Síða 1 af 1

Kaupmenn segjast geta lækkað matvælaverð um 40%!

Sent: Lau 30. Mar 2013 17:40
af hakkarin
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... 0_minutur/

Að því að þeir myndi nefnilega ekki bara halda sparnaðinum sjálfir og selja síðan áfram á sama eða að minsta kosti svipuðu verði og áður...

Ég er svo sem ekkert fylgandi neinum ofur-tollum á neitt, en mér finnst þetta samt virka of mikið eins og tilraun til þess að plata fólk. Hvað kæmi í veg fyrir að sparnaðurinn færi bara beint í vasan á seljandanum en ekki í vasa neytandans?

Það eru greinilega ekki bara stjórnmálamenn sem að stunda lýðskrum!

Re: Kaupmenn segjast geta lækkað matvælaverð um 40%!

Sent: Lau 30. Mar 2013 17:50
af urban
hakkarin skrifaði:http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/03/30/laekkad_verd_i_60_minutur/

Að því að þeir myndi nefnilega ekki bara halda sparnaðinum sjálfir og selja síðan áfram á sama eða að minsta kosti svipuðu verði og áður...

Ég er svo sem ekkert fylgandi neinum ofur-tollum á neitt, en mér finnst þetta samt virka of mikið eins og tilraun til þess að plata fólk. Hvað kæmi í veg fyrir að sparnaðurinn færi bara beint í vasan á seljandanum en ekki í vasa neytandans?

Það eru greinilega ekki bara stjórnmálamenn sem að stunda lýðskrum!


samkeppni myndi sjá til þess, það þyrfti ekki nema eina búð sem að myndi lækka verð hjá sér, hinar myndu mjög fljótlega fylgja á eftir.

Re: Kaupmenn segjast geta lækkað matvælaverð um 40%!

Sent: Lau 30. Mar 2013 18:01
af hakkarin
urban skrifaði:
hakkarin skrifaði:http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/03/30/laekkad_verd_i_60_minutur/

Að því að þeir myndi nefnilega ekki bara halda sparnaðinum sjálfir og selja síðan áfram á sama eða að minsta kosti svipuðu verði og áður...

Ég er svo sem ekkert fylgandi neinum ofur-tollum á neitt, en mér finnst þetta samt virka of mikið eins og tilraun til þess að plata fólk. Hvað kæmi í veg fyrir að sparnaðurinn færi bara beint í vasan á seljandanum en ekki í vasa neytandans?

Það eru greinilega ekki bara stjórnmálamenn sem að stunda lýðskrum!


samkeppni myndi sjá til þess, það þyrfti ekki nema eina búð sem að myndi lækka verð hjá sér, hinar myndu mjög fljótlega fylgja á eftir.


2 vandamál við þessi rök:

1. Þú ert ekki að búa til meirri samkeppni með því að flytja inn. Þótt að varan komi frá útlöndum þartu samt væntanlega að kaupa hana Íslenskri verslun. Það er hægt að okra á þér þar alveg sama hvort að varan komi frá útlöndum eða sé búinn til á Íslandi. Eða hvort að töllar séu háir eða lágir.

2. Af hverju ætti eitthver að vilja að lækka verðið til þess að byrja með? Eina ástæðan væri væntanlega til þess að fá til sín fleirri viðskiptavinni, sem hljómar eins og nóg og góð ástæða þangað til að þú hugsar þetta til lengdar...

Eins og þú sagðir, ef að einn myndi lækka þá myndu aðrir fylgja eftir. En ef að það er svona af hverju þá að lækka verðið? Ef að fjöldi viðskiptavinna drefist bara aftur til hinna hvort eð er eftir að hinnir lækka líka sín verð hvað græðir þú þá eiglega? Þú værir bara að selja til sama fjölda og áður en fyrir minni penning. Hljómar ekki eins og góð viðskipti.

Þá hefur mér líka alltaf fundist samkeppnisrökin verið soldið veik í Íslensku samhengi. Landið er of lítið og einangrað til þess að hér geti verið samkeppni sem er sambærileg því að sem er algengara í útlöndum. Það breytist ekkert þótt að við lækkum tölla.

EDIT: Gleymdi líka að segja að ég er ekki sammála að það þurfi bara einn að lækka verð til þess að allir hinnir geri það líka. Það er enginn ógn við skipulagið að eitthver 1 verslun eitthverstaðar lækki verðið eitthvað.

Re: Kaupmenn segjast geta lækkað matvælaverð um 40%!

Sent: Lau 30. Mar 2013 18:08
af FriðrikH
Við þurfum ekki að horfa langt aftur til að sjá að seljendur eru duglegir við að stinga svona gróða í vasann. Verðlækkanir voru alls ekki að skila sér vel á mörgum sviðum þegar vsk breytingarnar voru gerðar á sínum tíma. Því miður held ég að samkeppni hér á klakanum sé ekki nægilega mikil til að markaðurinn rétti sig af með svona hluti.

