Síða 1 af 3
Hvar finn ég lítinn (6-12") skjá í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 14:03
af DJOli
Ég er að leita mér að öllum tólum sem mig vantar í nýja bílinn.
Er búinn að finna útvarp með rca/3.5mm input að aftan, magnara fyrir 150w rms hátalara, tölvu sem ég get sett í hanskahólfið og allt sem því fylgir, en nú vantar mig bara skjá sem ég get sett á mælaborðið. Hann má vera snerti, en það er ekki nauðsynlegt. Vantar að finna svoleiðis, helst sem bestan sjá fyrir undir 250$ (~35 þúsund krónum).
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 14:13
af Gúrú
Fyrir þennan pening gætirðu hreinlega keypt spjaldtölvu, hafðirðu íhugað það?
T.d.
þessa eða
þessa?
Er þetta fyrir myndaáhorf eða tónlist?
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 15:06
af Magni81
Má ég forvitnast hvernig tölvu þú ert búinn að fá þér og kannski speccana um hana? er hún gerð til að vera í bíl og hvar fékkstu hana?
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 15:17
af DJOli
Gúrú skrifaði:Fyrir þennan pening gætirðu hreinlega keypt spjaldtölvu, hafðirðu íhugað það?
T.d.
þessa eða
þessa?
Er þetta fyrir myndaáhorf eða tónlist?
Nei takk.
http://www.tolvulistinn.is/product/shut ... hdd-mem-cd+2gb minni+60gb corsair ssd= 70þús.
Þetta er undir tónlist og kannski, þá meina ég virkilega, kannski undir kvikmyndir og þætti.
Magni81 skrifaði:Má ég forvitnast hvernig tölvu þú ert búinn að fá þér og kannski speccana um hana? er hún gerð til að vera í bíl og hvar fékkstu hana?
Er ekki enn búinn að kaupa tölvuna, geri það þegar ég finn skjá.
Hún er held ég ekki gerð til að vera í bíl, en með réttum umbúnaði ætti það ekki að vera vandamál.
Annars er þetta pakkinn:
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 15:24
af Viktor
Þessi þráður á klárlega ekki heima í betri stofunni
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 15:25
af Gúrú
Ég skil ekki það að kaupa 70 þúsund króna tölvu ef að hún á að þjóna sama hlutverki og 20 þúsund króna spjaldtölva getur, og það án skjás.
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 15:45
af dori
DJOli skrifaði:Ég er að leita mér að öllum tólum sem mig vantar í nýja bílinn.
Er búinn að finna útvarp með rca/3.5mm input að aftan, magnara fyrir 150w rms hátalara, tölvu sem ég get sett í hanskahólfið og allt sem því fylgir, en nú vantar mig bara skjá sem ég get sett á mælaborðið. Hann má vera snerti, en það er ekki nauðsynlegt. Vantar að finna svoleiðis, helst sem bestan sjá fyrir undir 250$ (~35 þúsund krónum).
Hvað er það sem þú ætlar að nota tölvuna í? Ertu búinn að skoða eitthvað hvaða forrit þú ætlar að keyra? Hvernig ætlarðu að stjórna tölvunni ef ekki bara með snertiskjá?
Ertu búinn að finna stað til að koma tölvunni fyrir í mælaborðinu? Endilega sendu inn myndir af því svæði og teikningar ef þú hefur rissað eitthvað upp.
Ég myndi segja að þokkalega og snyrtilega mountuð spjaldtölva í mælaborðinu (með einhverju systemi til að halda henni fastri og/eða losa hana) væri mjög sniðug lausn á flestu sem þú myndir vilja gera með tölvu í bílnum. Það eru valid ástæður til að vilja ekki fara þá leið, hverjar eru þínar?
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 15:46
af DJOli
Gúrú skrifaði:Ég skil ekki það að kaupa 70 þúsund króna tölvu ef að hún á að þjóna sama hlutverki og 20 þúsund króna spjaldtölva getur, og það án skjás.
60gb ssd fyrir stýrikerfi.
120gb+ ssd diskur fyrir tónlist.
Þetta þarf að supporta ákveðin formött þess að auki, ekki bara mp3.
Er með flac safn sem hleypur á hundruði gígabæta.
dori skrifaði:Hvað er það sem þú ætlar að nota tölvuna í? Ertu búinn að skoða eitthvað hvaða forrit þú ætlar að keyra? Hvernig ætlarðu að stjórna tölvunni ef ekki bara með snertiskjá?
Ertu búinn að finna stað til að koma tölvunni fyrir í mælaborðinu? Endilega sendu inn myndir af því svæði og teikningar ef þú hefur rissað eitthvað upp.
Ég myndi segja að þokkalega og snyrtilega mountuð spjaldtölva í mælaborðinu (með einhverju systemi til að halda henni fastri og/eða losa hana) væri mjög sniðug lausn á flestu sem þú myndir vilja gera með tölvu í bílnum. Það eru valid ástæður til að vilja ekki fara þá leið, hverjar eru þínar?
