Það eina sem Kerfisfræðingur frá HR og Kerfisfræðingur frá NTV eiga sameiginlegt er nafnið, Kerfisfræðingur
Kerfisfræðingur frá HR er fyrst og fremst hugbúnaðarsmiður (forritari) en Kerfisfræðingur frá NTV sér meira um það sem snýr að rekstri tölva og tölvukerfa.
Kerfisfræðingur frá HR var á sínum tíma leið markarðarins til að búa til hands-on forritara sem sárlega vantaði á þeim tíma.
Þeir gátu þá ekki kallað sig tölvunarfræðinga því það þarf háskólagráðu til þess, tæknilega.
Þeim var því puðrað út, með diplómu í hönd, eftir tveggja ára nám þar sem unnin eru t.d. 3 praktísk lokaverkefni, í hóp, með öllum bjöllum og flautum hugbúnaðarfræðinnar.
HÍ var þá einungis að búa til tölvunarfræðinga, byrjuðu á erfiða stöffinu og fengu svo að forrita (minnir mig, gæti verið að tala út um ra*****ið núna)
Í HR byrjaðir þú bara að hanna og smíða tölvuforrit og þriðja árið í HR er síðan fræðilega árið sem þú verður að taka til að geta útskrifast með gráðu.
NTV (alls ekki tæmandi listi):
Uppsetning á tölvum notenda (samsetning,viðgerðir,stýrikerfi)
Uppsetning servera (Windows Server, Linux server etc., upsetning á server hardware )
Uppsetning netkerfa (hvernig á þetta drasl allt saman að tala saman, eldveggir, policy'ur o.þ.h.)
Að sjálfsögðu er einhver skörun en þetta er svona basically línan.
So...
Ef þú vilt forrita án gráðunnar sem þú gætir þá í framhaldi farið með til útlanda þá velur þú Kerfisfræðinám í HR
Ef þú vilt forrita með gráðu og fræðigreinunum sem fylgja B.Sc. gráðu þá tekur þú tölvunarfræði við HÍ eða HR
Ef þú vilt sjá um daglegan rekstur á vélbúnaði fyrirtækis eða þjónustu við starfsfólk eða viðskiptavini fyrirtækis þá velur þú Kerfisfræðina í NTV (og bætir svo við þig eftir þörfum).
Svo er að sjálfsögðu hægt að multiclassa