Síða 1 af 1

Bláakortið

Sent: Mið 09. Jan 2013 07:52
af littli-Jake
Ég fékk hringingi í gær frá einhverjum gaur sem vildi endilega kinna fyrir mér bláa kortið sem er greiðslukort frá Arion. Þetta á víst aðv era með einhvern slatta af tilboðum og afsláttum. Er einhver ikkar með svona kort og er eitthvað vit í þessu? einhverjir góðir afslættir en ekki bara 15% afsláttur af bjór á Prikinu milli 8 og 10

Re: Bláakortið

Sent: Mið 09. Jan 2013 07:56
af Plushy
Það er hægt að fá mun betri afsláttarkort á börum og svona með öðrum kortum, t.d. með háskólakorti er bjórinn á 390kr á Glaumbar.

Annars er ég með svona kort og búinn að eiga í nokkur ár og hef í rauninni aldrei notað það í neitt annað en að versla á netinu, sem ég fékk það upprunlega í.

Það eiga samt að vera afslættir hægri vinstri, 2 fyrir 1 í bíó og margt sem maður notar reglulega, þyrfti bara að vera með hringtorgs-appið til að sjá reglulega tilboðin sem eru.

Re: Bláakortið

Sent: Mið 09. Jan 2013 09:17
af steinarorri
Ég hef aldrei nennt að fá mér fleiri kort en það sem ég er með núna (aukakrónukort). Mér gæti ekki verið meira sama um einhverjar svona gulrætur sem ég græði kannski örfáa þúsundkalla á. Bara vesen að halda utan um mismunandi afslætti á mismunandi kortum. Eina undantekningin sem ég myndi gera væri kannski Icelandair punktakort.

Held að maður græði aldrei nóg á þessu til þess að réttlæta árgjaldið á kortinu (eða kortunum ef út í það er farið)

Re: Bláakortið

Sent: Mið 09. Jan 2013 12:36
af wicket
Svona fríðinda / afsláttarkort eru öll misjöfn eins og þau eru mörg. Kort sem hentar mér og mínu lífs og neyslumynstri mun pottþétt ekki henta þér, öðrum meira og enn öðrum minna.

Skoðaðu bara hvað er innifalið, hvar þú færð afslætti og hvort að þeir séu á stöðum sem þú verslar á fyrir og munt þannig spara einhverja peninga. Ég persónulega nota Aukakrónukort því það hentar mér. Bláa kortið notar fríðindakerfi Hringtorgs, tékkaðu bara á þessu.

http://www.hringtorg.is/

Re: Bláakortið

Sent: Mið 09. Jan 2013 12:38
af KrissiP
TIlboðinn sem fylgja bláa kortinu eru inná www.hringtorg.is

Re: Bláakortið

Sent: Mið 09. Jan 2013 13:04
af ManiO
steinarorri skrifaði:Held að maður græði aldrei nóg á þessu til þess að réttlæta árgjaldið á kortinu (eða kortunum ef út í það er farið)



Þeir græða lítið sem ekkert á þessum ársgjöldum. Þau eru bara þarna til að aðgreina kúnna hópinn augljóslega eftir tekjum. Stærsta veltan þeirra eru færslugjöld.

Re: Bláakortið

Sent: Mið 09. Jan 2013 13:10
af steinarorri
ManiO skrifaði:
steinarorri skrifaði:Held að maður græði aldrei nóg á þessu til þess að réttlæta árgjaldið á kortinu (eða kortunum ef út í það er farið)



Þeir græða lítið sem ekkert á þessum ársgjöldum. Þau eru bara þarna til að aðgreina kúnna hópinn augljóslega eftir tekjum. Stærsta veltan þeirra eru færslugjöld.


Það sem ég var að meina með þessu er að ég þekki suma með kannski 2 kort til að nota mismunandi afslætti og ég vil meina að það sé ekki þess virði að standa í e-u svoleiðis bulli (og þá borga 2 árgjöld) til að græða einhverja þúsundkalla.

Re: Bláakortið

Sent: Mið 09. Jan 2013 13:13
af ManiO
steinarorri skrifaði:
ManiO skrifaði:
steinarorri skrifaði:Held að maður græði aldrei nóg á þessu til þess að réttlæta árgjaldið á kortinu (eða kortunum ef út í það er farið)



Þeir græða lítið sem ekkert á þessum ársgjöldum. Þau eru bara þarna til að aðgreina kúnna hópinn augljóslega eftir tekjum. Stærsta veltan þeirra eru færslugjöld.


Það sem ég var að meina með þessu er að ég þekki suma með kannski 2 kort til að nota mismunandi afslætti og ég vil meina að það sé ekki þess virði að standa í e-u svoleiðis bulli (og þá borga 2 árgjöld) til að græða einhverja þúsundkalla.



Ahh, já, það er ekkert nema vesen.

Re: Bláakortið

Sent: Mið 09. Jan 2013 14:26
af Dagur
Ég fékk mér þetta kort og sá strax eftir því. Ég nota ekki þessa afslæti og ég fékk fáránlega lága heimild þannig að ég gat ekki hætt að nota gamla kreditkortið mitt.

Re: Bláakortið

Sent: Mið 09. Jan 2013 17:17
af pattzi
Er með 4 kreditkort og líka þetta þetta er ágætt nota þetta 950 kr í bíó hjá sambíó

Btw fæ 2 af þessum frítt útaf viðskiptum..

