Síða 1 af 1

Monitoring á tölvunotkun. Umræðuþráður!

Sent: Fim 25. Apr 2013 23:14
af coldcut
Gúrú skrifaði:
coldcut skrifaði:Þetta er sennilega fimmti þráðurinn sem kemur hingað inn með svona spurningu og þeir enda alltaf í rugli (aðallega unglingar eða barnlaus ungmenni að setja sig á háan siðferðishest og tala um hvað foreldrið sé ömurlegt).


Ertu virkilega að gefa í skyn að það sé ekkert að því að gera þetta við einstakling sem þú þekkir án hans vitundar? :lol:

Á hvaða tímapunkti hættir það að vera í lagi, svona að þínu mati? 12 ára? 16? 18? 25?

Svona fyrst að þú ert almættið í þessu og við "unglingarnir og/eða barnlausu ungmennin" erum bara kjánar að setja okkur á háan siðferðishest.

Hvaða standard setjum við líka á það hvern maður má ætla sér að hlera án þeirrar vitundar hérna á Vaktinni?
Má ég biðja um RAT eða hjálpa öðrum að koma þeim fyrir á tölvum fórnarlambanna?

Mætti ég t.d. gera þetta við frænku mína ef hún er 7 ára? En ef hún er 16? Ég er að þessu henni til betrunar.

Höldum þessu bara út af þessu spjallborði í stað þess að taka þessar fáránlegu huglægu ákvarðanir.


Ég hef ekkert um þetta mál að segja þar sem ég get ekki sett mig í spor þeirra sem vilja monitora tölvunotkun! Upphafsþráðurinn er spurning og off topic getur verið hér!

framhald á: viewtopic.php?f=18&t=54673

Re: Monitoring á tölvunotkun. Umræðuþráður!

Sent: Fim 25. Apr 2013 23:16
af Gúrú
Nennir ekki eða getur ekki svarað þessu vegna þess að þín skoðun er svo fáránlega huglæg að það er of fáránlegt að hafa hana til að geta varið hana?

;)

Jæja þú editaðir upphafsinnleggið og tókst þar með innleggið mitt úr samhengi, frábært.

Re: Monitoring á tölvunotkun. Umræðuþráður!

Sent: Fim 25. Apr 2013 23:19
af coldcut
Gúrú skrifaði:Nennir ekki eða getur ekki svarað þessu vegna þess að þín skoðun er svo fáránlega huglæg að það er of fáránlegt að hafa hana til að geta varið hana?

;)


Ég hef bara ekkert um þetta mál að segja því ég hef enga skoðun á þessu, plain and simple! Ég get ekki sett mig í spor foreldris sem vill fylgjast með barninu sínu og ekki heldur einhvers sem vill fylgjast með tölvunotkun 7 ára frænku sinnar eða 16 ára frænku sinnar.

EDIT: Ég var að edita það meðan þú varst að skrifa þitt. Svaraði þessu aftur for good measure ;)

Re: Monitoring á tölvunotkun. Umræðuþráður!

Sent: Fim 25. Apr 2013 23:21
af Gúrú
coldcut skrifaði:
Gúrú skrifaði:Nennir ekki eða getur ekki svarað þessu vegna þess að þín skoðun er svo fáránlega huglæg að það er of fáránlegt að hafa hana til að geta varið hana?
;)

Ég hef bara ekkert um þetta mál að segja því ég hef enga skoðun á þessu, plain and simple! Ég get ekki sett mig í spor foreldris sem vill fylgjast með barninu sínu og ekki heldur einhvers sem vill fylgjast með tölvunotkun 7 ára frænku sinnar eða 16 ára frænku sinnar.
EDIT: Ég var að edita það meðan þú varst að skrifa þitt. Svaraði þessu aftur for good measure ;)


Þyrftirðu að "geta sett þig í spor nauðgara" til að geta séð út hvort að nauðgun sé í lagi?

Re: Monitoring á tölvunotkun. Umræðuþráður!

Sent: Fim 25. Apr 2013 23:23
af JohnnyX
Mér finnst góft að setja KeyLogger í tölvu hjá barni/ungling en ég myndi alveg skilja ef að foreldri myndi vilja hafa einhverja hugmynd hvað krakkinn sinn gerði á netinu.
Ýmislegt hægt að gera á netinu og mín skoðun sú að það er allt í lagi að fylgjast eitthvað með.
Svo er alltaf spurningin hvar þessi fína lína liggur.

Re: Monitoring á tölvunotkun. Umræðuþráður!

Sent: Fim 25. Apr 2013 23:25
af coldcut
Gúrú skrifaði:
coldcut skrifaði:
Gúrú skrifaði:Nennir ekki eða getur ekki svarað þessu vegna þess að þín skoðun er svo fáránlega huglæg að það er of fáránlegt að hafa hana til að geta varið hana?
;)

Ég hef bara ekkert um þetta mál að segja því ég hef enga skoðun á þessu, plain and simple! Ég get ekki sett mig í spor foreldris sem vill fylgjast með barninu sínu og ekki heldur einhvers sem vill fylgjast með tölvunotkun 7 ára frænku sinnar eða 16 ára frænku sinnar.
EDIT: Ég var að edita það meðan þú varst að skrifa þitt. Svaraði þessu aftur for good measure ;)


Þyrftirðu að "geta sett þig í spor nauðgara" til að geta séð út hvort að nauðgun sé í lagi?


Ef þér finnst þessi samlíking í lagi þá er e-ð mikið að í kollinum á þér!!! ](*,)

Farvel!

