Síða 1 af 1

ánægður viðskiptavinur íslandsbanka hér!

Sent: Sun 24. Feb 2013 06:02
af biturk
Ánægjuleg skilaboð til þín!

- Þú færð 30% endurgreiðslu af greiddum vöxtum ársins 2012.

Kæri Gunnar

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna þér að þú ert einn þeirra 20.000 viðskiptavina okkar sem fá 30% endurgreiðslu af greiddum vöxtum ársins 2012. Endurgreiðslan er til skilvísra viðskiptavina vegna greiddra vaxta af húsnæðislánum og almennum skuldabréfalánum. Þann 25. febrúar verður upphæðin lögð inn á sérstakan bundinn reikning í þínu nafni, Vaxtaþrep 30 dagar, sem er nýjasta sparnaðarleið Íslandsbanka.

fékk svona í heimabankann minn og get ekki annað sagt en að ég sé bara asskoti ánægður viðskiptavinur núna.

ég ætla ekkert að fara út í nánar hversu mikið ég fékk en það var asskoti væn summa sem kemur sér býsna vel og þetta er frábært move hjá íslandsbanka :happy

einhverjir fleiri sem hafa fengið svona?

Re: ánægður viðskiptavinur íslandsbanka hér!

Sent: Sun 24. Feb 2013 10:50
af natti
Er þetta ekki pínu einsog að það sé brotist inn til þín og þú rændur, en vera svo hamingjusamur þegar ræningjarnir ákveða að skila þér nokkrum DVD diskum sem þeir tóku í misgripum?

Re: ánægður viðskiptavinur íslandsbanka hér!

Sent: Sun 24. Feb 2013 11:01
af biturk
nei, ég vissi nákvæmlega hvernig lánn væru þegar ég tók yfir þau í fyrra :)

sent úr s2

Re: ánægður viðskiptavinur íslandsbanka hér!

Sent: Sun 24. Feb 2013 11:24
af ZiRiuS
Íslandsbanki er að drulla upp á bak í flest öllu öðru svo hann er bara nokkuð neutral hjá mér eftir þetta.

Re: ánægður viðskiptavinur íslandsbanka hér!

Sent: Sun 24. Feb 2013 11:39
af mind
Er ekki viss um að natti hafi verið að tala um það.

Síðast þegar ég athugaði þá skuldsettu bankarnir okkur öll fyrir næstu 80 árin. Finnst ekki mjög viðeigandi að hrósa þeim fyrir að prenta nokkra matardorpeninga og dreifa þeim óhandhófskennt, ef eitthvað þá er það brengluð forgangsröðun.

Re: ánægður viðskiptavinur íslandsbanka hér!

Sent: Mán 25. Feb 2013 16:07
af axyne
Konan var að fá nokkra hundraðkalla til baka... Lán sem við greiddum niður í janúar í fyrra.

Greinilega ekki nógu góður viðskiptavinur :megasmile

Re: ánægður viðskiptavinur íslandsbanka hér!

Sent: Mán 25. Feb 2013 17:15
af rapport
ZiRiuS skrifaði:Íslandsbanki er að drulla upp á bak í flest öllu öðru svo hann er bara nokkuð neutral hjá mér eftir þetta.


Er Íslandsbanki að drulla upp á bak?

Þetta er eina lánastofnunin sem endurreiknaði gengistryggð bílalán rétt nánast strax og voru sneggstir að því.

Þeir gáfu strax afslátt af höfuðstól ef myntbreyting var gerð.

Þeir gáfu strax út að með því að sættast á leiðréttingar af slíku tagi þá væri viðskiptavinir EKKI að afsala sér neinum réttindum vegna ofgreiðslu fyrr af lánunum.

Þeir hafa staðið vel að sameiningunni við Sparisjóðina og nokkuð vel valið hvaða fólki ætti að halda eftir.

Þeir hafa verið að verða meir og meir einstaklingsmiðaðri... a.m.k. mitt mat.


En Landsbankinn og KB... virðast ekkert vita í hvorn fótinn á að stíga, sérstakleag Landsbankinn.

Einkunnarorðin þeirra eru "hlusta, læra, þjóna" en m.v. hvað maður er að heyra þá er verið að reisa vegg milli viðskiptavina og starfsmanna úr fölskum brosum, tvískinnungi og nánast kúgunum.

KB... ég hef ekki nennt að kynna mér þennan banka síðan 2005 þegar þeir settu mig næstum á hausinn með því að lofa mér einu en gera svo annað... Sem námsmaður á þeim tíma og í því að koma undir mig fótunum, stofna heimili oþh. þá mun ég aldrei fyrirgefa það sem þeir gerðu.


Íslandsbanki er ekekrt að bj´ða verri kjör en hinir bankarnir en greiðir manni þessi 30% til baka.

Ef peningar eru "vara" þá er verðið = vextirnir sem geiddir eru.

Íslandsbanki er því að gefa 30% afslátt EF fólk tekur lán, þetta er ekki yfirdráttarvextir eða e-h álíka.

Ég fékk rétt um 30þ. sem þýðir að ég greiddi þeim 100þ. í vexti á árinu af þessari 1,7mills sem ég skulda þeim...

Sem "nota bene" eru tilkomnar að nokkru leiti vegna svika KB á sínum tíma.

Re: ánægður viðskiptavinur íslandsbanka hér!

Sent: Mán 25. Feb 2013 17:22
af rubey
Þeir stela meira af þér á ári í allskonar rugl gjöld..

