Síða 1 af 2

Músamottur

Sent: Sun 13. Jan 2013 20:01
af Yawnk
Sælir, þarf að fara að uppfæra í músamottumálum, er að nota gamla jólasveina músamottu og hún er ekki alveg að gera sig lengur.

Hvað mæla Vaktarar með í músamottum?
Væri stór kostur ef hún væri ágætlega stór, og væri taumotta, og ekki svo dýr.

Er mjög hrifinn af þessari Steelseries QcK músamottu : http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... SS_QCK_6MM

Eru einhverjir að nota hana, og eru að fýla hana?

Re: Músamottur

Sent: Sun 13. Jan 2013 20:02
af AciD_RaiN
Ég er að nota stærra version af nákvæmlega þessari og elska hana ;)

Re: Músamottur

Sent: Sun 13. Jan 2013 20:04
af Yawnk
AciD_RaiN skrifaði:Ég er að nota stærra version af nákvæmlega þessari og elska hana ;)

Hef eitthvað heyrt um að hún kæmi til manns upprúlluð og öll krumpuð og væri bylgjótt þegar hún er kominn á borðið.
Er það kannski bara með þynnri versionið?

Re: Músamottur

Sent: Sun 13. Jan 2013 20:07
af AciD_RaiN
Þessi kemur upprúlluð en krumpast nú bara ekki neitt :P

Re: Músamottur

Sent: Sun 13. Jan 2013 20:14
af darkppl

Re: Músamottur

Sent: Sun 13. Jan 2013 20:16
af Yawnk
darkppl skrifaði:http://www.tolvutek.is/vara/gigabyte-krypton-musamotta ?

Aðeins alltof dýrt!
Er að leita að allaveganna undir 4.000 kr.

Re: Músamottur

Sent: Sun 13. Jan 2013 20:22
af Tesy
AciD_RaiN skrifaði:Þessi kemur upprúlluð en krumpast nú bara ekki neitt :P


Ég er að nota þessa, sjæsan hvað verðið hefur hækkað.. Fékk mína á 1500kr í elko fyrir ári.
Já hún kemur upprúlluð en þetta lagast samt snökkt með tímanum.

Re: Músamottur

Sent: Sun 13. Jan 2013 20:26
af Eiiki
Ég á sjálfur svona steelseries músamotti sem ég keypti upprúllaða. Hún kom alveg mjög fallega úr pakkningunum og ókrumpuð.
Ég hef einnig ferðast með hana stundum ofan í tösku og þá krumpað henni saman og hún er enn alveg eins og ný og liggur mjög fallega á borðinu.

Re: Músamottur

Sent: Sun 13. Jan 2013 20:31
af Yawnk
Jæja, held að maður taki þá bara þessa : SteelSeries QcK mass - 320mm x 285mm - Tau

http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... SS_QCK_6MM

Ef hún er ekki ódýrari annarsstaðar :-k

Re: Músamottur

Sent: Sun 13. Jan 2013 20:33
af steinthor95
http://tolvutek.is/vara/gigabyte-mp8000-ghost-musamotta
eg er med svona og likar mjog vel vid hana, svolitid thykk reyndar en tha er bara mykra undir hendinni ;)
Hun er svolitid lik gomlu allisop musamottunum ( thessar med mynd ad vatnsdropunum) nema staerri

Re: Músamottur

Sent: Mán 14. Jan 2013 13:33
af Jón Ragnar

Re: Músamottur

Sent: Mán 14. Jan 2013 13:44
af jonandrii
er að nota þessa og líkar mjög vel við hana : http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2116

Re: Músamottur

Sent: Mán 14. Jan 2013 14:26
af playman
Er að nota þessa hérna, og er bara helvíti sáttur með hana.
http://www.tolvutek.is/vara/gigabyte-mp ... -musamotta

Re: Músamottur

Sent: Mán 14. Jan 2013 15:01
af oskar9
playman skrifaði:Er að nota þessa hérna, og er bara helvíti sáttur með hana.
http://www.tolvutek.is/vara/gigabyte-mp ... -musamotta



mæli líka með þessari, búin að eiga svona í dágóðan tíma, en í flottu standi og frekar þykk svo hún styður vel við hendina

Re: Músamottur

Sent: Mán 14. Jan 2013 15:02
af krissiman

Re: Músamottur

Sent: Mán 14. Jan 2013 15:04
af playman
Einnig mæli ég með þessari til úlnliðsstuðningar
http://www.tolvutek.is/vara/allsop-hvil ... dsstudning
Það sem er mjög gott við hana er að hún rennur vel á mottuni, þannig að maður getur notað alla mottuna þó svo að maður
sé að nota þetta.

