Síða 1 af 2
Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 16:25
af Robertas Denton
Þannig eru mál með vexti að ég fékk mér 3G netlykil hjá Tal seint á síðasta ári og netlykill þessi innihélt 15gb áskrift á mánuði.
Lykill þessi var eingöngu notaður til þess að browsa heimasíður og þannig lagað enda býður gagnamagnið ekki upp á mikið meira en þannig notkun.
En svo þegar reikningurinn frá Tal kom næstu mánaðarmót þá brá mér aldeilis í brún en hann hljómaði upp á hvorki meira né minna en rúmlega 140 þús. krónur, takk fyrir.
Þetta hlutu að vera einhver mistök því eins og ég sagði þá var engin óeðlileg notkun af minni hálfu.
Þegar ég hafði samband við Tal(sem er hægara sagt en gert) þá tjáðu þeir mér að "ég" hefði farið 75gb fram yfir þessi 15gb sem ég hef á hverjum mánuði og að það væri ástæðan fyrir þessum svívirðilega háa reikningi.
Ég kom vitaskuld af fjöllum, því ég var og er handviss um það að öll þessi gagnanotkun gat ekki komið frá mér. Lykillinn telur í báðar áttir og ég var hvorki að uploada neinu né að downloada torrents eða einhverju sambærilegu sem gæti útskýrt þessa brjáluðu gagnanotkun.
Er einhver hér sem hefur lent í svipuðu með Tal eða þekkir til einhvers sem hefur lent í álíka veseni?
Ég hefði haldið að það væri ómögulegt að ná þessum hæðum í gagnamagni á 3G netlykli yfir svona skamman tíma.
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 16:27
af Daz
Fá sundurliðaða notkun hjá þeim? Geturðu ekki skoðað eithvað viðmót í lyklinum sjálfum sem segir hvað hann hefur verið notaður mikið (það var hægt á Nova lykli sem ég var einhverntímann með).
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 16:28
af oskar9
haha að fara 75 gíg yfir á svona 3g pung er nú bara afrek útaf fyrir sig svo ef þú kannast ekki við það að vera á torrent 24/7 þá er þetta algjört bull
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 16:32
af Robertas Denton
Ég er búinn að fá sundurliðaðan reikning og þrátt fyrir þá þá er ég engu nær um hvaðan öll þessi gb koma frá. Þeir hjá Tal nefndu að vírus í tölvunni gæti orsakað allt þetta gagnamagn og þessi vírus væri stannslaust að uploada en ég kannast heldur ekki við neinn vírus og 75gb bara frá einhverjum vírus? Er ekki að kaupa það heldur.
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 16:32
af tlord
það væri gaman að sjá svona fara í hart fyrir dómsstól. Getur fyrirtækið komið með eitthvað, sem virkilega sannar að skuldin sé réttmæt?
Lawyer up.
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 16:36
af Stuffz
hmm er möguleiki að eitthver í nágrenni við þig hafi komist yfir PW á punginum og stolið bandvídd frá þér í lengri tíma, hvar ertu að nota punginn að staðaldri, í vinnunni?
svo er líka smá möguleiki á að eitthver hafi svappað honum fyrir alveg eins útlýtandi lykil frá Tal og þú sért s.s. með hans.
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 16:37
af Robertas Denton
Ég hef einmitt spáð mikið í því hvernig þeir ætli að sanna að þessi gagnanotkun hafi átt sér stað. Eina sem ég hef fá frá þeim í þessu "sundurliðaða" yfirliti eru bara einhverjar tölur á blaði og færa alls ekki rök fyrir þessu meinta gagnamagni sem þeir telja að ég sé ábyrgur fyrir.
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 16:38
af Viktor
Geturðu ekki samið við þá um þetta?
En það er ekki erfitt að eyða gagnamagni á 3G, þú getur verið að ná á ca. 1-4 Mb/s hraða, svipað og slappar ADSL tengingar.
Ættir að geta downloadað ca. 80-300 GB á mánuði skv. mínum útreikningum.
Myndi endilega athuga hvort þeir séu ekki til í að lækka þetta eitthvað, en það eru mjög litlar líkur á því að þeir séu að mæla þetta vitlaust.
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 16:38
af GrimurD
Svo fáránlegt að það sé ekki lokað á þessa 3g lykla þegar þeir klára innifalda gagnamagnið. Skil ekki hugsunina á bakvið það. Held að öll símafyrirtækin geri þetta.
Þeir geta annars sundurliðað þetta betur, amk veit ég að tæknimenn Vodafone gætu það(yfirleitt rukkað sérstaklega fyrir það því það er svo tímafrekt). Tæki bara frekar langann tíma að fara yfir loggana.
