Síða 1 af 1

Lýðræðið virkar ekki

Sent: Þri 05. Mar 2013 17:36
af hakkarin
Er byrjaður að velta þessu fyrir mér af alvöru.

Núna veit að að margir svara eða hugsa sjálfkrafa "VILTU FREKAR LIFA Í EITTHVERJU FASISTA RÍKI EÐA?????" eða eitthvað þannig álíka, en mér finnst þetta vera barnalegur og of einfaldur hugsunarháttur.

Ég er kominn á þá skoðun að lýðræðið virki ekki af sömu ástæðu og kommúnisminn virkar ekki. Þetta er of útópísk hugsun og maðurinn er ekki nóg og ósjálfselskur í eðli sínu til þess að geta keyrt lýðræðið af eitthverju viti eitthvað frekar heldur en kommúnisman.

Lang stærsti gallinn er að flestu fólki er sama um alla nema sig sjálft, og því virðist það aldrei vilja kjósa neina eða neitt nema að það þjónni þeirra eigin sérhagsunum.

Ef að eitthver snillingur myndi bjóða sig fram í kosningu með hugmynd um fullkomið kerfi þar sem að allir fengu sanngjarna meðferð þá yrði hann líklega ekki kosinn, að því að ef að allir fá sanngjarna meðferð þá fær enginn sérmeðferð, og flestir kjósa bara þá sem að lofa þeim sérmeðferð. Hópur A kýs þá sem að segjast vilja styðja hóp A, hópur B kýs þá sem að lofa að styðja hóp B og svo framvegis. Enginn kýs þann sem að segist vilja hugsa bæði um hóp A og B án þess að veita hinum sérmeðferð.

Lýðræðið er í rauninni bara óofbeldisfull borgarastyrjöld. Endalaus innbyrgðist átök á milli mismunandi þjóðfélags og sérhagsmuna hópa sem að gera allt sem að þeir geta til þess að koma "sínum" mönnum að. Öllum er sama um heildarhagsmunni. Bara nota tækifærið og hrifsa til sín það sem hægt er á meðan það er hægt.

Sumir hafa reynt að verja lýðræðið með því að tala um það að fólk þurfi bara meirri fræðslu til þess að hafa betri skilning á málefnunum sem verið er að takast á um. Ég kaupi þetta ekki. Vanþekking er ekki vandamálið, heldur græðgi. það skiptir engu máli hversu vel upplýst fólk er ef að það hugsar bara um sjálft sig. Eins og ég sagði: Hver styður bara sig og sína, alveg sama hversu sanngjarnt það er fyrir aðra eða hversu vel eða ílla það henta heildarhagsmunnum.

Ég legg því til að fólk fari að vinna að því að búa til eitthverskonar nýja tegund af stjórnkerfi sem er sanngjarnara og rökréttara. Vissulega er það ekki rökrétt að ætla að fá kóngana eða höfðingana frá gamla daga aftur, enda er ég ekkert að stinga upp á því. Held að fæstir vilji hafa eitthvern leiðinlegan kóng yfir sér.

Það sem að við þurfum, er NÝTT stjórnkerfi sem að byggist á NÝJUM hugmyndum. Það má vel vera að framtíðinn liggi ekki í einræðiskerfum fortíðarinnar, en mér finnst að hún heldur ekki liggja í lýðræðinu.

Skoðun?

Re: Lýðræðið virkar ekki

Sent: Þri 05. Mar 2013 19:51
af appel
Many forms of Gov­ern­ment have been tried, and will be tried in this world of sin and woe. No one pre­tends that democ­racy is per­fect or all-wise. Indeed it has been said that democ­racy is the worst form of Gov­ern­ment except for all those other forms that have been tried from time to time.…

Re: Lýðræðið virkar ekki

Sent: Þri 05. Mar 2013 20:03
af hakkarin
appel skrifaði:Many forms of Gov­ern­ment have been tried, and will be tried in this world of sin and woe. No one pre­tends that democ­racy is per­fect or all-wise. Indeed it has been said that democ­racy is the worst form of Gov­ern­ment except for all those other forms that have been tried from time to time.…


Æi ekki þessa klisju um Chrurchill.

Finnst hún vera heimskuleg þar sem að það er ekkert sem að segir að ekki megi búa til nýtt kerfi.

Re: Lýðræðið virkar ekki

Sent: Þri 05. Mar 2013 21:19
af rapport
Lang stærsti gallinn er að flestu fólki er sama um alla nema sig sjálft, og því virðist það aldrei vilja kjósa neina eða neitt nema að það þjónni þeirra eigin sérhagsunum.


Ekki örugg ritrýnd heimild en grunnurinn að frjálshyggjusýn hægrimanna er rakinn til kenninga og rita Adam Smith. http://is.wikipedia.org/wiki/Adam_Smith

Einn kjarninn í kenningu Smiths í Auðlegð þjóðanna er að „ósýnileg hönd“ leiði menn til að vinna að almannahag, þegar þeir ætli sér aðeins sjálfir að vinna að eigin hag. Til þess að græða verði þeir að fullnægja þörfum annarra, það dugi ekki að framleiða vöru heldur þarf líka að finna henni kaupanda. Ein þekktasta tilvísunin í Auðlegð þjóðanna er dæmi sem Adam Smith nefnir þar sem hann útskýrir hvernig það sé ekki af manngæsku sem slátrarinn, bruggarinn eða bakarinn selja fólki mat heldur síngirni þeirra. Í viðskiptum reynist náungakærleikurinn ekki eins vel og matarástin. Í frjálsum viðskiptum gildir gagnkvæmni.

