Síða 1 af 1

Þrif á endurvinnanlegum umbúðum?

Sent: Fös 18. Jan 2013 00:25
af Stuffz
Eitthver lent í að fá svona?

Var að fara yfir gommu af myndum sem maður var að taka á gamla símanum og þetta er frá síðasta vori, keypti svona hvað heitir þetta Trópí "Heilsusafi" í Bónus og hafði ekki lyst á að drekka þetta enda með svona fljótandi mygluskán.

MyndMyndMynd

þessi skán virtist passa við mynstrið inní tappanum, eitthverstaðar heyrði ég að svona flöskur væru þrifnar og notaðar aftur er það rétt, allavegana ef svo er þá ætla ég að vona að þeir hendi töppunum í dag :P

ég tók nokkrar myndir af þessu og ætlaði að skila því en svo vannst ekki tími til

Mynd
Mynd

Re: Þrif á endurvinnanlegum umbúðum?

Sent: Fös 18. Jan 2013 00:32
af steinarorri
Held að engar drykkjarumbúðir í dag séu endurnýttar. Gler var einu sinni endurnýtt, því miður er það hætt (líklega ódýrara, þykkari flöskur og betra fyrir umhverfið: í staðinn fyrir að flytja inn endalausar glerflöskur til Íslands sem enda sem landfylling).

Re: Þrif á endurvinnanlegum umbúðum?

Sent: Fös 18. Jan 2013 00:39
af Pandemic
Þetta er bara eðlileg skán sem myndast af svona appelsín/fruit drykkjum.

Re: Þrif á endurvinnanlegum umbúðum?

Sent: Fös 18. Jan 2013 00:41
af Squinchy
Ekki drekka, skila!

Re: Þrif á endurvinnanlegum umbúðum?

Sent: Fös 18. Jan 2013 00:46
af worghal
eru ekki allar endurunnar plast flöskur bræddar niður í nýtt plast?

Re: Þrif á endurvinnanlegum umbúðum?

Sent: Fös 18. Jan 2013 00:48
af DabbiGj
farðu með þetta í verslun ekki væla um þetta hér

Re: Þrif á endurvinnanlegum umbúðum?

Sent: Fös 18. Jan 2013 01:10
af Stuffz
Pandemic skrifaði:Þetta er bara eðlileg skán sem myndast af svona appelsín/fruit drykkjum.


veit ekki hve "eðlilegt" þetta er en það var ekki eitthvað sem leystist upp þegar maður hristir ef þú ert að meina það.

allavegana meiri myndir betri en færri til að átta sig á þessu var ég að hugsa, fannst þessir safar ágætir.

DabbiGj skrifaði:farðu með þetta í verslun ekki væla um þetta hér


ég vildi bara vita hve algengt þetta er.

ekki er ég að fara að fá þær upplýsingar hjá versluninni eða?

Re: Þrif á endurvinnanlegum umbúðum?

Sent: Fös 18. Jan 2013 08:55
af hagur
Við fengum einu sinni svona skán eða mygluskán eða hvað sem ætti að kalla þetta í okkar heilsusafa. Frúin hafði bara samband beint við framleiðandann og við fengum kassa af þessu í skaðabætur.

Re: Þrif á endurvinnanlegum umbúðum?

Sent: Fös 18. Jan 2013 09:19
af vesley
Hef lent í þessu 1-2 sinnum með þennan safa, sama með Engifer safann fengum einu sinni einn svoleiðis sem var búinn að gerjast og var flaskan við það að springa.

Þetta er ekki algengt en kemur alveg fyrir með svona safa að það komi svona mygluskán.