EDIT: JohnnyX byrjar umræðurnar, haldið þeim áfram. Ég segi bless!

Re: Monitoring á tölvunotkun. Umræðuþráður!

Sent: Fim 25. Apr 2013 23:28
af AntiTrust
@Gúru: Er ekki frekar fáránlegra og merki um talsverða þröngsýni að halda því fram að skoðun ólík þinni eigin sé fáránleg?

Ég er barnlaus sjálfur en hef oft fengið spurningar um þetta frá viðskiptavinum mínum í gegnum tíðina og ekki alveg vitað hvort og hversu mikið ég á að vera að leiðbeina með þetta, prinsipp lega séð. Yfirleitt bendi ég á parental controls í W7/W8 og í routernum sjálfum. Mér finnst það ca. allt sem foreldri eigi að hafa völd yfir hjá tölvunotkun hjá unglingi.

Þá á við eftirfarandi atriði:

- Stjórna því hvenær hægt er að logga sig inn á tölvuna (Á meðan barnið er ungt, ekki eftir 12/13 ára aldur.)
- Stjórna því hvort þeir megi spila R rated leiki og hvenær má ræsa ákveðna leiki og hvenær ekki.
- Stjórna því hvenær Internet er virkjað (t.d. ekki virkt á vélinni þeirra eftir kl e-ð ákveðið á virkum dögum)
- Stjórna aðgangi að ákveðnum síðum, bæði með síum á tengingunni sjálfri sem og tímastýring á samfélagssíður.

Finnst í góðu lagi að foreldrar ungra krakka fylgist með því hvað er í gangi á FB síðu viðkomandi, hverjir eru vinir barnanna og slíkt, en allt persónulegt monitoring, svosem chat logs á IM's, email samskipti, history logs og annað slíkt finnst mér nánast undantekningarlaust yfir strikið, svo lengi sem við erum að tala um ungling en ekki barn.

Re: Monitoring á tölvunotkun. Umræðuþráður!

Sent: Fim 25. Apr 2013 23:42
af Gúrú
coldcut skrifaði:Ef þér finnst þessi samlíking í lagi þá er e-ð mikið að í kollinum á þér!!! ](*,)


Hvað er að samlíkingunni?

Ég er ekki að segja að það sé "sami hlutur" að nauðga fólki og að hlera það, en ég er að segja að það sé mjög heimskulegt
að segja "ég get ekki sett mig í spor John Wilkes Booth svo ég hef enga skoðun á því sem hann gerði" þegar að einhver spyr þig hvort það væri rangt að skjóta mann í höfuðið.

@Gúru: Er ekki frekar fáránlegra og merki um talsverða þröngsýni að halda því fram að skoðun ólík þinni eigin sé fáránleg?

Væri það ekki kjánalegt að neita því að manni geti fundist eitthvað fáránlegt?
Væri það "merki um talsverða þröngsýni" að finnast það fáránlegt að einhver hafi þá skoðun að gyðingar séu mein samfélagsins og beri að útrýma; eða áttirðu ekki við það sem þú skrifaðir?
Því það sem þú varst að skrifa myndi gefa það í skyn að það væri fáránlegt og merki um talsverða þröngsýni að finnast sú skoðun fáránleg.

Ber ekki frekar að dæma það út frá skoðuninni hvort að hún er fáránleg eða ekki; en ekki eftir því hvort þú deilir henni eða ekki?
Ég er barnlaus sjálfur en hef oft fengið spurningar um þetta frá viðskiptavinum mínum í gegnum tíðina og ekki alveg vitað hvort og hversu mikið ég á að vera að leiðbeina með þetta, prinsipp lega séð. Yfirleitt bendi ég á parental controls í W7/W8 og í routernum sjálfum. Mér finnst það ca. allt sem foreldri eigi að hafa völd yfir hjá tölvunotkun hjá unglingi.


Þar erum við algjörlega sammála. Mér væri í rauninni alveg sama ef að foreldri vaktaði alla tölvunotkun hjá unglingi, þó að mér þætti það ljótt og óþarfi ef að
hann væri ekki tilneyddur vegna fíkniefnanotkunar eða sambærilegu, en það að gera það án þess að láta einstaklinginn vita vekur mér óhug; og það virðist alltaf ætlun þeirra sem rata hingað inn með þessa beiðni.

Re: Monitoring á tölvunotkun. Umræðuþráður!

Sent: Fim 25. Apr 2013 23:48
af rango
Enn þá er spurningin hvar nær maður sér í keylogger?

Re: Monitoring á tölvunotkun. Umræðuþráður!

Sent: Fös 26. Apr 2013 01:51
af Xovius
Gúrú skrifaði:Mér væri í rauninni alveg sama ef að foreldri vaktaði alla tölvunotkun hjá unglingi, þó að mér þætti það ljótt og óþarfi ef að
hann væri ekki tilneyddur vegna fíkniefnanotkunar eða sambærilegu, en það að gera það án þess að láta einstaklinginn vita vekur mér óhug; og það virðist alltaf ætlun þeirra sem rata hingað inn með þessa beiðni.


Það er einmitt það sem fær mig ávallt til að hugsa hvort þetta séu alltaf í raun og veru bara overprotective foreldrar eða einhverjir vafasamir einstaklingar að biðja um ráð.

Hvernig er það annars með rétt barna og unglinga í þessum málum? Er hann enginn?
Man að mér fannst það til dæmis helvíti langt gengið þegar móðir mín kom að tölvunni minni opinni þegar ég var 17 ára og ákvað að lesa í gegnum öll skype samtölin mín.