Höfundarréttarmál í alþjóðlegu samhengi
Sent: Sun 20. Jan 2013 21:12
Ég er mikill áhugamaður um höfundarréttarmál og dreifingu á afþreyingarefni. Tek það þó fram að ég hef ekkert að gera með þessi mál.
Ísland flytur út meira afþreyingarefni en flytur inn. Ekki það að þetta efni er framleitt á Íslandi heldur sækja íslendingar efni í gríð og erg erlendis frá með bit torrent, og svo seeda áfram. Sökum ljósleiðara/ljósnetsvæðingu er upp-hraðinn orðinn það mikill að menn eru að senda frá sér mun meira efni til útlanda en þeir sækja frá útlöndum.
Ísland er aðili að WTO (alþjóðlegu viðskiptastofnunni) og þar gilda ákveðnir sáttmálar um vernd höfundarréttarvörðu efni, sem Ísland er skuldbundið að framfylgja. Ekki veit ég hvernig þessir sáttmálar taka á skráardeilingu á internetinu, en ljóst er að þegar maður hugsar út í það að ekki einungis er mestmegnið af afþreyingarefni stolið á Íslandi, þá eru íslendingar stórtækir í dreifingu. Bandarísk stjórnvöld, og önnur lönd, gætu litið svo á að Ísland uppfylli ekki sáttamála WTO um vernd á höfundarréttarvörðu efni. Sökum smæðar landsins gæti komið vel til greina að lokað yrði á netsamskipti við Ísland vegna brota á WTO... það yrði ekki í fyrsta skiptið sem landið í heild yrði meðhöndlað með slíkum hætti (Icesave) vegna smæðar sinnar þegar Bretland ákvað að frysta allt vegna brota fárra einstaklinga.
Ekki halda að þessi lönd taki þessu máli með léttúðugu geði. Ein af aðalástæðunum fyrir því að Rússland er ekki búið að fá inngöngu í WTO er "piracy" á höfundarréttarvörðu efni. (http://www.reuters.com/article/2010/06/ ... QY20100625)
En hví framfylgja ekki íslensk stjórnvöld þessum sáttmála? Það er flókið. Enginn vill sjá einhverskonar SOPA/PIPA á Íslandi, neteftirlit og netlögreglu, eða kínverskan eldvegg. Íslensk höfundarréttarsamtök vilja setja hálfgerða refsitolla á íslenska internetneytendur, þannig að allir borgi einhverja hundraðkalla í hálfgerð STEF-gjöld sem svo renna til samtaka einsog jú STEF og annarra. En bíddu nú við, veitir það íslenskum netnotendum ótakmarkaða heimild til að downloada höfundarréttarvörðu efni? Nei. Í raun myndi slíkt ekki leysa þetta vandamál í huga WTO/BNA.
En það sem mér þykir áhugavert að hugsa út í er... ef Ísland myndi framfylgja sáttmálum WTO og gera piracy að engu á Íslandi, myndi það þá þýða að afþreyingarefni sem er ekki aðgengilegt á Íslandi yrði aðgengilegt? Hingað vill Netflix ekki koma, markaðurinn er það lítill. Það hefur ekkert með WTO eða download-fíkn íslendinga að gera, þeir hafa ekki áhuga á að leggja út í þessa vinnu fyrir svo lítinn ávinning. Hvað með aðra aðila? Apple hefur ekki heldur áhuga á að opna hér verslanir með afþreyingarefni. Allir þessir aðilar benda á að lagaumhverfið hér sé of asnalegt... þó hér sé sama fyrirkomulag og í öðrum löndum og fyllilega í samræmi við WTO sáttmála.
Bandarískir söluaðilar á afþreyingarefni hafa ekki áhuga á að selja íslendingum afþreyingarefni, en samt krefjast bandaríkin (í gegnum WTO) að Ísland framfylgi sáttmálum sínum um vernd á höfundarréttarvörðu efni og loki á þetta piracy. Ég líki þessu við að bandaríkin vilji skammta öðrum löndum afþreyingarefni, sumum löndum meira en öðrum.
Hvernig getur Ísland virt slíkt viðskiptasiðferði? Hví á íslensk lögregla að eltast við einstaklinga sem eru að sækja gamla Star Trek þætti á netinu sem er hvergi hægt að kaupa með löglegum máta hér á Íslandi, því jú Hollywood vill ekki selja gamla Star Trek þætti á Íslandi. Þetta er klikkuð staða.
Ástandið á Íslandi er sérkennilegt. Hér er Ísland aðili að WTO og þessum sáttmálum, hér eru lög sem kveða á um hitt og þetta, en engum er refsað fyrir brot á þessu. Er í gildi einhverskonar þegjandi samþykki íslenskra stjórnvalda og löggæsluyfirvalda að leyfa "piracy" að viðgangast á Íslandi vegna þessa raunveruleika, að Hollywood vill ekki selja efnið sitt á Íslandi?
