Síða 1 af 1

Leðuráklæði til útskipta á stólum?

Sent: Mán 06. Maí 2013 22:51
af TraustiSig
Sælir.

Konan er að fara að skipta um áklæði á þónokkrum stólum hérna í eldhúsinu.

Vantar svart leður í metravís og veit satt best að segja ekki alveg hvert ég skal snúa mér.

Einhver með hint um hvar maður getur keypt efni í þetta? :happy

Re: Leðuráklæði til útskipta á stólum?

Sent: Mán 06. Maí 2013 23:44
af astro
TraustiSig skrifaði:Sælir.

Konan er að fara að skipta um áklæði á þónokkrum stólum hérna í eldhúsinu.

Vantar svart leður í metravís og veit satt best að segja ekki alveg hvert ég skal snúa mér.

Einhver með hint um hvar maður getur keypt efni í þetta? :happy


Hvítlist

http://www.hvitlist.is/

Re: Leðuráklæði til útskipta á stólum?

Sent: Þri 07. Maí 2013 01:26
af Minuz1
Og hvað ætlar þú að gera við leðrið þegar þú ert kominn með það í metravís, þú hendir þessu ekki í venjulega saumavél.

Ég persónulega er mjög hrifinn af kengúru, mjög sterkt og létt.

Re: Leðuráklæði til útskipta á stólum?

Sent: Þri 07. Maí 2013 11:32
af FriðrikH
Kengúruleður.. áhugavert, veistu hvar það fæst og hvernig verðið er? Vantar einmitt að bólstra setur á nokkrum eldhússtólum á þessu heimili.

Minuz1 skrifaði:Og hvað ætlar þú að gera við leðrið þegar þú ert kominn með það í metravís, þú hendir þessu ekki í venjulega saumavél.

Ég persónulega er mjög hrifinn af kengúru, mjög sterkt og létt.

Re: Leðuráklæði til útskipta á stólum?

Sent: Þri 07. Maí 2013 14:16
af TraustiSig
Væri hugsanlega best að setja bara gott leðurlíki á þetta..

Er Það ekki frekar notað í svona?