Re: Músamottur

Sent: Mán 14. Jan 2013 15:36
af Daz
http://www.tolvutek.is/vara/allsop-musa ... nomy-svort

Ef þær eru til betri, þá mega þær bara vera í friði mín vegna.

Re: Músamottur

Sent: Mán 14. Jan 2013 15:37
af arons4
Sjálfur með minni og eldri gerð af þessari Steelseries Qck(Qck steel stendur á henni) og ég get ekki annað en mælt með henni, notað áður bæði gler og hart plast sem eru svosem fínar mottur en það er svo mikill hávaði þegar maður rennir músinni eftir þeim, þessi er alveg hljóðlát og sammt mjög smooth. Mín svona kom upprúlluð ef ég man rétt en það hefur ekki verið neitt vesen með að hún sé bylgjótt nema þegar ég þreif hana með vel heitu vatni þá varð hún svolítið bylgjótt í nokkra klukkutíma.

Re: Músamottur

Sent: Mán 14. Jan 2013 17:02
af halli7
Er með gamla steelseries núna og hún er mjög fín.

Annars hef ég líka verið með svona: http://kisildalur.is/?p=2&id=755 hún er mjög góð og ódýr.

Re: Músamottur

Sent: Mán 14. Jan 2013 18:15
af Yawnk
Keypti Steelseries QcK mass 6mm útgáfuna.

Kom alveg krumpuð í drasl og bylgjótt á borðinu, verð að skella símaskránni yfir hana í nótt.

Re: Músamottur

Sent: Mán 14. Jan 2013 18:30
af Gúrú
Yawnk skrifaði:Keypti Steelseries QcK mass 6mm útgáfuna.

Kom alveg krumpuð í drasl og bylgjótt á borðinu, verð að skella símaskránni yfir hana í nótt.


Skiptu henni þá út. Hún á að vera rennislétt og uppvafin þegar að þú tekur hana upp úr pakkningunni. :shock:

Re: Músamottur

Sent: Mán 14. Jan 2013 18:40
af playman
Yawnk skrifaði:Keypti Steelseries QcK mass 6mm útgáfuna.

Kom alveg krumpuð í drasl og bylgjótt á borðinu, verð að skella símaskránni yfir hana í nótt.

Hefðir átt að fá þer Ghost mottuna, það er ekki hægt að krumpa hana eða gera hana bylgjótta* :happy
*(Nema auðvitað að það sé ætlunin hjá aðilanum, þá er allt hægt)

Re: Músamottur

Sent: Mán 14. Jan 2013 19:52
af Yawnk
Ætla gefi henni sjéns yfir nóttina allaveganna, setti skurðbretti, tvær símaskrár, tvær pönnur og tvo potta plús eina dós af rauðkáli ofan á mottuna, vona að það hjálpi.

*Edit, við frekari lestur á innleggi mínu hljómar eins og ég hafi hellt dós af rauðkáli yfir mottuna, það er ekki raunin, dósin er óopnuð.

Re: Músamottur

Sent: Mán 14. Jan 2013 21:39
af playman
Yawnk skrifaði:Ætla gefi henni sjéns yfir nóttina allaveganna, setti skurðbretti, tvær símaskrár, tvær pönnur og tvo potta plús eina dós af rauðkáli ofan á mottuna, vona að það hjálpi.

*Edit, við frekari lestur á innleggi mínu hljómar eins og ég hafi hellt dós af rauðkáli yfir mottuna, það er ekki raunin, dósin er óopnuð.

Hefði ekki verið auðveldara að bakka bílnum bara oná hana? :sleezyjoe

Re: Músamottur

Sent: Mán 14. Jan 2013 21:42
af Yawnk
playman skrifaði:
Yawnk skrifaði:Ætla gefi henni sjéns yfir nóttina allaveganna, setti skurðbretti, tvær símaskrár, tvær pönnur og tvo potta plús eina dós af rauðkáli ofan á mottuna, vona að það hjálpi.

*Edit, við frekari lestur á innleggi mínu hljómar eins og ég hafi hellt dós af rauðkáli yfir mottuna, það er ekki raunin, dósin er óopnuð.

Hefði ekki verið auðveldara að bakka bílnum bara oná hana? :sleezyjoe

Það er blautt og óhreint úti :hnuss
Samt ágætis hugmynd..svosem..