Bíllinn sem ég keypti er með tvö hanskahólf, eitt undir hinu.
Tölvan fer í neðra hanskahólfið og flakkarinn með stærri diskinum í efra hólfið.
Ég er búinn að finna staðsetningarnar fyrir þetta allt, hvernig þetta verður gert osfv. Gæti sett upp buildlog þegar ég hefst handa, en svona verður þetta.
Enga helv. spjaldtölvu.
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 16:26
af dori
En hvar á skjárinn að vera?
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 17:25
af DJOli
dori skrifaði:En hvar á skjárinn að vera?
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") skjá í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 17:35
af dori
Þú ert s.s. ekki að leita að skjá til að fella inn í mælaborðið heldur eitthvað sem er með standi og er skrúfað ofan á mælaborðið?
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") skjá í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 17:37
af Labtec
Fer allt þetta í hondu civic með neon ljós og prumpukut eða?
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") skjá í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 18:11
af chaplin
Væri ekki lang sniðugast samt að hafa bara spjaldtölvu, og tengja í hana flakkara sem notar 3rd party tónlistarspilara sem spilar FLAC?
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") skjá í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 18:31
af Gislinn
Þegar ég las í gegnum þessar lýsingar að þá kölluðu þær Raspberry Pi!
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") skjá í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 18:34
af DJOli
chaplin skrifaði:Væri ekki lang sniðugast samt að hafa bara spjaldtölvu, og tengja í hana flakkara sem notar 3rd party tónlistarspilara sem spilar FLAC?
Það mætti kannski skoða það.
Hvar heldurðu að ég fengi góða spjaldtölvu sem væri ekki waste of money?
Sem styður flakkara?
Heldurðu að spjaldtölvan geti spilað tónlist af flakkara sem keyrir bæði gögn og rafmagn í gegnum usb?.
Var helst að pæla í tölvunni af tveim ástæðum:
Margir möguleikar og ég get keypt mér betra hljóðkort ef onboard kortið er ekki að gera sig.
Er nefnilega svolítið á kafi í hljóðgæðum.
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") skjá í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 18:49
af bixer
Ég er að spila flac af símanum mínum sem er android. ættir ekki að lenda í veseni með það ef þú kaupir spjaldtölvu en ég myndi athuga með hvernig hljóðið kemur úr spjaldtölvunni. ég veit ekki hvað það er en það er eins og "hljóðkortið" í símanum mínum sé ekki nógu gott og það sé þá flöskuháls þegar ég spila tónlist í gegnum jack tengið.
nákvæmlega sömu lög spilast ólíkt í bílnum mínum eftir því frá hvaða tæki það kemur.
annars myndi ég taka spjaltölvu þá sértstaklega útaf navigation. myndi sjálfur gera það ef ég væri ekki á volvo sem býður ekki uppá góðann stað fyrir skjá
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") skjá í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 18:53
af DJOli
bixer skrifaði:Ég er að spila flac af símanum mínum sem er android. ættir ekki að lenda í veseni með það ef þú kaupir spjaldtölvu en ég myndi athuga með hvernig hljóðið kemur úr spjaldtölvunni. ég veit ekki hvað það er en það er eins og "hljóðkortið" í símanum mínum sé ekki nógu gott og það sé þá flöskuháls þegar ég spila tónlist í gegnum jack tengið.
nákvæmlega sömu lög spilast ólíkt í bílnum mínum eftir því frá hvaða tæki það kemur.
annars myndi ég taka spjaltölvu þá sértstaklega útaf navigation. myndi sjálfur gera það ef ég væri ekki á volvo sem býður ekki uppá góðann stað fyrir skjá
Þarf ekki kort. Þaðan sem ég er lærir fólk bara að nota hausinn. Sumir seinna en aðrir, en svoleiðis er það bara.
Það er annars hljóðið sem ég hef mestar áhyggjur af. Langar ekki að eyða kannski 20þús krónum í einhverja spjaldtölvu sem gefur svo frá sér ægilegt prump þegar maður hækkar. DNR levelin úr outputinu þurfa líka að vera nokkuð góð.
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") skjá í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 20:18
af dori
Þú getur náttúrulega ekki borið saman 20 þúsund króna spjaldtölvu og 70 þúsund króna tölvu með 20+ þúsund króna skjá og fullt af modding til að láta það allt virka fallega saman.
Spurning hvað er hægt að gera með góðu tablet (50+) og hugsanlega magnara. Ég myndi allavega skoða það fyrst.
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") skjá í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 21:31
af BjarniTS
http://www.tolvutek.is/vara/point-of-vi ... pjaldtolvahttp://www.tolvutek.is/vara/2tb-lacie-3 ... 6mb-gb-lanhttp://www.tolvutek.is/vara/point-of-vi ... jaldtolvur80k og þú ert golden.