Re: Kaupmenn segjast geta lækkað matvælaverð um 40%!

Sent: Lau 30. Mar 2013 18:09
af angelic0-
Segjum að NETTÓ (Samkaup) lækki verð.... og það lækkar hjá öllum verslununum í keðjunni, þá fylgir BÓNUS strax á eftir...

Þetta er staðreynd..

Hinsvegar snýst þetta líka um (eins og bensínverð) samdrátt í sölu þegar að yfir ákveðinn halla er komið...

Segjum að þeir lækki ekki um 60% heldur taki kaupmennirnir 20% til sín...

40% lækkun skilar sér samt í aukinni sölu... segir sig sjálft... :!:

Re: Kaupmenn segjast geta lækkað matvælaverð um 40%!

Sent: Lau 30. Mar 2013 18:13
af rapport
angelic0- skrifaði:Segjum að NETTÓ (Samkaup) lækki verð.... og það lækkar hjá öllum verslununum í keðjunni, þá fylgir BÓNUS strax á eftir...

Þetta er staðreynd..

Hinsvegar snýst þetta líka um (eins og bensínverð) samdrátt í sölu þegar að yfir ákveðinn halla er komið...

Segjum að þeir lækki ekki um 60% heldur taki kaupmennirnir 20% til sín...

40% lækkun skilar sér samt í aukinni sölu... segir sig sjálft... :!:


Offita anyone?

Re: Kaupmenn segjast geta lækkað matvælaverð um 40%!

Sent: Lau 30. Mar 2013 18:21
af urban
hakkarin skrifaði:
urban skrifaði:
hakkarin skrifaði:http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/03/30/laekkad_verd_i_60_minutur/

Að því að þeir myndi nefnilega ekki bara halda sparnaðinum sjálfir og selja síðan áfram á sama eða að minsta kosti svipuðu verði og áður...

Ég er svo sem ekkert fylgandi neinum ofur-tollum á neitt, en mér finnst þetta samt virka of mikið eins og tilraun til þess að plata fólk. Hvað kæmi í veg fyrir að sparnaðurinn færi bara beint í vasan á seljandanum en ekki í vasa neytandans?

Það eru greinilega ekki bara stjórnmálamenn sem að stunda lýðskrum!


samkeppni myndi sjá til þess, það þyrfti ekki nema eina búð sem að myndi lækka verð hjá sér, hinar myndu mjög fljótlega fylgja á eftir.


2 vandamál við þessi rök:

1. Þú ert ekki að búa til meirri samkeppni með því að flytja inn. Þótt að varan komi frá útlöndum þartu samt væntanlega að kaupa hana Íslenskri verslun. Það er hægt að okra á þér þar alveg sama hvort að varan komi frá útlöndum eða sé búinn til á Íslandi. Eða hvort að töllar séu háir eða lágir.

2. Af hverju ætti eitthver að vilja að lækka verðið til þess að byrja með? Eina ástæðan væri væntanlega til þess að fá til sín fleirri viðskiptavinni, sem hljómar eins og nóg og góð ástæða þangað til að þú hugsar þetta til lengdar...

Eins og þú sagðir, ef að einn myndi lækka þá myndu aðrir fylgja eftir. En ef að það er svona af hverju þá að lækka verðið? Ef að fjöldi viðskiptavinna drefist bara aftur til hinna hvort eð er eftir að hinnir lækka líka sín verð hvað græðir þú þá eiglega? Þú værir bara að selja til sama fjölda og áður en fyrir minni penning. Hljómar ekki eins og góð viðskipti.

Þá hefur mér líka alltaf fundist samkeppnisrökin verið soldið veik í Íslensku samhengi. Landið er of lítið og einangrað til þess að hér geti verið samkeppni sem er sambærileg því að sem er algengara í útlöndum. Það breytist ekkert þótt að við lækkum tölla.

EDIT: Gleymdi líka að segja að ég er ekki sammála að það þurfi bara einn að lækka verð til þess að allir hinnir geri það líka. Það er enginn ógn við skipulagið að eitthver 1 verslun eitthverstaðar lækki verðið eitthvað.



það eru nokkrar "tegundir" verslana hérna.

farðu og skoðaðu verðið í t.d. lágvöruverslunum hérna, það er ástæða fyrir því að verð á flestum nauðsynjavörum í þeim eru mjög svipuð
það er vegna samkeppni, ef að ein búðin lækkar vöruverð hjá sér, þá fylgja aðrar yfirleitt mjög fljótlega eftir.

aftur á móti úti á landi þar sem að eingöngu ein búð er í bæjarfélagi, þar er samkeppnin ekki til staðar og vöruverð yfirleitt mun hærra.

það að halda því fram að samkeppni virki ekki á íslandi er bara að mínu mati út í hött.
Samkeppni á höfuðborgarsvæðinu í matvöruverslunum er í rauninni gríðarleg og í raun fáránlega hátt þjónustustig líka.