edit: hvaða bull er það að geta ekki hlekkjað í fréttir af símon.is ?
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Þri 16. Apr 2013 11:09
af capteinninn
Sweet, maður hefur heyrt svo mikið af góðum hlutum um þetta. Loksins kemst maður í að prófa þetta almennilega
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Þri 16. Apr 2013 12:37
af Icarus
Frábærar fréttir, notaði þetta mikið meðan ég bjó í Noregi.
Nútímavæðir tónlistamarkaðinn, tónlistamaðurinn fær sitt og neytandinn er sáttur.
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Þri 16. Apr 2013 12:46
af Cascade
Þessi verð, 5/10 evrur, ætli það vanti vsk inn í það?
Þetta er amk sirka 33% ódýrara en í danmörku þar sem þetta kostar 50/100DKK 6,7/13,4 evrur
Flott að geta skipt þessu yfir á íslenska kreditkortið, sérstaklega ef það er ódýara
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Þri 16. Apr 2013 13:06
af intenz
Nú er partý í höfuðstöðvum D3, STEF og Smáís
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Þri 16. Apr 2013 13:15
af DJOli
intenz skrifaði:Nú er partý í höfuðstöðvum D3, STEF og Smáís
no shit!. Smáís verða svo rasssárir möhahahaha.
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Þri 16. Apr 2013 19:10
af arons4
Þar sem þetta er streamað, er þetta talið innlent eða erlent niðurhal?
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Þri 16. Apr 2013 19:13
af intenz
arons4 skrifaði:Þar sem þetta er streamað, er þetta talið innlent eða erlent niðurhal?
Erlent myndi ég halda alveg örugglega.
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Þri 16. Apr 2013 19:44
af hfwf
arons4 skrifaði:Þar sem þetta er streamað, er þetta talið innlent eða erlent niðurhal?
Erlent.
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Þri 16. Apr 2013 21:13
af audiophile
Ætli þeir komi með speglun fyrir þetta innanlands?
Annars er ég mjög ánægður með að þetta sé komið hingað mun kaupa Premium aðgang.
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Þri 16. Apr 2013 21:16
af hfwf
audiophile skrifaði:Ætli þeir komi með speglun fyrir þetta innanlands?
Annars er ég mjög ánægður með að þetta sé komið hingað mun kaupa Premium aðgang.
Það væri gaman ef svo myndi verða, ég kaupi pottþétt Premium.
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Þri 16. Apr 2013 23:09
af gardar
audiophile skrifaði:Ætli þeir komi með speglun fyrir þetta innanlands?
Annars er ég mjög ánægður með að þetta sé komið hingað mun kaupa Premium aðgang.
Eflaust ekkert ólíklegt ef þeir fara að cache-a eitthvað af vinsælasta efninu á innlendum þjónum.
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Þri 16. Apr 2013 23:11
af dori
Var ekki einhver hluti af spotify p2p?
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Þri 16. Apr 2013 23:15
af hfwf
dori skrifaði:Var ekki einhver hluti af spotify p2p?
Spotify uses peer to peer transfers to supplement their available bandwidth. This has led to it being banned on large networks where users are not responsible for bandwidth costs.
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Þri 16. Apr 2013 23:28
af akarnid
Nota sjálfur Rdio sem opnaði hérna fyrir mánuði. Bjóða upp á svipað, nema þeir eru alfarið í veftækni, góður web player, mun meira clean viðmót, standalone playerinn þeirra er bara single-site browser, sem þýðir smooth keyrslu. Premium aðgangurinn þeirra þýðir líka að þá geturu syncað það sem þú vilt við síma appið þitt þannig að það sé available fyrir offline playback, sem er alger snilld. Sérstaklega ef þú ert að fara að vera þar sem er ekki 3G samband.
ókostir: sumt bara á Spotify,en ekki á Rdio, enda er Spotify King Kong í þessum streaming bransa. En Spotify gengur mest út á playlista og pregenerated 'útvarpsstöðvar' sem er einmitt ekki hvernig ég hlusta á tónlist, þannig að það er ekki fyrir mig.
Mun samt prófa þennan premium pakka þeirra í mánuð, og aðuvitað alltaf hafa það sem backup, því jú Spotify er frítt forever ef þú sættir þig við auglýsingar.
Ntw,núna eru Spotify, Rdio og Deezer fáanleg löglega á Íslandi. Top stuff.
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Þri 16. Apr 2013 23:39
af DJOli
Við þurfum náttúrulega bara að bíða eftir að sjá hvað smáís segja við þessu.
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Þri 16. Apr 2013 23:41
af gardar
DJOli skrifaði:Við þurfum náttúrulega bara að bíða eftir að sjá hvað smáís segja við þessu.
Væntanlega ekki neitt?