Athugaðu að þú ert aldrei að fara að nota disk sem snýst í bílnum þínum.
Remote-ár þig heim til þín og sækir nýjustu hittarana í flac og spilar svo að vild.
Þráðlaus ódrepandi snilld. Ég er sjálfur að 3G netast hjá tal og ég kemst aldrei nálægt 10gb jafnvel með brutal notkun.
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") skjá í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 21:35
af capteinninn
Nexus 7 getur komið gífurlega vel út þegar hann er settur í bíla. Getur prófað að googla það og séð hvernig þetta kemur út hjá fólki.
Hún kostar slikk í útlöndum og er því hugsanlegur kostur ef þú ert til í þær pælingar en að mínu mati er hann alltof dýr hér á landi.
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") skjá í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 22:19
af DJOli
Sko. 'base' hugmyndin er þessi tölva sem hægt er að sjá að ofan.
Plús flakkari sem bæði flytur rafmagn, og gögn í gegnum usb kapal, en í þeim flakkara verður auðvitað SSD diskur.
Ég get ekki notað 3g þar sem ég bý, og auk þess er ég með shitty upphal heima.
Auk þess held ég að það bara lúkki ekki nógu vel að hafa skjá á framrúðunni með kapla hangandi niður.
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") skjá í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 22:33
af capteinninn
Er þá Nexusinn ekki klárlega málið, hann er ekki með 3g, er með ágætlega stórt pláss auk þess að þú getur tengt otg kapal við hana og usb kubb með öðrum gögum eins og bíómyndum og þáttum. Held þú þurfir samt að root-a hana en það ætti ekki að vera mikið vandamál
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") skjá í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 22:42
af urban
DJOli skrifaði:Þarf ekki kort. Þaðan sem ég er lærir fólk bara að nota hausinn. Sumir seinna en aðrir, en svoleiðis er það bara.
Kemuru aldrei til með að fara eitthvert á bílnum sem að þú hefur ekki farið á áður ?
Alveg sama hversu mikið þú lærir að nota á þér hausinn, þú getur ekki prógrammað hann með upplýsingum um allt gatnakerfi íslands.
DJOli skrifaði:Auk þess held ég að það bara lúkki ekki nógu vel að hafa skjá á framrúðunni með kapla hangandi niður.
Hvernig ætlaru að tengja skjáinn við tölvuna ?
þar sem að ég geri jú ráð fyrir því að það gerist með köplun
verða þeir þá ekki alveg jafn mikið "hangandi niður" ?
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") skjá í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 22:47
af DJOli
urban skrifaði:DJOli skrifaði:Þarf ekki kort. Þaðan sem ég er lærir fólk bara að nota hausinn. Sumir seinna en aðrir, en svoleiðis er það bara.
Kemuru aldrei til með að fara eitthvert á bílnum sem að þú hefur ekki farið á áður ?
Ég rata allt, bjarga mér alltaf. Hvar er gamanið annars í því að vita alltaf hvar nákvæmlega allt er?.
Alveg sama hversu mikið þú lærir að nota á þér hausinn, þú getur ekki prógrammað hann með upplýsingum um allt gatnakerfi íslands.
DJOli skrifaði:Auk þess held ég að það bara lúkki ekki nógu vel að hafa skjá á framrúðunni með kapla hangandi niður.
Hvernig ætlaru að tengja skjáinn við tölvuna ?
þar sem að ég geri jú ráð fyrir því að það gerist með köplun
verða þeir þá ekki alveg jafn mikið "hangandi niður" ?
Skjárinn yrði festur í mælaborðið sjálft, mögulega með rafstýrðum örmum (Draumórar) en kaplarnir úr honum yrðu allavega lagðir beint niður þannig að farþegar og bílstjórar sjái ekki alltaf glampandi í þá.
Mig langar alveg rosalega að gera vöggu fyrir skjáinn þannig að ég geti fellt hann niður og dregið 'fyrir' hann þegar ég fer úr bílnum svo að þetta sé úr augsýn.
Re: Hvar finn ég lítinn (6-12") skjá í bíl?.
Sent: Fim 28. Feb 2013 22:51
af urban
og hver er ástæðan fyrir því að þú ættir ekki að geta gert það nákvæmlega sama með spjaldtölvuna ?
jújú ég veit að BjarniTS linkaði á rúðuhaldara fyrir spaldtölvu, en hún er ekkert nauðsynleg.
en svona geturu gert það nákvæmlega sama og þú ert að spá í, nema bara mikið einfaldari lausn, sem að kostar mun minna.
getur líka sleppt því að vera með flakkarann heima og haft hann í bílnum hjá þér
margfalt minna vesen, bara einföld spjaltölva, ekkert vesen með stjórnun á þessu og mikið meira notendagildi