Síða 1 af 1

Hækkun á verði/um

Sent: Mið 27. Mar 2013 21:29
af siggik
Smá hugleiðing, búinn að felgjast með verðinu á i3 seinustu mánuði, aðalega til að sjá hversu lágt hann færi, svo sá ég núna að hann hækkar um 2þús kr hjá tölvutækni sem hafa verið ódýrastir

hvernig stendur á því ? kannski bara hækkun hjá byrgja ?

Intel Core i3 3220 3.3 Ghz Dual Core

Re: Hækkun á verði/um

Sent: Mið 27. Mar 2013 22:10
af Gúrú
Það gætu bara verið svo gríðarlega margar ástæður fyrir því. Var verðið semsagt í 17.900 krónum hjá þeim?

Það er t.d. engin ástæða fyrir þá til þess að undirbjóða alla aðra svo stórlega.

Re: Hækkun á verði/um

Sent: Mið 27. Mar 2013 22:47
af siggik
Gúrú skrifaði:Það gætu bara verið svo gríðarlega margar ástæður fyrir því. Var verðið semsagt í 17.900 krónum hjá þeim?

Það er t.d. engin ástæða fyrir þá til þess að undirbjóða alla aðra svo stórlega.



fannst þetta athyglisvert því þeir hafa verið lægstir í þónokkurn tíma

væri flott að hafa sama fídus á verðunum og er td á genginu hjá td Landsbankanum, klikkar á og geta skoðað þróunina, hækkun lækkun osfr

Re: Hækkun á verði/um

Sent: Mið 27. Mar 2013 23:55
af Klemmi
Einfaldlega vegna þess að við vorum farnir að borga með þessum örgjörvum og ákváðum að hætta því :oops: