Síða 1 af 1

Munur á málningu?

Sent: Mán 18. Mar 2013 15:24
af steinarorri
Sælir, eftir því sem ég best veit er ekkert forum fyrir málara svo ég ætla að skella þessu hingað á koníaksstofuna.

Er einhver munur á mismunandi málningu, þá er ég td að pæla í Byko málningu og Flugger. Verðmunurinn er svo svakalegur... Er eitthvað sem réttlætir hann?

Sent from my Nexus 4 using Tapatalk 2

Re: Munur á málningu?

Sent: Mán 18. Mar 2013 15:31
af vesi
já gæði málingunar. flugger eru dýrir en góðir.. myndi ath múrbúðina.. byko málningin er ekki góð þ.a fleirri umferðir, sérstaklega ef þú ætlar að mála í lit (öðru en hvítu)

Re: Munur á málningu?

Sent: Mán 18. Mar 2013 15:40
af Tbot
Góð málning kostar.
Þarft yfirleitt færri umferðir af góðri málningu. Ég hef oftast notað nordsjö, er að vísu dýr.

Re: Munur á málningu?

Sent: Mán 18. Mar 2013 15:53
af steinarorri
Takk fyrir svörin :)

Re: Munur á málningu?

Sent: Mán 18. Mar 2013 16:00
af lukkuláki
Verð nú bara að vera ósammála þessu ég var að mála eitt herbergi í síðustu viku með BYKO málningu (keypti 10 ltr. Hvítt á 6990 kr. er sko að fara að mála miklu meira) og hún er bara ljómandi góð þessi Byko málning.
Ég hafði einmitt áhyggur af því að þurfa 4 - 5 umferðir en 3 duga á dökkbláan vegg 1 - 2 á ljósari fleti
Fór líka í Flugger og keypti málningu þar á einhverju ofurverði en ég gat enganvegin séð að hún væri neitt betri hún er grá og ég þurfti 3 umferðir á grænan vegg.

Kópal er samt sennilega besta málning sem ég hef prófað ég átti smá af henni og hún þekur alveg rosalega vel hún er bara svo mikið dýrari

Re: Munur á málningu?

Sent: Mán 18. Mar 2013 16:05
af vesi
lukkuláki skrifaði:Verð nú bara að vera ósammála þessu ég var að mála eitt herbergi í síðustu viku með BYKO málningu (keypti 10 ltr. Hvítt á 6990 kr. er sko að fara að mála miklu meira) og hún er bara ljómandi góð þessi Byko málning.
Ég hafði einmitt áhyggur af því að þurfa 4 - 5 umferðir en 3 duga á dökkbláan vegg 1 - 2 á ljósari fleti
Fór líka í Flugger og keypti málningu þar á einhverju ofurverði en ég gat enganvegin séð að hún væri neitt betri hún er grá og ég þurfti 3 umferðir á grænan vegg.

Kópal er samt sennilega besta málning sem ég hef prófað ég átti smá af henni og hún þekur alveg rosalega vel hún er bara svo mikið dýrari


skal tekið fram, að ég persónulega hef ekki notað Byko málningu í mörg ár., sennilega vegna þess að þá var hún arfa slæm. Hún er öruglega betri í dag en þá,

Re: Munur á málningu?

Sent: Mán 18. Mar 2013 16:15
af biturk
bara ekki taka málningu frá múrbúðinni, hún ýrist alveg hroðalega og þekur verulega illa, ég þurfti 5 umferðir af hvítu til að það myndi þekja rjómagulann vegg og samt sér maður smá litaskil hér og þar

svo fór ég í byko, keipti hvíta málningu þar og kláraði að mála íbúðina, mikið sáttari og sú málning ýrðist nánast ekkert

Re: Munur á málningu?

Sent: Mán 18. Mar 2013 16:41
af hagur
biturk skrifaði:bara ekki taka málningu frá múrbúðinni, hún ýrist alveg hroðalega og þekur verulega illa, ég þurfti 5 umferðir af hvítu til að það myndi þekja rjómagulann vegg og samt sér maður smá litaskil hér og þar

svo fór ég í byko, keipti hvíta málningu þar og kláraði að mála íbúðina, mikið sáttari og sú málning ýrðist nánast ekkert


Sammála, málningin frá Múrbúðinni er mjög ódýr og "maður fær þar sem maður borgar fyrir" á vel við. Þekur ekki vel, og svo er hún einhvernveginn þannig að hún verður eins og gúmmíhúð þegar hún þornar. Erfitt að lýsa því en það er t.d nokkuð auðvelt að ná henni hreinlega af veggnum með því að nudda vel með fingri. Gæti hafa verið tilfallandi, en einn veggurinn hjá mér er a.m.k svona.

Re: Munur á málningu?

Sent: Mán 18. Mar 2013 19:35
af bixer
.

Re: Munur á málningu?

Sent: Mán 18. Mar 2013 19:46
af beatmaster
Ekki kaupa málningu í Múrbúðinni, þau mistök geri ég ekki aftur og óska engum þess að gera slíkt hið sama

Að mínu mati er besta price/performance ratio-ið (þið skiljið vonandi hvað ég á við) í Lady málningunni sem að húsasmiðjan er að selja

Re: Munur á málningu?

Sent: Þri 26. Mar 2013 23:29
af lukkuláki
Er alls ekki sáttur við Bett málningu sem ég keypti hjá Slippfélaginu. Fórum í Ikea þar sá stelpan lit sem henni fanst flottur en hún þekur ekki vel og er rándýr. Töluvert dýrari MEÐ 40% afsl. en Kópal kostar á fullu verði.