Síða 1 af 1

Vesen með NZXT Sentry 2 viftustýringu

Sent: Þri 05. Feb 2013 17:09
af Yawnk
Sælir, er nýbúinn að kaupa mér viftustýringu : http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1833

Virkar vel og allt það, er með 4 viftur tengdar í hana og allt er í góðu, nema á tveimur viftum, þá kemur svona 'vrrrrrr' hljóð stanslaust úr þeim sama hvaða hraða ég stilli þær á með stýringunni, virkar vel tengt í móðurborð eða molex.
*Vifturnar snúast samt, ég get stillt hraðann, bara það kemur urg úr þeim.

Þessar tvær leiðinlegu viftur eru : Stock CM 120mm vifta sem kom með Haf 912, og svo Scythe vifta úr kísildal 120mm = http://kisildalur.is/?p=2&id=1580

Hafði samband við Kísildal og athugaði hvort þeir vissu eitthvað um málið, en svo var ekki, en hann giskaði samt á að viftustýringin væri ekki að samhæfa með þessum tveimur viftum eða eitthvað slíkt.

Búinn að prófa aðra 80mm viftu á þessum rásum sem leiðinlegu vifturnar eru á og hún virkaði fínt þar.
Búinn að prófa að skipta um rásir ( setja leiðinlegu vifturnar á aðrar rásir í stýringunni )

Þannig að þetta er ekki viftustýringin sjálf, þetta er eitthvað mál með vifturnar, en hvað?
Þarf ég að fara að punga út 4000kr+ fyrir tveimur auka viftum sem virka þegar ég á tvær í 100% lagi hér?? :crying

• With a maximum of 10 Watts per channel, the Sentry 2 will support almost all high end fans

Fyrirfram þakkir,
Yawnk

JesúsPéturogValdimar, 900 innlegg! Til hamingju ég!!

Re: Vesen með NZXT Sentry 2 viftustýringu

Sent: Mið 06. Feb 2013 19:18
af Yawnk
Enginn?

Re: Vesen með NZXT Sentry 2 viftustýringu

Sent: Mið 06. Feb 2013 19:31
af upg8
Hvað gerist þegar þú setur þessar 2 viftur í samband við móðurborðið án þess að tengja við viftustýringarinnar?

Re: Vesen með NZXT Sentry 2 viftustýringu

Sent: Mán 04. Mar 2013 21:08
af Yawnk
upg8 skrifaði:Hvað gerist þegar þú setur þessar 2 viftur í samband við móðurborðið án þess að tengja við viftustýringarinnar?

Sæll, sá þetta ekki ](*,)

Þá virka þær alveg fínt, ekkert surg eða neitt slíkt, alveg eðlilegar, en um leið og þær eru komnar í samband við stýringuna, þá byrjar það.