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 16:39
af Daz
Er þetta jafnt yfir allan mánuðinn eða bundið við ákveðna tíma?
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 16:42
af Gúrú
75GB á mánuði myndi þýða rétt undir 29kB/s samfellda notkun, það er ekki út úr myndinni að þetta sé einskonar vírus eða forrit sem að þú veist ekki af að noti þig sífellt sem jafningja í jafningjaneti.
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 16:44
af rapport
Hvað sýndi sundurliðunin?
Dreifðist þetta jafnt yfir alla daga?
Ég er með 140Gb á mánuði og næ ekki að fullnýta það nema vera svolítið agressívur í að downloada...
Þetta meikar ekkert sens yfir 3G lykil...
Eru þeir að rugla saman Mb og Gb?
Var lykillinn í sambandi við tölvuna 24/7 allan mánuðinn?
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 16:46
af Robertas Denton
Daz skrifaði:Er þetta jafnt yfir allan mánuðinn eða bundið við ákveðna tíma?
Jafnt yfir allan mánuðinn.
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 16:47
af tlord
þetta er ca 230 kílóbitar á sekúndu,
það er hefðbundið að tala um hraða í bitum og magn í bætum
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 16:49
af Robertas Denton
rapport skrifaði:Hvað sýndi sundurliðunin?
Dreifðist þetta jafnt yfir alla daga?
Ég er með 140Gb á mánuði og næ ekki að fullnýta það nema vera svolítið agressívur í að downloada...
Þetta meikar ekkert sens yfir 3G lykil...
Eru þeir að rugla saman Mb og Gb?
Var lykillinn í sambandi við tölvuna 24/7 allan mánuðinn?
Já, hann var tengdur við tölvuna en tölvan sjálf var ekki í notkun nærri því allan tímann og oft var slökkt á henni í einn dag eða jafnvel fleiri.
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 16:59
af worghal
GrimurD skrifaði:Svo fáránlegt að það sé ekki lokað á þessa 3g lykla þegar þeir klára innifalda gagnamagnið. Skil ekki hugsunina á bakvið það. Held að öll símafyrirtækin geri þetta.
Þeir geta annars sundurliðað þetta betur, amk veit ég að tæknimenn Vodafone gætu það(yfirleitt rukkað sérstaklega fyrir það því það er svo tímafrekt). Tæki bara frekar langann tíma að fara yfir loggana.
bróðir minn notast við 3g frá nova og þeir loka á hann þegar hann klárar gagnamagnið, svo borgar hann bara auka 1000kr fyrir hver 10 gb sem hann pantar sér auka.
Robertas Denton skrifaði:rapport skrifaði:Hvað sýndi sundurliðunin?
Dreifðist þetta jafnt yfir alla daga?
Ég er með 140Gb á mánuði og næ ekki að fullnýta það nema vera svolítið agressívur í að downloada...
Þetta meikar ekkert sens yfir 3G lykil...
Eru þeir að rugla saman Mb og Gb?
Var lykillinn í sambandi við tölvuna 24/7 allan mánuðinn?
Já, hann var tengdur við tölvuna en tölvan sjálf var ekki í notkun nærri því allan tímann og oft var slökkt á henni í einn dag eða jafnvel fleiri.
gæti verið að þrátt fyrir að það sé slökt á tölvunni, þá sé pungurinn á einhverju roaming að stanslaust senda og taka við tengingu við 3g netið?
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 17:00
af AntiTrust
Það er ekki óþekkt að vírusar séu gerðir til lítils annars en að éta upp bandvídd. Þú ættir hinsvegar að geta fengið sundurliðun niður í klukkutíma hvenær þetta niður/upphal á að hafa átt sér stað. Mig grunar þó að sönnunarbyrðin sé þín, ekki þeirra. Ég veit þó til þess að aðrir ISPar hafa verið að koma á móti einstaklingum þegar kemur að svona málum.
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 17:03
af tlord
AntiTrust skrifaði:Það er ekki óþekkt að vírusar séu gerðir til lítils annars en að éta upp bandvídd. Þú ættir hinsvegar að geta fengið sundurliðun niður í klukkutíma hvenær þetta niður/upphal á að hafa átt sér stað. Mig grunar þó að sönnunarbyrðin sé þín, ekki þeirra. Ég veit þó til þess að aðrir ISPar hafa verið að koma á móti einstaklingum þegar kemur að svona málum.
sá sem krefst greiðslu, má gera ráð fyrir að þurfa að sanna réttmæti kröfunnar.
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 17:05
af dandri
Það er samt til hellingur af vírusum sem senda t.d. ruslpóst eða nota vélarnar í ddosnet.
Þú ættir að skanna tölvuna og fara í hart við TAL ef ekkert finnst.