Þessi þjónusta er væntanlega búin að opna á íslenskum markaði þar sem þeir eru komnir með oll tilskilin leyfi
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Þri 16. Apr 2013 23:45
af DJOli
gardar skrifaði:
DJOli skrifaði:Við þurfum náttúrulega bara að bíða eftir að sjá hvað smáís segja við þessu.
Væntanlega ekki neitt?
Þessi þjónusta er væntanlega búin að opna á íslenskum markaði þar sem þeir eru komnir með oll tilskilin leyfi
Sjáum til.
skv. 'skilmálum' smáís færu þeir að græða BANK á spotify, svo mikinn bank að spotify væri órekanleg þjónusta miðað við verðmiðann sem smáís setur á gjaldið fyrir áhlustun tónlistar í x margar mínútur osfv.
Edit: Stef átti þetta að vera, í öllum svörum auðvitað.
Gjaldskrá fyrir notkun tónlistar á Internetinu 1. Niðurhal tónlistar (download): 8% heildartekna af starfseminni, Lágmark kr. 12 fyrir hvert eintak sem ekki er lengra en 5 mínútur. Sé verkið lengra skal greiða 12 kr. til viðbótar fyrir hverjar 5 mínútur sem við bætast.
2. Streymi tónlistar skv. beiðni (on-demand): 8% heildartekna af starfseminni. Mánaðarlegt lágmarksgjald 12.459 kr. Lágmark fyrir hvert streymi 3 kr. Afsláttur er veittur ef einungis er um að ræða tóndæmi. Ef tekna er ekki aflað af starfseminni eru einungis greidd lágmarksgjald af hverju streymi og/eða mánuði.
DJOli skrifaði:Við þurfum náttúrulega bara að bíða eftir að sjá hvað smáís segja við þessu.
Væntanlega ekki neitt?
Þessi þjónusta er væntanlega búin að opna á íslenskum markaði þar sem þeir eru komnir með oll tilskilin leyfi
Sjáum til.
hehe grunar að þetta sé satt hjá DJOli, smáís hafa ekki sagt sitt síðast...
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Þri 16. Apr 2013 23:53
af gissur1
oskar9 skrifaði:
DJOli skrifaði:
gardar skrifaði:
DJOli skrifaði:Við þurfum náttúrulega bara að bíða eftir að sjá hvað smáís segja við þessu.
Væntanlega ekki neitt?
Þessi þjónusta er væntanlega búin að opna á íslenskum markaði þar sem þeir eru komnir með oll tilskilin leyfi
Sjáum til.
hehe grunar að þetta sé satt hjá DJOli, smáís hafa ekki sagt sitt síðast...
Þeir hafa ekkert að segja um þetta, ef þeir fíla þetta ekki þá verða þeir bara að koma með eitthvað almennilegt tónlistar forrit sem fólk nennir að nota. Tónlist í dag er orðin nánast öll í tölvuformi og þeir verða bara að fylgja þróuninni.
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Þri 16. Apr 2013 23:54
af DJOli
gissur1 skrifaði:
oskar9 skrifaði:
DJOli skrifaði:
gardar skrifaði:
DJOli skrifaði:Við þurfum náttúrulega bara að bíða eftir að sjá hvað smáís segja við þessu.
Væntanlega ekki neitt?
Þessi þjónusta er væntanlega búin að opna á íslenskum markaði þar sem þeir eru komnir með oll tilskilin leyfi
Sjáum til.
hehe grunar að þetta sé satt hjá DJOli, smáís hafa ekki sagt sitt síðast...
Þeir hafa ekkert að segja um þetta, ef þeir fíla þetta ekki þá verða þeir bara að koma með eitthvað almennilegt tónlistar forrit sem fólk nennir að nota. Tónlist í dag er orðin nánast öll í tölvuformi og þeir verða bara að fylgja þróuninni.
Segðu þetta við Guðrúnu, Forstjóra Stefs. Hún mun nánast stefna þér í orðum.
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Mið 17. Apr 2013 00:38
af intenz
Það líður ekki langt um stund þangað til opnað verður fyrir Netflix hérna.
Smáís og Stef hafa alltaf verið á móti internetinu og lagt boð og bönn við öllu til að vinna gegn því. En internetið er MIKLU stærra og sterkara heldur en þessi félög, og það sýnir sig og sannar í þessu tilfelli. Það var rosalegur feill hjá þeim að hoppa ekki um borð í internet-lestina á sínum tíma og vinna með því. Þetta er fyrsta skrefið í átt að þeir brenni sig á því.
Re: Spotify komið til íslands
Sent: Mið 17. Apr 2013 08:16
af dori
Þegar þú ert stór kúnni borgarðu ekki eftir gjaldskrá. Það eru sér samningar um þetta allt saman.