndar varðandi úrval á vörum til að prófa.

Re: Lastið... verslanir þurfa að gera betur

Sent: Fim 09. Maí 2013 00:07
af bAZik
Baraoli skrifaði:
bAZik skrifaði:
Baraoli skrifaði:Svo sammáka þessu! Það er t.d með tölvuheyrnartól þá verður maður bara kaupa út frá specc's og kassa, þau eru vanalega ekki tengd eða bara uppi hillu í umbúðum.
Ég reyndar horfi alltaf á review's til að fá eitthvað um hlutinn. Breytir því þó ekki að það er glatað að geta ekki mátað, hlustað og prófað mic'inn

Besta mál að prófa heyrnatól hjá Pfaff.



Ég er að tala um "gaming" tölvuheyrnartól með mic. Ekki sennheister tónlistar tól.
Ss bara í tölvubúðum almennt.

Ah, meinar þannig. Fyrirtæki ættu að taka Pfaff til fyrirmyndar þá.

Re: Lastið... verslanir þurfa að gera betur

Sent: Fim 09. Maí 2013 00:10
af worghal
bAZik skrifaði:
Baraoli skrifaði:
bAZik skrifaði:
Baraoli skrifaði:Svo sammáka þessu! Það er t.d með tölvuheyrnartól þá verður maður bara kaupa út frá specc's og kassa, þau eru vanalega ekki tengd eða bara uppi hillu í umbúðum.
Ég reyndar horfi alltaf á review's til að fá eitthvað um hlutinn. Breytir því þó ekki að það er glatað að geta ekki mátað, hlustað og prófað mic'inn

Besta mál að prófa heyrnatól hjá Pfaff.



Ég er að tala um "gaming" tölvuheyrnartól með mic. Ekki sennheister tónlistar tól.
Ss bara í tölvubúðum almennt.

Ah, meinar þannig. Fyrirtæki ættu að taka Pfaff til fyrirmyndar þá.

pfaff er reyndar bara með sína tónlist í spilun.
geta þeir sett á eitthvað annað þegar maður prufar?
sérstaklega þar sem sumir eru mikið fyrir bassa en ekki kassagítarinn hans bubba.
og eru þau headphone tengd í magnara eða bara eitthvað drasl?

Re: Lastið... verslanir þurfa að gera betur

Sent: Fim 09. Maí 2013 01:15
af Stuffz
ég fór í elko fyrir mánuði og skoðaði vídeóið sem var að spila þar og það var greinilega enginn diskur sem þeir voru að spila heldur illa encodað videóskjal, sá artifacts í vídeóinu o.s.f.

ein útskýring fyrir að nota skjal en ekki disk gæti verið að blueray diskar hafa verið sagðir skemmast við mikla notkun sökum þess að blái geislinn er svo öflugur
http://www.youtube.com/watch?v=xfj1n8vPWCE

Re: Lastið... verslanir þurfa að gera betur

Sent: Fim 09. Maí 2013 01:29
af Plushy
Hef alltaf getað prófað hitt og þetta í Tölvutækni, oft margar mýs og lyklaborð tengt við tölvur sem hægt er að vafra um á netinu, prófa að skrifa á og hlusta í gegnum heyrnatól.

Annars er þetta því miður satt með flestalla staða sem maður fer á :)

Re: Lastið... verslanir þurfa að gera betur

Sent: Fim 09. Maí 2013 14:25
af kubbur
Ég hef bara sett það fyrir mig að kaupa hluti sem eg get ekki fengið að prufa i mörg ár