Síða 1 af 1

Gagnamagn í evrópu

Sent: Þri 19. Mar 2013 20:52
af HR
Sælir,

Ég er að fara bakpokast í 5 vikur í evrópu í sumar og langar að geta notað 3g í símanum til að leita að gistirými, samgöngum o.fl. Það er náttúrulega rándýrt að nota íslenska simkortið úti svo ég er að leitast eftir því að kaupa einhverja fyrirframgreidda áskrift þarna sem virkar fyrir alla evrópu. Er einhver hérna á vaktinni sem hefur reynslu af þessu og getur mælt með e-u?

Re: Gagnamagn í evrópu

Sent: Mið 20. Mar 2013 11:18
af tlord
ef þú finnur enga leið til að nota 3g í evrópu fyrir ásættanlega pening er til Android forrit sem heitir Free Zone, það á að getað vísað þér á frítt wifi

Re: Gagnamagn í evrópu

Sent: Mið 20. Mar 2013 11:20
af playman
Ætli það sé ekki bara best fyrir þig að versla SIM kort í hverju landi fyrir sig.
Hugsa að það væri lang ódírast.