Síða 1 af 1

Dell XPS M1330 Hitatölur - Hugmynd

Sent: Fim 11. Apr 2013 22:52
af BjarniTS
Sælir drengir ,

Er með Dell XPS M1330 (NVIDIA GEFORCE 8400M GS ) sem er með sitt hitavandamál. Eftir rykhreinsun og útskipti á kælikremi er tölvan í 55 gráðum lægri mörk , 85 gráðum meðal mörk. Hef ekki ennþá sett neitt stress á skjákjarnan af neinu ráði en tölvan er ekkert feimin við að hitna hérna.

Gætu þið sem eigið svona tölvur sagt mér á hvaða hita þær eru hjá ykkur ?

Hefur einhver hér prófað þetta ?
http://forum.notebookreview.com/dell-xp ... r-mod.html

Er einhver hér með einhver ráð sem hann hefur notað til að ná þessum módelum niður í hita ?

Re: Dell XPS M1330 Hitatölur - Hugmynd

Sent: Fim 11. Apr 2013 23:00
af AciD_RaiN
Sæll, ég er með eina Dell Xps M1330, reyndar búinn að upgrade-a örgjörvan í T9300.
En hitatölurnar hjá mér á Cpu eru í kringum 40°c idle og 72°c í prime95 eftir 30mín.
Gpu hitinn fer ekki hærra en 75°c í full stress.

Kv Peturthorra