Tölvugrúsk lögverndað
Sent: Lau 23. Mar 2013 00:54
Eftir að hafa séð annan þráð hérna á vaktinni fór ég að velta því fyrir mér hvort það væri verndaður starfstitill að vera að hanna vefsíður eða forrita eða álíka.
Maður sér alveg gífurlega mikið af fólki á vefsíðum eins og á Bland.is og í auglýsingum í blöðum að auglýsa vefsíðuhannanir, uppsetningu á tölvum og annað tölvugrúsk og ég get ekki annað en velt því fyrir mér hverskonar skaða þetta er að hafa á stöðu fólks sem hefur menntað sig í fögunum.
Ég er sjálfur ekki menntaður í tölvum og þótt ég telji mig vera talsvert flinkan við tölvur myndi ég aldrei halda því fram að ég væri einhver vefsíðuhönnuður og fara að rukka fyrir vinnu.
Veit að fólk í iðngreinum sem snúa að þjónustu (þjónar, kokkar o.s.frv.) er ekki ánægt þegar fólk er að koma fram undir allskonar titlum sem vísa í matargerð án þess að þetta fólk hafi neina formlega menntun í faginu.
Hvaða skoðun hafið þið á þessu ?
Maður sér alveg gífurlega mikið af fólki á vefsíðum eins og á Bland.is og í auglýsingum í blöðum að auglýsa vefsíðuhannanir, uppsetningu á tölvum og annað tölvugrúsk og ég get ekki annað en velt því fyrir mér hverskonar skaða þetta er að hafa á stöðu fólks sem hefur menntað sig í fögunum.
Ég er sjálfur ekki menntaður í tölvum og þótt ég telji mig vera talsvert flinkan við tölvur myndi ég aldrei halda því fram að ég væri einhver vefsíðuhönnuður og fara að rukka fyrir vinnu.
Veit að fólk í iðngreinum sem snúa að þjónustu (þjónar, kokkar o.s.frv.) er ekki ánægt þegar fólk er að koma fram undir allskonar titlum sem vísa í matargerð án þess að þetta fólk hafi neina formlega menntun í faginu.
Hvaða skoðun hafið þið á þessu ?