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 17:08
af tlord
það er líka fáránlegt að bjóða viðskiptavinum upp á að svona geti gerst. þe. að td vírus í tölvu geti valdið himin hárri skuld..
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 17:09
af AntiTrust
rapport skrifaði:Hvað sýndi sundurliðunin?
Dreifðist þetta jafnt yfir alla daga?
Ég er með 140Gb á mánuði og næ ekki að fullnýta það nema vera svolítið agressívur í að downloada...
Þetta meikar ekkert sens yfir 3G lykil...
Eru þeir að rugla saman Mb og Gb?
Var lykillinn í sambandi við tölvuna 24/7 allan mánuðinn?
Þú þarft nú ekki nema ca sólahring til að dæla niður 85Gb á 12Mb/s DSLi svo þetta er engan vegin óraunhæft ef horft er á statistics.
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 17:13
af Plushy
Ég myndi giska á að þótt þú hafir slökkt á tölvunni að ef lykilinn er ennþá í þá er hann ennþá "Tengdur", eða þá að einhver búin að komast yfir upplýsingarnar fyrir netlykilinn eða vírus eða forrit í tölvunni noti gagnamagnið að þér óafvitandi.
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 17:14
af AntiTrust
tlord skrifaði:AntiTrust skrifaði:Það er ekki óþekkt að vírusar séu gerðir til lítils annars en að éta upp bandvídd. Þú ættir hinsvegar að geta fengið sundurliðun niður í klukkutíma hvenær þetta niður/upphal á að hafa átt sér stað. Mig grunar þó að sönnunarbyrðin sé þín, ekki þeirra. Ég veit þó til þess að aðrir ISPar hafa verið að koma á móti einstaklingum þegar kemur að svona málum.
sá sem krefst greiðslu, má gera ráð fyrir að þurfa að sanna réttmæti kröfunnar.
Og þarf þá að framvísa e-rju meira en sundurliðun á mælingum hjá þeim, ásamt staðfestingu um að mælingin eigi 100% við um réttan búnað og kort? Hugsanlega gætu þeir bætt við staðfestingu á að auðkenningin hafi verið að koma frá sama búnaðinum.
Mér finnst samt mjög slappt ef fyrirtækið er ekki tilbúið að koma á móts við þetta, það er alls ekki óþekkt þegar fólk lendir í svona með 3G tengd tæki erlendis og reikningar velda á tugum ef ekki hundruðum þúsunda.
Hinsvegar finnst mér afar hæpið að það sé hægt að hafa e-rskonar data link í gangi með slökkt á tölvunni, því ekki er lykilinn að dæla þessu öllu inn og út á cache-ið á sjálfum sér - og hann þyrfti þá líka að vera tengdur í always-on USB tengi.
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 17:20
af arons4
Getur líka athugað með forrit sem heitir pando media booster, forrit sem sumir leikjaframleiðendur festa við leikina sína til að spara gagnamagn, það basically seedar torrenti.
Re: Grunsamlegur reikningur frá TAL
Sent: Þri 15. Jan 2013 17:49
af rapport
Sæll
Held að þetta séu drögin sem voru samþykkt:
http://www.innanrikisraduneyti.is/verke ... g/nr/24273Skv. þessu...
http://www.pfs.is/default.aspx?cat_id=1 ... nt_id=3218Sem segir m.a.
9. gr.
Upplýsingar á ítarlega sundurliðuðum reikningum
Ítarleg sundurliðun reikninga fyrir fjarskiptanotkun, samkvæmt 8. gr., skal að lágmarki innihalda eftirfarandi upplýsingar:
a. Allar sömu upplýsingar og kveðið er á um skv. 5. gr., 6. gr. og 7. gr. reglugerðarinnar.
b. Upplýsingar um einstök hringd símtöl, þ.m.t. símanúmer sem hringt er í, dagsetningu, upphafs- og lokatíma símtals, raunlengd þess og gjaldfærða lengd. Einnig komi fram upphafsgjald, annar gjaldfærður kostnaður og heildarkostnaður við hvert símtal.
c. Nákvæmar upplýsingar um notað gagnamagn sundurliðað eftir tímabilum með stundarfjórðungs nákvæmni og uppruna eftir IP-tölum.d. Hlutfallslega skiptingu hringdra símtala eftir móttökunetum.
Við gerð sundurliðaðra reikninga skal hafa hliðsjón af lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Þetta (ef þetta er í gildi í dag) ætti að aðstoða þig við að grafa upp hvenær verið var að nota lykilinn, hvort þú hafir verið með fasta IP tölu, hugsanlega var MAC adreesan skráð líka...
En ef þetta passar allt saman og það var vírus að fokka tölvunni þinni upp eða ítrekaðar Facebook, Vísir eða Pressan.is "refresh" þá ertu skrúfaður....