Síða 1 af 1

[KöNNUN] Að kaupa tölvudót (10 krossar mögulegir)

Sent: Lau 27. Apr 2013 00:16
af rapport
Hvaða verslun getur þú ekki hugsað þér að eiga viðskipti við?

Re: [KöNNUN] Að kaupa tölvudót (10 krossar mögulegir)

Sent: Lau 27. Apr 2013 02:17
af DJOli
Tölvuvinnslan á Patreksfirði gleymdist.

Re: [KöNNUN] Að kaupa tölvudót (10 krossar mögulegir)

Sent: Lau 27. Apr 2013 02:39
af littli-Jake
ekki gáfulegt að vera að skoða svona þræði ölvaður. Misskildi algjörlega og merti við þá sem ég mundi vilja versla við og skildi svo ekkert í hvaða hinir á vaktinni væru að pæla. Sniðugur kostur samt að geta valið fleirir en 1 möguleika. :happy

Re: [KöNNUN] Að kaupa tölvudót (10 krossar mögulegir)

Sent: Lau 27. Apr 2013 03:07
af AciD_RaiN
littli-Jake skrifaði:ekki gáfulegt að vera að skoða svona þræði ölvaður. Misskildi algjörlega og merti við þá sem ég mundi vilja versla við og skildi svo ekkert í hvaða hinir á vaktinni væru að pæla. Sniðugur kostur samt að geta valið fleirir en 1 möguleika. :happy

Þú getur breytt valinu þínu ;)

Re: [KöNNUN] Að kaupa tölvudót (10 krossar mögulegir)

Sent: Lau 27. Apr 2013 23:02
af rapport
Rökin á bakvið toppana eru nokkuð augljós en er fólk alveg á móti því að kaupa Dell og HP líka?

Re: [KöNNUN] Að kaupa tölvudót (10 krossar mögulegir)

Sent: Lau 27. Apr 2013 23:52
af littli-Jake
AciD_RaiN skrifaði:
littli-Jake skrifaði:ekki gáfulegt að vera að skoða svona þræði ölvaður. Misskildi algjörlega og merti við þá sem ég mundi vilja versla við og skildi svo ekkert í hvaða hinir á vaktinni væru að pæla. Sniðugur kostur samt að geta valið fleirir en 1 möguleika. :happy

Þú getur breytt valinu þínu ;)


aaaaaa. sniðugt

Re: [KöNNUN] Að kaupa tölvudót (10 krossar mögulegir)

Sent: Sun 28. Apr 2013 00:35
af andrespaba
Ég skil ekki alveg afhverju Advania hefur svona lélegt"fylgi" hérna. Öll mín viðskipti við Advania hafa verið með þæginlegust viðskiptum sem ég hef átt, góð ábyrgðarstefna og flottir starfsmenn með mikinn þjónustuvilja. Er það þá verðið eða hvað?

Re: [KöNNUN] Að kaupa tölvudót (10 krossar mögulegir)

Sent: Sun 28. Apr 2013 00:40
af angelic0-
Verðlagningin hjá Advania er alveg út í hróa... sorry... fyrirtækið og starfsmenn þess eru til mikils sóma :!:

Ég merkti einmitt fyrst við þá sem að ég myndi hafa viðskipti við, merkti auðvitað við BUY.IS í algjöru gríni en var svo að furða mig á því að allir hinir væru að grína líka :lol:

Er búinn að leiðrétta þetta, og það kemur mér glettilega á óvart hversu margir hafa hakað við Tölvuvirkni, væri virkilega til í að fá reynslusögur af því þar sem að öll mín viðskipti hafa gengið snuðrulaust fyrir sig hjá þeim :!: