Síða 1 af 2
Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 09:47
af zedro
Góðan dag vaktarar.
Núna er ég með eina stutta handa ykkur og þá aðallega beint að rafmagns fróðum einstaklingum.
Þannig er mál með vexti að hérna niðrí vinnu er einn rafmagnsbíll og hleðslusnúran er að valda mér smá hugarangri.
En fyrrnefnd snúra er með 2x Kk schuko klóm.
Þannig að oftar en ekki þegar bíllinn er tekinn úr sambandi (endinn sem tengist í bílinn) er snúran oft enn í sambandi og þarf að
leiðandi einn hausinn "heitur". Núna er ég lítið sem ekkert inní rafmagni og er spurning mín sú:
Hversu hættulegt er 220v?Hef fengið mismunandi svör frá "smá kítl" yfir í heldur verra "hugsanlegt hjartastopp".
Z
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 10:03
af blitz
Ef þú myndir fá straum ætti væntanlega að slá út.
Hef fengið slíkan straum nokkrum sinnum og það er "bara smá kítl"
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 10:05
af steinn39
220v geta auðveldlega drepið en legaliðin á að slá út áður en það skeður. ég mundi halda að þetta gæti verið hættulegt og þetta er spurning um að breyta þessu setupi áður en einhver meiðir sig. þetta eru einfaldlega 2 heitir virar sem eru að valda óþarfa hættu.
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 10:13
af steinn39
svo vaðandi hversu hættulegt er rafmagn. þá er þetta spurnig hvar það fer inn og kemur út. ef þú snerti ein fasa með hægri hendinni og annan með vinstri þá getur spennan farið yfir hjartað og ef ég man rétt þarf ekki nema 0.5 amper yfir hjartað til að stopa það. og það gæti verið slæmur dagur. en ef þú rekur einn putta í báða fasana er þetta ekkert svo slæmt
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 11:29
af netscream
Rafmagn er alltaf hættulegt.
Hvað varðar heita hausinn -> það virðist vera einhver flöskuháls hjá þér, líklegast of grannar leiðslur eða ekki nógu vel skrúfuð tengi , þ.e.a.s vírar ekki nógu vel festir.
Það sem ég á við með flöskuháls, er að flutningsgeta víra er minni en hleðslutækið þarf til þess að geta hlaðið bílinn, og til þess að laga það þarf sverari víra.
En ALLTAF taka hleðslutæki úr sambandi frá stofni þegar búið er að hlaða, ekki leyfa því að hanga í sambandi.!!!!
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 12:04
af tlord
"En fyrrnefnd snúra er með 2x Kk schuko klóm."
ef það eru klær á báðum endum er þetta stórhættulegt fúsk
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 12:25
af netscream
tlord skrifaði:"En fyrrnefnd snúra er með 2x Kk schuko klóm."
ef það eru klær á báðum endum er þetta stórhættulegt fúsk
ég skildi þetta þannig að það eru tvær klær frá hleðslutæki í innstungu í húsi. vandinn er sá, að taka rafmagn frá sömu tengingunni er ekki góður hlutur.
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 12:44
af axyne
Venja alla á að taka úr sambandi úr vegg áður en það er tekið úr bílnum og þá ættirðu að vera save.
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 12:49
af zedro
Þetta er ein framlengingarsnúra með tveimur karlkyns Schuko hausum.
Bíll =]----------------[= Veggur
Ein fer í vegginn hin fer í bílinn. Svo þegar bíllinn er tekinn úr sambandi
er oftar en ekki bara tekið snúruna úr sambandi frá bílnum á meðan endinn
sem fer í veggin fær bara að vera þar áfram.
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 13:03
af tlord
Zedro skrifaði:Þetta er ein framlengingarsnúra með tveimur karlkyns Schuko hausum.
Bíll =]----------------[= Veggur
Ein fer í vegginn hin fer í bílinn. Svo þegar bíllinn er tekinn úr sambandi
er oftar en ekki bara tekið snúruna úr sambandi frá bílnum á meðan endinn
sem fer í veggin fær bara að vera þar áfram.
