Síða 1 af 2

Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Mán 07. Jan 2013 23:48
af Glazier
Sælir..
Ákvað að rífa filmurnar úr bílnum í kvöld, voru orðnar ljótar og rispaðar eftir að hafa verið í bílnum í 12 ár !
Nema hvað ég ákvað að byrja á fyrstu filmunni og sjá hvort ég gæti ekki örugglega þrifið límið af sem situr eftir á rúðunni en það bara gengur ekkert alltof vel :thumbsd

Byrjaði að nota sjóðandi heitt vatn, gekk ekkert.
Prófaði svo hreinsað bensín, gekk betur en nánast ekkert.. kláraði 1/4 af rúðu á klukkutíma (þetta er lítil rúða).
Þori ekki að nota bremsuhreinsi, hræddur um að það geti eyðilagt rúðuna :|

What to do?

Alveg sama hvern ég spyr þá er mér alltaf sagt að þetta eigi að vera svo einfalt.. veit ekki hvort það breyti eitthvað hvað filmurnar eru búnar að vera lengi í bílnum? :roll:

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Mán 07. Jan 2013 23:54
af methylman
Reyna hitablasarann ?

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Þri 08. Jan 2013 00:04
af g0tlife
hnífblað, sköfu(beitta) og heitta vatn og sápu með. Er algjört bitch en það virkaði hjá mér þegar löggiman skipaði mér að rífa úr

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Þri 08. Jan 2013 00:06
af Glazier
methylman skrifaði:Reyna hitablasarann ?

Nota hitablásara til að hreinsa lím sem situr eftir á glugganum?
g0tlife skrifaði:hnífblað, sköfu(beitta) og heitta vatn og sápu með. Er algjört bitch en það virkaði hjá mér þegar löggiman skipaði mér að rífa úr

Er búinn að ná filmunni sjálfri úr, það var ekkert mál..

Vantar bara að hreinsa límið sem situr eftir, rispa ég ekki eða eyðilegg rúðuna með því að nota beitta sköfu eða hníf?

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Þri 08. Jan 2013 00:07
af Kristján Gerhard
Eiginlega fullseint að nota hitablásarann á þessa þar sem filman er komin úr. En það hjálpar klárlega á hinar. Bremushreinsir skemmir ekki gler þannig að það er í góðu að lagi að nota hann. Annars dettur mér í hug aseton og rakvélablað. Ekki þetta frá konunni heldur það sem fæst í byko eða húsa.

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Þri 08. Jan 2013 00:09
af g0tlife
Glazier skrifaði:
methylman skrifaði:Reyna hitablasarann ?

Nota hitablásara til að hreinsa lím sem situr eftir á glugganum?
g0tlife skrifaði:hnífblað, sköfu(beitta) og heitta vatn og sápu með. Er algjört bitch en það virkaði hjá mér þegar löggiman skipaði mér að rífa úr

Er búinn að ná filmunni sjálfri úr, það var ekkert mál..

Vantar bara að hreinsa límið sem situr eftir, rispa ég ekki eða eyðilegg rúðuna með því að nota beitta sköfu eða hníf?


Nei gerðist ekki hjá mér, ég skóf þannig límið af. Rakvélablað virkaði vel

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Þri 08. Jan 2013 00:09
af playman
Electronic cleaner eða contact sprey, profaðu fyrst bara lítin part á glugganum áður en þú ferð í allan gluggan.
Það á ekki að skemma gluggan, en ef það er öriggisfilma þá gæti spreyið eyðilagt það.
Bara í gvuðana bænum passaðu að spreyið spreyist ekki á innréttinguna, það veit ekki á gott.

Spreyið á að hreynsa þetta upp.

Annars gætiru líkað prófað gamla góða WD-40 ;)
Það er fínt til þess að leysa upp lím og svoleiðis.

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Þri 08. Jan 2013 00:12
af Glazier
Ætla að skjótast út í skúr og prófa WD40 og bremsuhreinsi á lítinn part og sjá hvernig það kemur út á morgun..
Ef það eyðileggur eða virkar ekki vel þá fer morgundagurinn í það að leita að efni sem virkar á þetta drasl! :)

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Þri 08. Jan 2013 00:17
af littli-Jake
Ef þú hitar þetta svoltið með hitapissu ætti að verða auðveldara að plokka þetta af.

Annars er live2cruize rétti staðurinn til að spurja að þessu.

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Þri 08. Jan 2013 00:19
af Labtec
bensin í tusku, eða autoglym tar remover ef þu finnur það en til í dag

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Þri 08. Jan 2013 00:20
af Glazier
Prófaði bremsuhreinsinn.. virkaði svipað eða öörlítið betur en hreinsað bensín.

littli-Jake skrifaði:Ef þú hitar þetta svoltið með hitapissu ætti að verða auðveldara að plokka þetta af.

Annars er live2cruize rétti staðurinn til að spurja að þessu.

Nennti bara ekki að gera þráð þar :-"

Labtec skrifaði:bensin í tusku, eða autoglym tar remover ef þu finnur það en til í dag

Bensín/Hreinsað bensín, same shit different color?

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Þri 08. Jan 2013 00:21
af tdog
Gluggaskafa.

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Þri 08. Jan 2013 00:35
af vesi
bara gluggasköfu sem þú færð í byko og fleirri stöðum, og já vertu með nokkur aukablöð í hana.

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Þri 08. Jan 2013 01:10
af fannar82
fitu eða iðnaðar hreinsir (myndi samt gera smá prufu á rúðuni veit ekki hvort að þetta f*cki einhverju upp)
bæði fást held ég í

Wurth, Fossberg, Byko, Bílanaust

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Þri 08. Jan 2013 01:41
af DabbiGj
Sellulósaþynnir, bensín, rauðspritt o.s.f. virkar ágætlega á mörg svona lím, ágætt að bleyta tusku og leggja ofaná þetta til að leyfa því að vinna

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Þri 08. Jan 2013 02:45
af MatroX
þynnir og gluggasköfu! virkar vel

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Þri 08. Jan 2013 03:38
af slubert
Hreynsað bensín eða rauðspritt og þetta rennur af, ekki reyna hitablásara sé framm á að það endi illa.

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Þri 08. Jan 2013 08:11
af Magni81
ég lenti í þessu saman þ.e. að kaupa bíl sem búið var að rífa filmur úr frammí en límið sat eftir, prófaði nokkar hluti en það sem virkaði lang best var BOSTIK límsápa. Berð hana á flötinn, bíður aðeins og rennir svo yfir með lítilli gluggasköfu. Þetta rann algjörlega af, ekkert vandamál. Færð þetta minnir mig í Byko og Husasmiðjunni.

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Þri 08. Jan 2013 10:41
af KLyX
Sítrónu dropar (eins og maður notar í bakstur) virka vel á lím, var að hreinsa lím eftir spegil á skáphurð hjá mér og það flaug af. Setur þetta bara í bómull.

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Þri 08. Jan 2013 13:31
af Squinchy
líklegt að þetta sé olíu based lím, getur prófað olíu til að mýkja upp límið svo glugga skafa eftir það

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Þri 08. Jan 2013 15:06
af lukkuláki
BOSTIK Límsápa sem fæst í BYKO er algjör snilld á lím.
Mynd

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Þri 08. Jan 2013 21:19
af Glazier
Googlaði límhreinsir í gær og endaði inná tandur.is
Fór þangað í morgun og keypti akkurat svona hreinsi eins og lukkuláki póstaði.. virkar töluvert betur en allt annað sem ég hef prófað hingað til.
En get nú ekki sagt að þetta gangi hratt fyrir sig :roll:

Annars náði ég rúmlega helmingnum af filmunum úr án þess að nokkuð lím sæti eftir.. :)

Takk fyrir hjálpina :D

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Lau 12. Jan 2013 15:41
af jonandrii
nota bara þynni

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Lau 12. Jan 2013 15:43
af tdog

Re: Hreinsa lím úr gluggum á bíl eftir filmur?

Sent: Lau 12. Jan 2013 16:27
af techseven
g0tlife skrifaði:hnífblað, sköfu(beitta) og heitta vatn og sápu með. Er algjört bitch en það virkaði hjá mér þegar löggiman skipaði mér að rífa úr



Þetta er hárrétt aðferð, ég var í skiltagerð í ansi mörg ár og þannig gerðum við þetta, reyndar er ekkert betra að hafa vatnið heitt, skiptir engu máli...