Er með stúdentakortið hjá isb með heimild

Er með bláa kortið með heimild

Er með námu aukrakrónukort fyrirframgreitt

Er með almennt kort aukakrónu með heimild

Re: Bláakortið

Sent: Mið 09. Jan 2013 19:37
af zedro
Mér var boðið þetta kort held ég fyrir nokkru, var allavegana eitthvað Arion kort.
Fyrir utan það að ég þoli ekki Arion banka þá gat ég ekki réttlætt árgjaldið fyrir
einhverja afslætti sem ég myndi eflaust ekkert nota að viti. Enda á ég nokkur kort fyrir.

    Debetkort: Nota þetta dags daglega í flest kaup
    Fyrirframgreitt kreditkort: Notast aðallega til að versla af netinu, steam, ebay, paypal etc.
    Visa Gullkort: Notast aðalega sem varakort og í stærri kaup, góð ferðatrygging og hugsað sem neyðakort í útlöndum.

Re: Bláakortið

Sent: Mið 09. Jan 2013 21:39
af kvaldik
ManiO skrifaði:
steinarorri skrifaði:Held að maður græði aldrei nóg á þessu til þess að réttlæta árgjaldið á kortinu (eða kortunum ef út í það er farið)



Þeir græða lítið sem ekkert á þessum ársgjöldum. Þau eru bara þarna til að aðgreina kúnna hópinn augljóslega eftir tekjum. Stærsta veltan þeirra eru færslugjöld.


Visa kort hafa marga kosti og galla, menn þurfa að vera meðvitaðir um þá og sjá út hvað hentar hverjum og einum. T.d. bera visa kort engin færslugjöld en í staðinn kemur árgjald, inn í því getur verið margt og mikið, svo sem afslættir eða tryggingar. Mörg visa kort hafa mun t.d. betri ferðatryggingu en venjulegar heimils tryggingar en það á þó samt sennilega ekki við um námsmanna kort.

Ég safnaði á síðasta ári 10.000 kr. í aukakrónur, notaði uppsafnaðar aukakrónur frá fyrri árum og keypti mér tjald hjá 66°N fyrir 25.000 kr.. Þægilegt.

En það getur líka verið hættulegt, kreditkort, aukakrónur og afslættir, þetta er allt gert til þess að þú eyðir meiri peningum! Það er það sem þeir græða á! Að vera með nokkur hundruð þúsund króna heimild getur gefið manni mikila ranghugmynd um hvað maður á af peningum! Mæli með því að hugsa vel út í það hvort þú hafir taugar eða sjálfstjórn í það, eftir það geturu farið að skoða hvaða kort henta þér best, þó svo að í grunninn séu þau öll eins.

P.S. Ég er einmitt að setja kreditkorið mitt uppí hillu því ég hef ekki stjórn á því hvað ég eyði miklu!

Re: Bláakortið

Sent: Mið 09. Jan 2013 21:45
af ManiO
kvaldik skrifaði:...


Færslugjöldin sem ég er að tala um eru gjöldin sem að verslanir og aðrir sem nota posa þurfa að greiða til að fá aðgang að kortakerfi hjá 'dreifi aðila' sem eru kortafyrirtækin í raun, Borgun (Mastercard, Eurocard, AmEx og einhver önnur minni nöfn sem ég man ekki) og Valitor (VISA og einhver önnur minni nöfn sem ég man ekki).

EDIT: Gleymdi, bankarnir eru svo með opið kerfi sem rukkar notendur sína fyrir hverja færslu (upphæð + 'innhringikostnaður'). Með kreditkorti er bara fast 'gjald + uppsöfnuð skuld + vextir').

Re: Bláakortið

Sent: Mið 09. Jan 2013 21:50
af kvaldik
ManiO skrifaði:
Færslugjöldin sem ég er að tala um eru gjöldin sem að verslanir og aðrir sem nota posa þurfa að greiða til að fá aðgang að kortakerfi hjá 'dreifi aðila' sem eru kortafyrirtækin í raun, Borgun (Mastercard, Eurocard, AmEx og einhver önnur minni nöfn sem ég man ekki) og Valitor (VISA og einhver önnur minni nöfn sem ég man ekki).

EDIT: Gleymdi, bankarnir eru svo með opið kerfi sem rukkar notendur sína fyrir hverja færslu (upphæð + 'innhringikostnaður'. Með kreditkorti er bara fast 'gjald + uppsöfnuð skuld + vextir').


Satt, rekstrar aðilinn borgar það í staðinn á visa kortinu á móti því að þú þarft sjálfur að standa undir því á debit kortinu. Kemur betur út fyrir neitandann, á blaði allavega.

Re: Bláakortið

Sent: Mið 09. Jan 2013 22:00
af Daz
kvaldik skrifaði:
ManiO skrifaði:
Færslugjöldin sem ég er að tala um eru gjöldin sem að verslanir og aðrir sem nota posa þurfa að greiða til að fá aðgang að kortakerfi hjá 'dreifi aðila' sem eru kortafyrirtækin í raun, Borgun (Mastercard, Eurocard, AmEx og einhver önnur minni nöfn sem ég man ekki) og Valitor (VISA og einhver önnur minni nöfn sem ég man ekki).

EDIT: Gleymdi, bankarnir eru svo með opið kerfi sem rukkar notendur sína fyrir hverja færslu (upphæð + 'innhringikostnaður'. Með kreditkorti er bara fast 'gjald + uppsöfnuð skuld + vextir').


Satt, rekstrar aðilinn borgar það í staðinn á visa kortinu á móti því að þú þarft sjálfur að standa undir því á debit kortinu. Kemur betur út fyrir neitandann, á blaði allavega.


ég myndi giska á að það komi verr út fyrir neytandann, þar sem aukinn kostnaður seljanda megin hefur auka-auka kostnað í för með sér.