littli-Jake skrifaði:rapport skrifaði:Það má klaga helling upp á alla aðila:
...
...
Ef þessum peningum hefði verið varið t.d. að styrkja innviði landsins þá hefði betur farið.
Gjaldeyrðistekjurnar af þessu eru í algjöru lágmarki og þekkt að álverin nota "millideidasölu" til að flytja hagnað milli landa þangað sem að skattar eru lægstir.
sbr. Microsoft og Google í kærum ESB landa og fjallað var um fyrr í vetur.
Bara að byggja 25 góðar heilsugæslustöð'var hefði kostað brotabrot af þessum pening, ekki skemmt landið, skapað 1000 störf og tryggt heilbrigði þjóðarinnar betur.
Aukin framleiðni og heilbrigði hefði skapað miklu meiri auð en einhver vöruskiptajöfnuður enda heilsan ekki metin í krónum, góð heilsa er ómetanleg.
Mjög einfalt dæmi um hversu stupid þessi framkvæmd var.
Dýrari en nýji spítalinn t.d. og það er svo annað mál, xD, xB og xS hafa öll frestað byggingu nýja spítalans, lokað spítulum og hert sultaról spítalans helvíti mikið.
Núna þegar við siglum inn í þann tíma að baby boomers séu að komast á "viðhaldsaldur" þá er efitt að hafa illa mannaða og illa tækjum búinn spíotala til að takast á við veikindi og sjúkdóma þessara stærstu árganga Íslandssögunnar.
t.d. bara að hafa góða líknardeild til að aðstoða og vinna með dauðvona einstaklingum er ómetanlegt, þið þekkið sem hafið upplifað að koma þangað til aðstandenda.
Hvað þá að auðlindir verði til hjá ríkinu til að skipta um liði, gangráða, bjargráða etc. í þessu fólki eða bara krabbameinsmeðferðir...
Stærri hluti kostnaðar við meðferðir er ekki lyf og rekstrarvörur, heldur húsnæði, aðstaða, tæki, rúmm, dýnur, að reka apótek sem getur blandað hvaða lyf sem er o.þ.h.
Þessi stjórnvöld sem hafa verið hafa gert upp á bak, forgangsraðað gangnagerð og stóriðnaði framar en lífsgæðum fólksins í landinu... og það er lélegt.