þetta er fullkomið WTF
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 13:06
af kfc
Zedro skrifaði:
Hversu hættulegt er 220v?
Z
Það getur auðveldlega drepið þig eða valdið mjög alvegum innvortis bruna. Ragmagnsbrunar eru það sem lækan á bráðamótökum óttast mest, því það sérst voðalega lítið utan á þér en það getur verið allt í steik inn í þér.
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 13:25
af tlord
drífðu allavega í að skrá þá sem koma nálægt þessu sem líffæragjafa
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 13:28
af hfwf
dibs á lifrina!!
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 14:22
af odinnn
230V er alltaf hættulegt, og það að hafa kló á endanum á framlengingarsnúru er bara vitleysa. Tveir óvarðir fasar eru bara að byðja um vandræði og líkaminn þolir bara 0,05A í örfáar millisekúntur ef straumurinn gengur í gegnum hjartað. Það að þetta sé bara pínu kítl er þegar það neistar örsnökkt í putta eða álíka frá einum fasa og og þú vel einangraður frá öllu öðru. Lekaliðinn er vissulega þarna til að bjarga manni ef eitthvað skildi gerast en maður á ekki að stóla eingöngu á hann frekar en loftpúða í bíl. Skil ekki hvaða rafmagnsbíll þetta er þar sem þessi hleðslutenging er algjörlega ólögleg.
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 14:34
af tlord
lekaliði gerir ekkert fyrir þá sem lenda í fasa og núlli, eins og myndi gerast þarna.
er þetta etv samt snúra sem flytur 48v ? vonandi
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 14:51
af odinnn
Nei vissulega ekki en það er mikilvægt fyrir fólk að vera ekki að treysta bara á lekaliðan/öryggið til að bjarga sér. Það er ástæða fyrir því að rafmagnsvírar/snertur eru aldrei aðgengilegar fyrir snertingu.
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 15:00
af Minuz1
220v er ekki mælikvarði hversu hættulegt rafmagn er
Hérna er myndband af manni leika sér að 200k voltum:
http://www.youtube.com/watch?v=ubZuSZYVBng Ég er með ofn í minni vinnu sem er 3x 220v á 100 Amp.
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 15:05
af tdog
230 volt geta verið hættuleg, þetta fer allt eftir straumnum. Annars er málstraumur á svona klóm 16A, þ.e þær þola 16A álag.
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 15:05
af tdog
230 volt geta verið hættuleg, þetta fer allt eftir straumnum. Annars er málstraumur á svona klóm 16A, þ.e þær þola 16A álag.
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 17:38
af Gunnar
Setja klóna á bílinn og innstunguna á framlengingarsnúruna?
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 18:15
af gardar
Það er ástæða fyrir því að þessir kaplar eru kallaðir "
sjálfsmorðs kaplar"
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fim 28. Mar 2013 21:13
af CendenZ
Bíddu hægur, wait wait ertu að grínast
Er þetta lausnin á bílnum ? Þetta er alveg bannað sama hvaða landi þú ert í.
Geturu ekki græjað female á endann og svo plugg úr bílnum með male ?
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fös 29. Mar 2013 00:50
af zedro
@Cendenz: Já ég myndi vilja gera það en ég veit ekki hvernig verkstæðisformaðurinn myndi taka í það að ég færi að skipta um klær.
Í sjálfu sér lítið mál að skipta út klónni enda gert það oft og mörgum sinnum. Ferlið sem ég þarf að fara í gengum hérna í vinnunni til að
fá þetta gert tekur einhvern tíma og verkstæðisformaðurinn myndi eflaust bara taka tillögu minni sem óþarfa væl einsog alltaf.
Mér finnst bara athyglisvert hvað ég virðist vera sá eini sem setur eitthvað útá þetta. Stundum finnst manni einsog
það vanti alla rökhugsun hérna í vinnunni
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fös 29. Mar 2013 01:34
af tdog
Hvar ertu að vinna?
Re: Spurning varðandi 220v
Sent: Fös 29. Mar 2013 01:41
af zedro
@tdog: Það fylgir ekki sögunni
enda þráðurinn um hættur 220v.