Síða 1 af 1

ej.is vefhönnun

Sent: Sun 10. Mar 2013 01:21
af Arkidas
Gott kvöld!

Var að ljúka við vefinn minn.
http://ej.is

Endilega deilið áliti ykkar :)

Re: ej.is

Sent: Sun 10. Mar 2013 01:25
af AciD_RaiN
HAHAHAHA ég hló upphátt xD Flott síða samt var ekki að hlæja að henni sjálfri ;)

Re: ej.is

Sent: Sun 10. Mar 2013 01:27
af Gislinn
Undir information (i merkinu) þá stendur:
Ef hefur áhuga á að fá mig í verkefni eða bara að kynnast mér þá máttu endilega ...


En ætti kannski frekar að vera
Ef þú hefur áhuga á að fá mig í verkefni eða bara að kynnast mér þá máttu endilega ...


Annars er þetta (útlitlega) flott síða (hef ekki þekkingu til að dæma um annað) :happy

Re: ej.is

Sent: Sun 10. Mar 2013 01:32
af Baldurmar
12/21 árA

Re: ej.is

Sent: Sun 10. Mar 2013 01:35
af AciD_RaiN
Baldurmar skrifaði:12/12 árA

Þetta var brandarinn sem ég var einmitt að hlæja að :face

Re: ej.is

Sent: Sun 10. Mar 2013 01:40
af Arkidas
Gislinn skrifaði:Undir information (i merkinu) þá stendur:
Ef hefur áhuga á að fá mig í verkefni eða bara að kynnast mér þá máttu endilega ...


En ætti kannski frekar að vera
Ef þú hefur áhuga á að fá mig í verkefni eða bara að kynnast mér þá máttu endilega ...


Annars er þetta (útlitlega) flott síða (hef ekki þekkingu til að dæma um annað) :happy


Takk fyrir þetta! Fór alveg fram hjá mér.

Re: ej.is

Sent: Sun 10. Mar 2013 09:50
af dori
Baldurmar skrifaði:12/21 árA

12 ára/21 árs

Frekar töff "typo" effect. M.v. þá túlkun ætti "árs" að fá að halda sér.

Re: ej.is

Sent: Sun 10. Mar 2013 18:30
af DJOli
Virkilega flott og smooth síða þrátt fyrir að vera með rosalega notarlegt minimalistic lúkk. Bookmarkaður og verð í bandi ef einhverjir af kunningjum eða mínum nánustu vantar flotta vefsíðu. ;) 5/5.

Re: ej.is

Sent: Sun 10. Mar 2013 20:48
af capteinninn
Þetta er mjög flott hjá þér, elska svona minimalistic síður sem eru einfaldar með allt sem þarf að segja frá.

Annars hef ég farið í Graffitimundo túr í Buenos Aires og hef bara góða hluti um þá að segja, það að þeir fái íslending til að hanna síðuna fyrir sig gerir þá bara enn betri í mínum huga

Re: ej.is vefhönnun

Sent: Mán 11. Mar 2013 08:43
af olafurfo
Mjög flott síða hjá þér ! Einföld og segir allt :)

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2

Re: ej.is vefhönnun

Sent: Sun 17. Mar 2013 01:31
af Arkidas
Ég opnaði líka vefinn á ensku ef þið eigið einhverja erlenda tengiliði sem vantar vef: http://einarjohannsson.com/

Annars er ég með 2 verkefni í gangi núna og mun uppfæra þennan þráð þegar þau líta dagsins ljós á næstu 1-2 mánuðum!

Re: ej.is vefhönnun

Sent: Sun 17. Mar 2013 02:34
af halldorjonz
Leit mjög snögglega yfir síðurnar sem þú hefur gert, sýnidist þær bara vera mjög smooth og flottar.