Þó Íslandi hafi engan möguleika á að breyta þessu fyrirkomulagi höfundarréttarmála í heiminum, þá hef ég eina lausn sem myndi jú leysa allan vandann. Lausnin er að vera með tvo flokka af "höfundaréttarvörðu" efni. Flokkur A yrði alfarið höfundaréttarvarið efni, sem óheimilt er að dreifa með öllu nema með algjöru samþykki höfundsins, og þetta efni er ekki ætlað til dreifingar eða sölu. Flokkur B yrði allt efni sem er ætlað dreifingar og sölu, og þá væri engin vernd á efninu ef neytandinn getur ekki nálgast það með lögmætum og sanngjörnum hætti.
Hverskonar efni yrði í "flokk A"? Hér væri um að ræða einstök verk, t.d. ritverk sem væri enn í vinnslu, eða jafnvel vinnsluskjöl á kvikmyndum (t.d. einsog með X-Men Wolverine myndina). Þ.e. öll hugverk sem eru ekki búin til (eða tilbúin) til fjöldadreifingar. Þau yrðu vernduð með sama hætti og í dag.
Hverskonar efni yrði í "flokk B"? Allt efni sem er ætlað til fjöldadreifingar- og sölu, kvikmyndir, sjónvarpsþættir, bækur o.fl. Í stað þess að neytandinn sé gerður að sakamanni fyrir að sækja sér efnið ólöglega, þá verður það sök útgefandans/dreifingaraðilans að gera neytandanum ekki kleift að nálgast efnið. Með því er búið að skapa hvata fyrir Hollywood að koma sínu efni sem víðast í dreifingu og sölu, til þess að efnið öðlist vernd í viðkomandi landi.
Deilumál væri hægt að rekja fyrir dómsstólum, og þá þyrfti Hollywood að sýna fram á að efnið hafi verið aðgengilegt fyrir viðkomandi (á sanngjarnan hátt) og hann hefði ekki þurft að stela.
Í raun er um að ræða sama fyrirkomulag og er í gildi í dag, nema að breytingin er ein og einföld: ef höfundarréttarvarið er óaðgengilegt en er ætlað til fjöldadreifingar- og sölu, þá nýtur það ekki verndar. Þetta ætti að virka sem hvati fyrir bandaríska afþreyingarframleiðendur að koma sínu efni sem víðast í sölu sem fyrst, svo þeir verði ekki af tekjum.
Ísland flytur út meira afþreyingarefni en flytur inn. Ekki það að þetta efni er framleitt á Íslandi heldur sækja íslendingar efni í gríð og erg erlendis frá með bit torrent, og svo seeda áfram. Sökum ljósleiðara/ljósnetsvæðingu er upp-hraðinn orðinn það mikill að menn eru að senda frá sér mun meira efni til útlanda en þeir sækja frá útlöndum.
Ísland er aðili að WTO (alþjóðlegu viðskiptastofnunni) og þar gilda ákveðnir sáttmálar um vernd höfundarréttarvörðu efni, sem Ísland er skuldbundið að framfylgja. Ekki veit ég hvernig þessir sáttmálar taka á skráardeilingu á internetinu, en ljóst er að þegar maður hugsar út í það að ekki einungis er mestmegnið af afþreyingarefni stolið á Íslandi, þá eru íslendingar stórtækir í dreifingu. Bandarísk stjórnvöld, og önnur lönd, gætu litið svo á að Ísland uppfylli ekki sáttamála WTO um vernd á höfundarréttarvörðu efni. Sökum smæðar landsins gæti komið vel til greina að lokað yrði á netsamskipti við Ísland vegna brota á WTO... það yrði ekki í fyrsta skiptið sem landið í heild yrði meðhöndlað með slíkum hætti (Icesave) vegna smæðar sinnar þegar Bretland ákvað að frysta allt vegna brota fárra einstaklinga.
Ekki halda að þessi lönd taki þessu máli með léttúðugu geði. Ein af aðalástæðunum fyrir því að Rússland er ekki búið að fá inngöngu í WTO er "piracy" á höfundarréttarvörðu efni. (http://www.reuters.com/article/2010/06/ ... QY20100625)
En hví framfylgja ekki íslensk stjórnvöld þessum sáttmála? Það er flókið. Enginn vill sjá einhverskonar SOPA/PIPA á Íslandi, neteftirlit og netlögreglu, eða kínverskan eldvegg. Íslensk höfundarréttarsamtök vilja setja hálfgerða refsitolla á íslenska internetneytendur, þannig að allir borgi einhverja hundraðkalla í hálfgerð STEF-gjöld sem svo renna til samtaka einsog jú STEF og annarra. En bíddu nú við, veitir það íslenskum netnotendum ótakmarkaða heimild til að downloada höfundarréttarvörðu efni? Nei. Í raun myndi slíkt ekki leysa þetta vandamál í huga WTO/BNA.
