Lýðræðið virkar ekki
Sent: Þri 05. Mar 2013 17:36
Er byrjaður að velta þessu fyrir mér af alvöru.
Núna veit að að margir svara eða hugsa sjálfkrafa "VILTU FREKAR LIFA Í EITTHVERJU FASISTA RÍKI EÐA?????" eða eitthvað þannig álíka, en mér finnst þetta vera barnalegur og of einfaldur hugsunarháttur.
Ég er kominn á þá skoðun að lýðræðið virki ekki af sömu ástæðu og kommúnisminn virkar ekki. Þetta er of útópísk hugsun og maðurinn er ekki nóg og ósjálfselskur í eðli sínu til þess að geta keyrt lýðræðið af eitthverju viti eitthvað frekar heldur en kommúnisman.
Lang stærsti gallinn er að flestu fólki er sama um alla nema sig sjálft, og því virðist það aldrei vilja kjósa neina eða neitt nema að það þjónni þeirra eigin sérhagsunum.
Ef að eitthver snillingur myndi bjóða sig fram í kosningu með hugmynd um fullkomið kerfi þar sem að allir fengu sanngjarna meðferð þá yrði hann líklega ekki kosinn, að því að ef að allir fá sanngjarna meðferð þá fær enginn sérmeðferð, og flestir kjósa bara þá sem að lofa þeim sérmeðferð. Hópur A kýs þá sem að segjast vilja styðja hóp A, hópur B kýs þá sem að lofa að styðja hóp B og svo framvegis. Enginn kýs þann sem að segist vilja hugsa bæði um hóp A og B án þess að veita hinum sérmeðferð.
Lýðræðið er í rauninni bara óofbeldisfull borgarastyrjöld. Endalaus innbyrgðist átök á milli mismunandi þjóðfélags og sérhagsmuna hópa sem að gera allt sem að þeir geta til þess að koma "sínum" mönnum að. Öllum er sama um heildarhagsmunni. Bara nota tækifærið og hrifsa til sín það sem hægt er á meðan það er hægt.
Sumir hafa reynt að verja lýðræðið með því að tala um það að fólk þurfi bara meirri fræðslu til þess að hafa betri skilning á málefnunum sem verið er að takast á um. Ég kaupi þetta ekki. Vanþekking er ekki vandamálið, heldur græðgi. það skiptir engu máli hversu vel upplýst fólk er ef að það hugsar bara um sjálft sig. Eins og ég sagði: Hver styður bara sig og sína, alveg sama hversu sanngjarnt það er fyrir aðra eða hversu vel eða ílla það henta heildarhagsmunnum.
Ég legg því til að fólk fari að vinna að því að búa til eitthverskonar nýja tegund af stjórnkerfi sem er sanngjarnara og rökréttara. Vissulega er það ekki rökrétt að ætla að fá kóngana eða höfðingana frá gamla daga aftur, enda er ég ekkert að stinga upp á því. Held að fæstir vilji hafa eitthvern leiðinlegan kóng yfir sér.
Það sem að við þurfum, er NÝTT stjórnkerfi sem að byggist á NÝJUM hugmyndum. Það má vel vera að framtíðinn liggi ekki í einræðiskerfum fortíðarinnar, en mér finnst að hún heldur ekki liggja í lýðræðinu.
Skoðun?
Núna veit að að margir svara eða hugsa sjálfkrafa "VILTU FREKAR LIFA Í EITTHVERJU FASISTA RÍKI EÐA?????" eða eitthvað þannig álíka, en mér finnst þetta vera barnalegur og of einfaldur hugsunarháttur.
Ég er kominn á þá skoðun að lýðræðið virki ekki af sömu ástæðu og kommúnisminn virkar ekki. Þetta er of útópísk hugsun og maðurinn er ekki nóg og ósjálfselskur í eðli sínu til þess að geta keyrt lýðræðið af eitthverju viti eitthvað frekar heldur en kommúnisman.
Lang stærsti gallinn er að flestu fólki er sama um alla nema sig sjálft, og því virðist það aldrei vilja kjósa neina eða neitt nema að það þjónni þeirra eigin sérhagsunum.
Ef að eitthver snillingur myndi bjóða sig fram í kosningu með hugmynd um fullkomið kerfi þar sem að allir fengu sanngjarna meðferð þá yrði hann líklega ekki kosinn, að því að ef að allir fá sanngjarna meðferð þá fær enginn sérmeðferð, og flestir kjósa bara þá sem að lofa þeim sérmeðferð. Hópur A kýs þá sem að segjast vilja styðja hóp A, hópur B kýs þá sem að lofa að styðja hóp B og svo framvegis. Enginn kýs þann sem að segist vilja hugsa bæði um hóp A og B án þess að veita hinum sérmeðferð.
Lýðræðið er í rauninni bara óofbeldisfull borgarastyrjöld. Endalaus innbyrgðist átök á milli mismunandi þjóðfélags og sérhagsmuna hópa sem að gera allt sem að þeir geta til þess að koma "sínum" mönnum að. Öllum er sama um heildarhagsmunni. Bara nota tækifærið og hrifsa til sín það sem hægt er á meðan það er hægt.
Sumir hafa reynt að verja lýðræðið með því að tala um það að fólk þurfi bara meirri fræðslu til þess að hafa betri skilning á málefnunum sem verið er að takast á um. Ég kaupi þetta ekki. Vanþekking er ekki vandamálið, heldur græðgi. það skiptir engu máli hversu vel upplýst fólk er ef að það hugsar bara um sjálft sig. Eins og ég sagði: Hver styður bara sig og sína, alveg sama hversu sanngjarnt það er fyrir aðra eða hversu vel eða ílla það henta heildarhagsmunnum.
Ég legg því til að fólk fari að vinna að því að búa til eitthverskonar nýja tegund af stjórnkerfi sem er sanngjarnara og rökréttara. Vissulega er það ekki rökrétt að ætla að fá kóngana eða höfðingana frá gamla daga aftur, enda er ég ekkert að stinga upp á því. Held að fæstir vilji hafa eitthvern leiðinlegan kóng yfir sér.
Það sem að við þurfum, er NÝTT stjórnkerfi sem að byggist á NÝJUM hugmyndum. Það má vel vera að framtíðinn liggi ekki í einræðiskerfum fortíðarinnar, en mér finnst að hún heldur ekki liggja í lýðræðinu.
Skoðun?