Þegar ég var að leita mér að stól þá prófaði ég þennan sem er í fréttablaðinu en sökum þess að ég er frekar hávaxinn þá kom hauspúðinn asnalega á hálsinn á mér.
Ég hef átt svona stól eins og HalistaX bendir á en finnst hann of harður í bakið og myndi vilja meiri fjöðrun í það þegar hann hallar afturábak.
Núna í haust keypti ég mér svo svona Mark stól
http://rumfatalagerinn.is/rl/vefverslun ... _id=107337Og er mjög ánægður með hann, mjúkur og góður, armpúðarnir reyndar kannski aðeins og háir fyrir mig, en stillanleg fjöðrun. Er mjög sáttur.
Ég keypti hann reyndar á 24.000 en hann er á 14.950 núna sem er mjög góður díll.