Kristján Gerhard skrifaði:1. ertu til í að pósta betri myndum þar sem er hægt að lesa af mælum/lokum.
Já, hér eru góðar nærmyndir:
Er með leiðbeiningar til að stilla stjórnstöðina og samkvæmt því sem kemur fram þarna þá er kerfið á auto þar sem það fer eftir ákveðnu prógrammi sem skiptir á milli dag og nætur hitastillingar en hitastigið fyrir það er stillt á þráðlausu stillingunni og þarna á kerfið að fara í daghitann sem ég setti uppí 30 gráður.
- 20130321_001045.jpg (67.43 KiB) Skoðað 19836 sinnum
Þetta var stillt á 60 venjulega, ef ég set það uppí 90 þá gerist ekkert en ef ég lækka það niður fyrir 30 þá slökknar á mótornum, líklega vegna þess að mælirinn fyrir neðan það er undir 30.
- 20130321_001324.jpg (72.43 KiB) Skoðað 19836 sinnum
Þessi mælir bifast varla neitt sama hvað ég geri, er oftast í mesta lagi 30. Sá hann reyndar þjóta uppí 40 fyrr í kvöld þegar ég gerði factory reset á stjórnstöðinni en hann datt mjög fljótt aftur niður í tæplega 30 þegar kerfið fór aftur í gang.
- 20130319_221623.jpg (78.05 KiB) Skoðað 19836 sinnum
Var með þetta alltaf stillt á 6, breytir engu ef ég set það á 7 eða 3
- 20130321_001008.jpg (69.68 KiB) Skoðað 19836 sinnum
- 20130319_221735.jpg (74.86 KiB) Skoðað 19836 sinnum
- 20130319_221822.jpg (79.07 KiB) Skoðað 19836 sinnum
Kristján Gerhard skrifaði:2. Þreifaðu á framrásarkistunni (A). Er hún heit?
Nei, enginn hiti á því. Það segir okkur eitthvað er það ekki?
Kristján Gerhard skrifaði:3. Þreifaðu á innsprautunarlokanum (B) er hann heitur?
Já, vel heitt þarna.
Hjaltiatla skrifaði:Ofnkrani/Gólfhitakrani (stykkið sem þú ert með stillt í 6) gæti verið bilaður. Litla typpið undir ofnhitanemanum gæti verið fast. Það þarf þá að taka ofhitanemann (hausinn) af og liðka pinnann undir honum með því að ýta honum inn nokkrum sinnum og jafnvel smyrja.
Okeeei, og er alveg safe að bara taka hausinn af? Hvernig fer ég að því? Og hvaða typpi er þetta?
juggernaut skrifaði:Ég er pípari og það sem að Hjalti segir er það líklegasta
Ég sé samt á mótorlokunum (3 hvítir stórir hausar á neðri kistunni) að þeir eru ekki að biðja um meiri hita og það gæti þýtt að eitthvað sé að stjórnstöðinni.
Hvernig sést það? Ég sé að það eru snúrur frá þeim sem tengjast í stjórnstöðina, gæti kannski sambandsleysi þar verið málið?
einsii skrifaði:Prófaðu að smella vaxlokonum af neðri kistinnu og sjáðu hvort flæðimælarnir á þeirri efri fari af stað.
Ef rennslið fer ekki af stað við það þá er dælan mögulega ekki að snúast.
Þú ert með yfirhitaöryggi á túrnum sem líklega er tengt við dæluna og ef það er eitthvað að stríða þér fær dælan ekki straum.
En ef flæðiglösin sýna hreifingu þegar þú smellir vaxlokanum af þá er líklegt að þú þurfir einfaldega að skipta um batterý í hitanemunum í herbergjunum, jafnvel þarf að para þá aftur við tölvuna ef langur tími er liðinn.
Vaxlokur? Er dælan ekki að snúast ef mótorinn er í gangi? Ég er svo bara með einn hitanema og ef það þyrfti að skipta um batterý þá ætti slíkt tákn að koma á skjáinn á honum en svo er ekki svo batteríin ættu að vera í lagi. Og ég sé og heyri stjórnstöðina bregðast við þegar ég skipti á milli dag og nætur stillingarinnar á nemanum svo ég efast um að það þurfi að para hann aftur við tölvuna.
einsii skrifaði:Mér sýnist þú vera með Alpha dælu sem er álagstýrð. Þær dælur keyra sig niður þegar kerfið lokar einsog það er hjá þér núna, gæti verið ástæðan fyrir því að þú verður ekkert var við hana. Þú getur sett hana sjálfur í gang með að snúa hraðastillinum á henni á 1,2 eða 3. semsagt lengra en "volume" merkið sem hún er líklega einhverstaðar á núna.
Já, þetta er Alpha dæla. Ég hafði hingað til ekki skoðað nógu vel svissinn og hélt að ég væri að slökkva og kveikja á henni þegar ég fiktaði í honum en þá var ég bara að skipta á milli 2 og 3 en í 2 þá slekkur mótorinn á sér. Mótorinn hefur hingað til alltaf verið í 3, heyrist samt bara mjög lágt suð enda virðist hann ekki þurfa að hækka sig.
En svo prófaði ég að stilla kerfið á anti-freeze fyrir um klukkutíma eða svo og núna var hitamælirinn kominn uppí 50 gráður en samt hafði það engin áhrif og svo tók ég eftir að mótorlokarnir voru búnir að síga niður (lokast?), það s.s. sást ekki lengur í þetta bláa efst á þeim en svo eftir að ég setti kerfið aftur á auto þá var það ekki lengi að fara aftur niður í tæpar 30 gráður og þetta bláa kom aftur í ljós á mótorlokunum. Eiga þeir að virka öfugt eða?