Er einhversstaðar á landinu hægt að kaupa svona óslípað sverð, og ef ekki (sem ég giska á), er þá leyfilegt að fá sent heim frá amazon eða eitthvað svona sverð, bara óslípað?
Væri cool að hafa svona sverð uppi á vegg hjá sér..
Re: Samurai sverð
Sent: Lau 23. Mar 2013 14:29
af worghal
minnir að allur innflutningur á sverðum sé bannaður á íslandi, þó svo að nokkrir séu með undantekningar eins og til dæmis Rimmugýgur og safnarar með viðeigandi leifi. annars væri allt fullt af sverðum hjá mér frá Trueswords.com
En eins og mér skylst þá þarftu að sækja um leyfi til innflutings á vopnum/síningargripum.
Re: Samurai sverð
Sent: Lau 23. Mar 2013 14:40
af danheling92
worghal skrifaði:minnir að allur innflutningur á sverðum sé bannaður á íslandi, þó svo að nokkrir séu með undantekningar eins og til dæmis Rimmugýgur og safnarar með viðeigandi leifi. annars væri allt fullt af sverðum hjá mér frá Trueswords.com
Líka gott að vera reiðubúinn fyrir Zombie apocalypsuna
Weapon of choice : Katana
Edit: Vinur minn átti einusinni óbeitt katana sverð sem hann keypti og kom með til landsins. Afhverju erum við Íslendingar svona paranoid þegar kemur að svona hlutum, ég meina, ef að einhver ætlar að stúta manneskju, þá er ekki eins og að hann þyrfti sverð til þess. Hann gæti auðveldlega notað hníf. Hversu oft er morð framið með sverði?
Re: Samurai sverð
Sent: Lau 23. Mar 2013 14:47
af sakaxxx
ég hef séð svona skraut samuraí sverð í einhverri kínabúð í kolaportinu minnir að það voru 3 misstór sverð í rakka
Re: Samurai sverð
Sent: Lau 23. Mar 2013 14:52
af g0tlife
Systir mín kom með svona sverð heim frá útlöndum þegar hún var eitthvað 15 ára gömul. Svo 10 árum seinna er hún með smá partý sem fer úr böndunum útaf einhverjum fávitum sem koma og löggan þarf að mæta. Þeir taka gæjana og allt það en svo sjá þeir þetta sverð uppá vegg og taka það líka. Útaf því að þú ''gætir'' farið og látið slípa það og það var ''semi'' oddur á því. Annars var meira bit í músamóttu heldur en þessu sverði.
Re: Samurai sverð
Sent: Lau 23. Mar 2013 15:14
af danheling92
Víst að þetta er þráður um sverð, þá pæli ég stundum í því afhverju skylmingar með járn sverðum (ekki beittum auðvitað), eru ekki alvöru íþrótt? Þá meina ég að nota skyldi og hvaðeina. Ég mundi svo æfa það ef það væri til hérna á landinu. Ég veit að það eru til svona roleplaying nörda félög, en ég er að tala um íþrótt með alvöru kennurum og alvöru keppni.
Re: Samurai sverð
Sent: Lau 23. Mar 2013 16:27
af worghal
danheling92 skrifaði:Víst að þetta er þráður um sverð, þá pæli ég stundum í því afhverju skylmingar með járn sverðum (ekki beittum auðvitað), eru ekki alvöru íþrótt? Þá meina ég að nota skyldi og hvaðeina. Ég mundi svo æfa það ef það væri til hérna á landinu. Ég veit að það eru til svona roleplaying nörda félög, en ég er að tala um íþrótt með alvöru kennurum og alvöru keppni.
Eina lagið til að hlusta á meðan maður æfir sig með samurai sverð
Re: Samurai sverð
Sent: Sun 24. Mar 2013 11:19
af dori
Hetjan hans danheling
Það er kjánalegt að vera heima hjá sér að æfa sig með katana.
Re: Samurai sverð
Sent: Sun 24. Mar 2013 14:09
af danheling92
dori skrifaði:Hetjan hans danheling
Það er kjánalegt að vera heima hjá sér að æfa sig með katana.
Herra kúl hérna virðist ekki geta tekið smá gríni
Re: Samurai sverð
Sent: Sun 24. Mar 2013 15:33
af Hjaltiatla
dori skrifaði:Hetjan hans danheling
Það er kjánalegt að vera heima hjá sér að æfa sig með katana.
Hehe man child FTW
Re: Samurai sverð
Sent: Þri 02. Júl 2013 00:25
af trausti164
Ef thig langar enntha i samuraia sverd a eg eitt wakizashi sem ad var keypt i japan fyrir tvemur arum, thad er natturulega ekki alvoru en thad er med malm bladi og lytur alveg ut eins og alvoru ef thu ferd ekki ofan i smaatridin.
Re: Samurai sverð
Sent: Þri 02. Júl 2013 05:05
af jonsig
upg8 skrifaði:Ef það er til skrauts er þá ekki nóg að kaupa handfangið og slíðrið Það er líka hægt að kaupa æfingarsverð úr við.
Þið nördarnir eigið bara eftir að choppa af ykkur limi fáið ykkur baton frekar
Re: Samurai sverð
Sent: Þri 02. Júl 2013 10:01
af Padrone
danheling92 skrifaði: Hversu oft er morð framið með sverði?
Sverð eru ólögleg á Íslandi. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að það eru ekki framin morð með þeim
Re: Samurai sverð
Sent: Fim 04. Júl 2013 15:37
af kizi86
átti einu sinni EKTA japanskan forngrip, katana fluuuugbeitt, með upprunavottorði og læti, var með það hangandi á veggnum til móts við útidyrnar, var með partí einu sinni og aðeins of mikill hávaði, löggan kom til að biðja okkur um að lækka, en rak augun í sverðið... svo það var tekið, nokkrum vikum seinna var mér boðið að fá sverðið aftur, EF þeir mættu sverfa eggina ALVEG af.. ég sagði þeim að farga frekar sverðinu, þar sem það væri bara vanvirðing við svona merkisgrip að taka eggina af..
Re: Samurai sverð
Sent: Fim 04. Júl 2013 15:54
af Stutturdreki
Sverð eru reyndar ekki alveg bönnuð á Íslandi, hin ýmsu víkingafélög hafa td. leyfi fyrir sverðum (ef það hefur ekki komið fram) og svo fá td. starfsmenn CCP sverð að 'gjöf' eftir 10 ára starf. Þeir fá bara ekki að taka sverðin heim (sem er ýkt aulalegt) heldur hanga þau upp á vegg niðri í CCP sem hefur vopnaleyfi sem leyfir fyrirtækinu að eiga sverðin.
Re: Samurai sverð
Sent: Fim 04. Júl 2013 16:27
af 4beez
Okkur sem langar í sverð skulum vona að breytingar á vopnalögum fari í gegn á næsta þingi, sverðaeign á að verða lögleg, háð leyfi frá lögreglunni, samkvæmt því frumvarpi sem var lagt fram seinasta vetur http://www.althingi.is/altext/141/s/0184.html