Síða 1 af 1
Innflutningsgjöld á Apple TV/Roku/Öðrum mediasp.?
Sent: Sun 05. Maí 2013 16:53
af AntiTrust
Sælir.
Veit e-r hér hvaða tollflokk diskalausir mediaspilarar flokkast undir? Þá á ég við tæki eins og Apple TV, Roku, Vizio, Logitech Revue og flr.
Re: Innflutningsgjöld á Apple TV/Roku/Öðrum mediasp.?
Sent: Sun 05. Maí 2013 16:57
af chaplin
Hugsa að þetta sé flokkað sem tölvur, en auðvita þar sem það er HDMI tengi á þessum tækjum gæti tollurinn komið með e-h stórkostlega vitlaus rök fyrir að þetta sé sjónvarp.
Re: Innflutningsgjöld á Apple TV/Roku/Öðrum mediasp.?
Sent: Sun 05. Maí 2013 17:22
af I-JohnMatrix-I
http://www.tollur.is/reiknivelFerð í hljóð og myndflutningstæki og svo veluru Hljóðflutningstæki,myndflutningstæki.
Til dæmis: myndbandsupptökutæki, myndafspilunartæki, hljóðupptökutæki, hljóðafspilunartæki, margmiðlunarspilarar, sjónvarpsflakkarar.
Sjá einnig sjónvarpsflakkara og tónlistarspilara undir flokknum tölvur og tölvubúnaður í reiknivélinni.
Re: Innflutningsgjöld á Apple TV/Roku/Öðrum mediasp.?
Sent: Sun 05. Maí 2013 17:29
af AntiTrust
Ah, ég sá ekki útlistanirnar áðan, takk fyrir þetta.
Sumsé rúmur 28þúsund fyrir 99USD tæki með flutningi. Ekki einu sinni fyndið.
Re: Innflutningsgjöld á Apple TV/Roku/Öðrum mediasp.?
Sent: Sun 05. Maí 2013 18:27
af audiophile
Jamm, það kostar að flytja þetta dót inn. Ég er alveg hættur að nenna að kaupa að utan og fórna ábyrgð fyrir einhverjar nokkrar krónur. Þetta var allt annað 2007.
Re: Innflutningsgjöld á Apple TV/Roku/Öðrum mediasp.?
Sent: Mán 06. Maí 2013 11:11
af coldcut
audiophile skrifaði:Þetta var allt annað 2007.
Það var allt allt annað árið 2007
AntiTrust: Ertu að spá í að kaupa þér Roku 3? Var nefnilega að skoða þetta um daginn og þeir senda ekki til Íslands (skv. customer support). Svo finnst mér e-ð óþægilegt við það að vera ekki með "íslenska" rafmagnskló á straumbreytinum (þoli ekki þessi stóru breytistykki!!!).
En ef einhverjir ætla að fara að panta þá er ég til í hóppöntun á Roku 3!
Re: Innflutningsgjöld á Apple TV/Roku/Öðrum mediasp.?
Sent: Mán 06. Maí 2013 11:32
af tlord
það er eitthvað verið að tala um að laga til í þessari innflutingsgjaldakakófóníu, en það er líka gamalt spjall
(hint: hættið að rukka vörugjöld)
það er líka þingnefnd einhverstaðar að reyna að finna út hvernig mætti gera póstverslun frá útlöndum
þægilegri, sú nefnd mun væntanlega skila af sér eftir 3-5 ár!
(hint: hættið að rukka ef verð er undir 5Þ, búið til vefgátt þar sem fólk getur gert einfalda tollskýrslu,
núna þarf sá sem ætlar að gera skýrslu sjálfur að aka um með pappírsskýrslur og bíða í nokkra daga)