Landupplýsingar gerðar gjaldfrjálsar
Sent: Mið 23. Jan 2013 16:32
Nú hafa landupplýsingar Landmælinga Íslands (LMÍ) verið gerðar gjaldfrjálsar og eru aðgengilegar á vef þeirra (lmi.is). Þetta þýðir að nú geta allir sem vilja, geta sótt gögnin, unnið með þau og skapað einhver verðmæti úr þeim. Kortavefur ja.is (þróaður af Samsýn) er dæmi um hvað hægt sé að gera með slík gögn. Sniðugur forritari/tæknimaður/einstaklingur getur actually búið sér til einhvern pening með þessum gögnum.
Áður fyrr þurfti að borga fyrir þessi gögn dýrum dómum og aðgengi almennings að þeim nánast ómögulegt. Ég tel þetta vera frábært framtak og frábært að sjá að stjórnmálamenn þessa lands geti gert eitthvað jákvætt, svona til tilbreytingar.
Hér sjáið þið muninn á gögnum LMÍ og Yahoo Maps (tekið af mbl.is 23.1.2013):
Áður fyrr þurfti að borga fyrir þessi gögn dýrum dómum og aðgengi almennings að þeim nánast ómögulegt. Ég tel þetta vera frábært framtak og frábært að sjá að stjórnmálamenn þessa lands geti gert eitthvað jákvætt, svona til tilbreytingar.
Hér sjáið þið muninn á gögnum LMÍ og Yahoo Maps (tekið af mbl.is 23.1.2013):