Síða 1 af 1

smá spurning útaf hörðum diskum-flakkara

Sent: Þri 19. Feb 2013 19:44
af skrifbord
Er það til í myndinni að t.d iomega hýsing með disk inní sé bara fyrir MAC tölvur ekki PC? einhver?

Re: smá spurning útaf hörðum diskum-flakkara

Sent: Þri 19. Feb 2013 19:52
af Tiger
Fer bara eftir því hvernig hann er formataður.

Re: smá spurning útaf hörðum diskum-flakkara

Sent: Þri 19. Feb 2013 20:30
af KermitTheFrog
Sé hann formataður í HFS þá getur Mac tölva lesið og skrifað á diskinn en Windows tölva ekki. Sé hann formataður í NTFS þá getur Windows tölva lesið og skrifað á hann en Mac tölva getur bara lesið af honum. Sé hann formataður í FAT32 geta bæði stýrikerfi lesið og skrifað á hann en skráarkerfið er bundið við ~4GB.

Besti kosturinn er exFAT ef á að nýta hann með báðum stýrikerfum. Annars HFS með Mac og NTFS með Windows.

Re: smá spurning útaf hörðum diskum-flakkara

Sent: Þri 19. Feb 2013 21:17
af GuðjónR
KermitTheFrog skrifaði:Sé hann formataður í HFS þá getur Mac tölva lesið og skrifað á diskinn en Windows tölva ekki. Sé hann formataður í NTFS þá getur Windows tölva lesið og skrifað á hann en Mac tölva getur bara lesið af honum. Sé hann formataður í FAT32 geta bæði stýrikerfi lesið og skrifað á hann en skráarkerfið er bundið við ~4GB.

Besti kosturinn er exFAT ef á að nýta hann með báðum stýrikerfum. Annars HFS með Mac og NTFS með Windows.


Persónulega þá finnst mér best að hafa flakkara/lykla formattaða með NTFS og hafa Paragon NTFS driver á Mac.
Þá virkar þetta flawless á milli Windows og MacOS X.

Re: smá spurning útaf hörðum diskum-flakkara

Sent: Þri 19. Feb 2013 22:43
af Oak
Það er nú ekki alveg rétt að segja að windows tölvan geti ekki lesið og skrifað á hann en það þarf forrit eins og í makkanum til að windowsið geti það hinsvegar.

Re: smá spurning útaf hörðum diskum-flakkara

Sent: Þri 19. Feb 2013 22:54
af KermitTheFrog
Jájá geri mér grein fyrir því en ég tók bare-tilfellið þar sem öll almennileg slík forrit kosta pening.