En það sem mér þykir áhugavert að hugsa út í er... ef Ísland myndi framfylgja sáttmálum WTO og gera piracy að engu á Íslandi, myndi það þá þýða að afþreyingarefni sem er ekki aðgengilegt á Íslandi yrði aðgengilegt? Hingað vill Netflix ekki koma, markaðurinn er það lítill. Það hefur ekkert með WTO eða download-fíkn íslendinga að gera, þeir hafa ekki áhuga á að leggja út í þessa vinnu fyrir svo lítinn ávinning. Hvað með aðra aðila? Apple hefur ekki heldur áhuga á að opna hér verslanir með afþreyingarefni. Allir þessir aðilar benda á að lagaumhverfið hér sé of asnalegt... þó hér sé sama fyrirkomulag og í öðrum löndum og fyllilega í samræmi við WTO sáttmála.
Bandarískir söluaðilar á afþreyingarefni hafa ekki áhuga á að selja íslendingum afþreyingarefni, en samt krefjast bandaríkin (í gegnum WTO) að Ísland framfylgi sáttmálum sínum um vernd á höfundarréttarvörðu efni og loki á þetta piracy. Ég líki þessu við að bandaríkin vilji skammta öðrum löndum afþreyingarefni, sumum löndum meira en öðrum.
Hvernig getur Ísland virt slíkt viðskiptasiðferði? Hví á íslensk lögregla að eltast við einstaklinga sem eru að sækja gamla Star Trek þætti á netinu sem er hvergi hægt að kaupa með löglegum máta hér á Íslandi, því jú Hollywood vill ekki selja gamla Star Trek þætti á Íslandi. Þetta er klikkuð staða.
Ástandið á Íslandi er sérkennilegt. Hér er Ísland aðili að WTO og þessum sáttmálum, hér eru lög sem kveða á um hitt og þetta, en engum er refsað fyrir brot á þessu. Er í gildi einhverskonar þegjandi samþykki íslenskra stjórnvalda og löggæsluyfirvalda að leyfa "piracy" að viðgangast á Íslandi vegna þessa raunveruleika, að Hollywood vill ekki selja efnið sitt á Íslandi?
Þó Íslandi hafi engan möguleika á að breyta þessu fyrirkomulagi höfundarréttarmála í heiminum, þá hef ég eina lausn sem myndi jú leysa allan vandann. Lausnin er að vera með tvo flokka af "höfundaréttarvörðu" efni. Flokkur A yrði alfarið höfundaréttarvarið efni, sem óheimilt er að dreifa með öllu nema með algjöru samþykki höfundsins, og þetta efni er ekki ætlað til dreifingar eða sölu. Flokkur B yrði allt efni sem er ætlað dreifingar og sölu, og þá væri engin vernd á efninu ef neytandinn getur ekki nálgast það með lögmætum og sanngjörnum hætti.
Hverskonar efni yrði í "flokk A"? Hér væri um að ræða einstök verk, t.d. ritverk sem væri enn í vinnslu, eða jafnvel vinnsluskjöl á kvikmyndum (t.d. einsog með X-Men Wolverine myndina). Þ.e. öll hugverk sem eru ekki búin til (eða tilbúin) til fjöldadreifingar. Þau yrðu vernduð með sama hætti og í dag.
Hverskonar efni yrði í "flokk B"? Allt efni sem er ætlað til fjöldadreifingar- og sölu, kvikmyndir, sjónvarpsþættir, bækur o.fl. Í stað þess að neytandinn sé gerður að sakamanni fyrir að sækja sér efnið ólöglega, þá verður það sök útgefandans/dreifingaraðilans að gera neytandanum ekki kleift að nálgast efnið. Með því er búið að skapa hvata fyrir Hollywood að koma sínu efni sem víðast í dreifingu og sölu, til þess að efnið öðlist vernd í viðkomandi landi.
Deilumál væri hægt að rekja fyrir dómsstólum, og þá þyrfti Hollywood að sýna fram á að efnið hafi verið aðgengilegt fyrir viðkomandi (á sanngjarnan hátt) og hann hefði ekki þurft að stela.
Í raun er um að ræða sama fyrirkomulag og er í gildi í dag, nema að breytingin er ein og einföld: ef höfundarréttarvarið er óaðgengilegt en er ætlað til fjöldadreifingar- og sölu, þá nýtur það ekki verndar. Þetta ætti að virka sem hvati fyrir bandaríska afþreyingarframleiðendur að koma sínu efni sem víðast í sölu sem fyrst, svo þeir verði ekki af tekjum.