Þetta hefur sumum þótt ganga þvert á boðskap Smiths í Kenningu um siðferðiskenndirnar um, að siðferðisvitund manna mætti rekja til samúðar með öðru fólki. Töluðu þýskir spekingar á 19. öld um „Das Adam Smith Problem“ í þessu sambandi. En þessa þversögn má leysa með því að gera greinarmun á tvenns konar gildissviði hugmynda. Í frjálsum viðskiptum á alþjóðlegum markaði, þar sem menn þekkja ekki hver annan og eru ekki vandabundnir, hugsa þeir um eigin hag. Í samskiptum innan fjölskyldu eða í þröngum vinahóp, gilda aðrar reglur, þar sem menn eru vandabundnir. Hvort tveggja á sinn eðlilega vettvang, matarástin og náungakærleikurinn.


Strax 18 hundruð og eitthvað var búið að benda á galla þessarar sýnar á viðskipti og frjálsan markað.

Það eru bara sumir sem vilja ekki horfast í augu við það og segja ríkisafskipti eigi að vera lítil sem engin og markaðurinn eigi að ráða.

Það mundi gerta út af ýmiskonar "velferð" þar sem einokun og fjármagn mundi fá að ráða, auka bilið milli ríkra og fátækra o.s.frv.

Dæmi: Ef ríkið hefði ekki hálfgerða einokun á spítalaþjónustu þá ræku læknar og hjúkrunarfræðingar sínar eigin fyrirtæki og seldu vörur og þjónustu sína á markaðsvirði.

Hvert er markaðsvirði hjartaaðgerðar hjá þeim sem þurfa á hjartaa'gerð að halda?

Að halda að svona sé selt á kostnaðarvirði eða kostnaður + x% álagningu er bull og engin vara er seld svoleiðis í dag nema ríkið hlutist til um verðlagningu.

Ef spítalaþjónusta er sett t.d. í fimm krafta líkan Porters, þá kemur flótt í ljós að "vald" seljanda er yfirgnæfandi og þeir mundu stjórna verðlagningu algjörlega, það eina sem mundi stoppa þá væri siðferði.

Á þeim markaði sem siðferði hefur verið eina álitamál lækna er á sviði lýtalækninga.

Hvernig hefur það reynst okkur?

Re: Lýðræðið virkar ekki

Sent: Þri 05. Mar 2013 21:23
af Gúrú
rapport skrifaði:Á þeim markaði sem siðferði hefur verið eina álitamál lækna er á sviði lýtalækninga.
Hvernig hefur það reynst okkur?


Ég veit ekki hvaða persónulegu reynslu þú hefur en það virkar bara fínt t.d. í Japan, ef þú vilt lesa þér til um það.

Re: Lýðræðið virkar ekki

Sent: Þri 05. Mar 2013 21:45
af axyne
Ég er dáldið skotinn í The Venus Project

Re: Lýðræðið virkar ekki

Sent: Fös 08. Mar 2013 14:16
af mind
Reyndar er eina stjórnkerfið sem hefur nokkurn tímann gengið upp einræði, og það er vegna þess að það endar þegar viðkomandi deyr.

Öll önnur stjórnkerfi hafa fallið.
Lýðræði hefur reyndar ekki verið prufað í sinni hreinu mynd svo ég myndi aldrei segja það gangi ekki upp.
Kommunismi hefur aldrei verið prufaður í sinni eiginlegu mynd, einungis útfærslur sem aðhyllast grunnhugmyndina.
Kapitalismi er líklega sú hugmynd sem hefur verið reynd hvað næst sinni eiginlegu mynd. En án svæðis til að útvíkka hefur hún afmyndast stórlega. Og endað í núverandi formi, sem verulega má íhuga hvort valdi meira skaða en kostum.

Svo lengi sem við, fólkið, erum óhæf til að ná siðmenntun munu stjórnkerfi okkar endurspeglast af því.
Fólk sem er í tilbúinni samkeppni við hvort annað, fangelsar hvort annað og er óhæft til að gera marktækar breytingar á stjórnkerfi sínu án ofbeldis(byltingar) getur ekki talist siðmenntað, þó getur það talist siðmenntaðra en annað.

Miðað við núverandi menntakerfi og lífslíkur er ekkert sem bendir til þess að þetta muni breytast innan næstu 100-120 ára.
Mögulega væri hægt að ná þessu fram með landslægri upplýsinabyltingu en það myndi þarfnast þess að fólk væri tilbúið til að endurskoða grunngildi sín, sem aðeins örfáir einstaklingar eru tilbúnir til að gera.

Líkurnar eru því á að við séu föst, í Status quo.

Re: Lýðræðið virkar ekki

Sent: Fös 08. Mar 2013 14:34
af tlord
flest eða jafnvel öll ríki sem skaffa þegnum sínum mikil lífsgæði eru lýðræðisríki, mörg ríki sem hafa lýðræði eru samt ekki að standa sig mjög vel.

menning fólksins skiptir miklu máli, menning er misgóð, en það er ekki mikið talað um það, slíkt tal flokkast sem fordómar
að fetta fingur út í slæma menningu er yfirleitt túlkað sem kynþáttahatur

Re: Lýðræðið virkar ekki

Sent: Fös 08. Mar 2013 15:08
af rapport
Gúrú skrifaði:
rapport skrifaði:Á þeim markaði sem siðferði hefur verið eina álitamál lækna er á sviði lýtalækninga.
Hvernig hefur það reynst okkur?


Ég veit ekki hvaða persónulegu reynslu þú hefur en það virkar bara fínt t.d. í Japan, ef þú vilt lesa þér til um það.


Hef alveg áhuga á því, en hér á klalanum virðist reynslan vera lélelg, þeir bera enga ábyrgð á sínum mistökum heldur er heilbrigðiskerfið látið gera það þeim að kostnaðarlausu virðist vera...