Re: ánægður viðskiptavinur íslandsbanka hér!

Sent: Mán 25. Feb 2013 18:00
af mind
Held ég hafi fengið vægt krabbamein af því að lesa innleggið frá Rapport.

Re: ánægður viðskiptavinur íslandsbanka hér!

Sent: Þri 26. Feb 2013 00:13
af Manager1
Hvaða sérstaki bundni reikningur er þetta sem krónurnar eru lagðar inná? Er hægt að taka krónurnar útaf honum strax?

Re: ánægður viðskiptavinur íslandsbanka hér!

Sent: Þri 26. Feb 2013 00:23
af rapport
mind skrifaði:Held ég hafi fengið vægt krabbamein af því að lesa innleggið frá Rapport.


vá, ég líka... fékk eitthvað biturleikakast þegar ég skrifaði þetta...

Re: ánægður viðskiptavinur íslandsbanka hér!

Sent: Þri 26. Feb 2013 09:35
af Daz
Manager1 skrifaði:Hvaða sérstaki bundni reikningur er þetta sem krónurnar eru lagðar inná? Er hægt að taka krónurnar útaf honum strax?

Losna 30 dögum eftir að þú tekur þær út. Eða pantar millifærslu. Hvað sem þetta heitir.


Eru ekki annars allir bankarnir 3 núna búnir að gera eitthvað svipað? Minnir mig í það minnsta að Landsbankinn hafi gert þetta í fyrra. Annars fékk ég einhverja endurgreiðslu núna og punkta endurgreiðslu í fyrra (sem ég gat breytt í peninga). Veit einhver hvernig sú endurgreiðsla virkar, hvort það var prósentubundið líka?

Re: ánægður viðskiptavinur íslandsbanka hér!

Sent: Þri 26. Feb 2013 13:43
af isr
Landsbankinn var með eitthvað þesu líkt fyrir tveimur eða þremur árum,nema þeir settu vaxtarendurgreyðsluna inn á höfuðstól lánsins,þannig að lánið lækkaði um einhverja hundrað kalla í nokkra mánuði og var svo komið í sama farið innan skamms.

Re: ánægður viðskiptavinur íslandsbanka hér!

Sent: Þri 26. Feb 2013 14:59
af Daz
isr skrifaði:Landsbankinn var með eitthvað þesu líkt fyrir tveimur eða þremur árum,nema þeir settu vaxtarendurgreyðsluna inn á höfuðstól lánsins,þannig að lánið lækkaði um einhverja hundrað kalla í nokkra mánuði og var svo komið í sama farið innan skamms.

Þeir hefðu líklega getað gert þetta eins og ISB líka og greitt það út, þá hefði endurgreiðsluþegi fengið einhverja peninga milli handanna og höfuðstóll lánsins hefði verið samsvarandi mikið hærri "innan skamms". Þeir sem vilja ekki hækkandi höfuðstól, ættu að reyna að skipta í óverðtryggð lán með þeim afborganasveiflum sem þeim fylgja.

Re: ánægður viðskiptavinur íslandsbanka hér!

Sent: Þri 26. Feb 2013 15:49
af isr
Þeir sem vilja ekki hækkandi höfuðstól, ættu að reyna að skipta í óverðtryggð lán með þeim afborganasveiflum sem þeim fylgja


Það er nú meira en að segja það að fara yfir í óverðtryggt lán,því greiðslubyrðið hækkar svo mikið,þó svo óverðtr.lánin séu ódýrari þegar upp er staðið þá eru þaug hærri í byrjun.

Td hjá mér er greiðslubyrðið 82 þús á mánuði(verðtryggt lán) 17 ár eftir. Ef ég breyti því í 17 ára óverðtryggt lán verður greiðslubyrðið 131 þús,það munar 50 þúsundum,munar um minna en það.

Re: ánægður viðskiptavinur íslandsbanka hér!

Sent: Þri 26. Feb 2013 16:31
af Daz
Það er nú þessvegna sem verðtryggð lán eru raunhæfur kostur á Íslandi, án verðtryggingar (óverðtryggt lán) þurfa vextirnir að vera svo háir að greiðslubyrðin verður gríðarlega há í samanburði, í byrjun í það minnsta eins og þú segir.
Ekki frábærir valkostir, en valkostir engu að síður.

Það er þá ekki Landsbankanum að kenna að endurgreiðslan sem þeir leggja á höfuðstólin "hverfur" vegna verðbólgunnar, besta fjárfesting sem maður getur gert við þessar endurgreiðslur er einmitt að leggja þær á höfuðstólinn á einhverju verðtryggðu láni.

Re: ánægður viðskiptavinur íslandsbanka hér!

Sent: Þri 26. Feb 2013 16:58
af isr
Það besta sem Landsbankinn hefði geta gert fyrir kúnnann,var að leyfa honum að leggja þessa upphæð á yfirdrátt,það hefði nýst mörgum vel,þar sem vextir á þeim voru mjög háir á þessum tíma.
Kunningi minn hafð samband við bankann og óskaði eftir að ráðstafa þessum aurum á yfirdráttinn sinn,en það var ekki í boði.

Svo fer maður á heimabankann og velur greyða umfram á höfuðstól,þá taka þeir það skýrt fram áður en greiðsluferlið er búið að gáfulegt sé að greyða fyrst niður yfirdrátt,hafi maður hann.